Enski boltinn

Féll tvisvar sama daginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Fáir hafa afrekað að falla úr tveimur deildum sama daginn en það henti hinn 21 árs gamla Lewis Kinsella á laugardaginn.

Kinsella er á mála hjá Aston Villa sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir 1-0 tap gegn Manchester United.

Kinsella hefur hins vegar leikið með utandeildarliðinu Kidderminster Harriers sem lánsmaður en liðið féll einnig úr sinni deild eftir 0-0 jafntefli við Barrow.

Líklegt er að kappinn snúi aftur til síns félags og mun þá berjast fyrir því að fá að spila með liðinu í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×