Enski boltinn

Óttast um meiðsli Henderson: Þetta er ekki smávægilegt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jordan Henderson fær aðhlynningu í gær.
Jordan Henderson fær aðhlynningu í gær. Vísir/Getty
Liverpool náði góðu 1-1 jafntefli gegn Dortmund á útivelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í gær.

Það varpaði þó skugga á úrslitin að Jordan Henderson þurfti að fara að velli að loknum fyrri hálfleik. Hann meiddist á hné við það að lenda illa eftir að hafa farið upp í skallabolta.

Henderson yfirgaf leikvanginn á hækjum í gær og hann mun fara í frekari rannsóknir í dag þegar liðið snýr aftur til Liverpool. Áhyggjur beinast að því að hann sé með sködduð liðbönd í hné og gæti því misst af síðustu fimm vikum tímabilsins með Liverpool. Enn fremur kunni að EM að vera í hættu hjá kappanum.

„Þetta er virkilega pirrandi staða með Jordan,“ sagði stjórinn Jürgen Klopp eftir leikinn í gær. „Hvert einasta lið í heimi þarf að hafa smá lukku með sér í liði en það er útlit fyrir að það sé ekki tilfellið hjá okkur.“

„Við þurfum að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar og vona það besta. En þetta lítur ekki vel út. Ég vil ekki vera með vangaveltur en ég held að þetta sé ekki smávægilegt. Það er það eina sem ég get sagt.“


Tengdar fréttir

Jafntefli í heimkomu Klopp

Jürgen Klopp snéri aftur á sinn gamla heimavöll í Dortmund í kvöld og fer heim til Liverpool með jafntefli í farteskinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×