Enski boltinn

Jóhann Berg meiddist og Eggert skoraði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. vísir/getty
Það gekk á ýmsu hjá íslensku strákunum í enska boltanum í kvöld.

Jóhann Berg Guðmundsson fór af velli hjá Charlton eftir aðeins 19 mínútna leik. Hann fékk mikið höfuðhögg er hann lenti í samstuði og var fluttur á sjúkrahús.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og Charlton er enn í fallsæti.

Aron Einar Gunnarsson spilaði síðustu 23 mínúturnar fyrir Cardiff City sem gerði markalaust jafntefli gegn Burnley.

Í ensku C-deildinni náði Eggert Gunnþór Jónsson að skora seinna mark Fleetwood í 2-0 sigri á Peterborough. Afar mikilvægur sigur hjá Fleetwoo sem er rétt fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×