Enski boltinn

Ranieri og Kane bestir í mars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Claudio Ranieri, stjóri Leicester.
Claudio Ranieri, stjóri Leicester. Vísir/Getty
Claudio Ranieri var útnefndur besti knattspyrnustjóri marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en það var tilkynnt í morgun. Sóknarmaðurinn Harry Kane hjá Tottenham var valinn besti leikmaðurinn.

Kane skoraði fimm mörk í síðasta mánuði og er markahæsti leikmaður deildarinnar með 22 mörk. Jamie Vardy, leikmaður Leicester, kemur næstur á þeim lista með nítján mörk.

Leicester fór í gegnum síðasta mánuð án þess að tapa. Liðið gerði jafntefli gegn West Brom í fyrsta leik sínum mars en vann svo hina þrjá, alla 1-0. Ranieri er nú kominn með lið sitt í 69 stig og er það sjö stigum á undan Tottenham þegar sex umferðir eftir af deildinni.

Leicester mætir Sunderland á útivelli á sunnudag en Tottenham tekur á móti Manchester United síðar um daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×