Enski boltinn

Aron Einar og Jóhann Berg utan hóps | Charlton féll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar hér til hægri.
Aron Einar hér til hægri. Vísir/Getty
Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru ekki í leikmannahópum sinna liða í ensku B-deildinni í kvöld. Báðir komu við sögu í leikjum sinna liða um helgina.

Aron Einar var ekki á skýrslu þegar Cardiff tapaði fyrir Brentford á útivelli, 2-1, í afar mikilvægum leik fyrir liðið.

Þá var Jóhann Berg ekki með þegar Charlton gerði markalaust jafntefli við Bolton í botnslag deildarinnar. Eftir leikinn var ljóst að Charlton getur ekki lengur bjargað sæti sínu í deildinni og er fallið í C-deildina.

Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Wolves sem tapaði fyrir Leeds, 2-1. Hann var tekinn af velli á 73. mínútu.

Cardiff er í sjöunda sæti deildarinnar með 64 stig, sex stigum á eftir næsta liði fyrir ofan. Liðið á því lítinn möguleika á að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Úlfarnir sigla lygnan sjó í fjórtánda sæti deildarinnar.

Uppfært 21.49: Jóhann Berg staðfesti við Vísi í kvöld að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli í nára og ætti að vera klár í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×