Enski boltinn

Newcastle tapaði fyrir Southampton | Öll úrslit dagsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Shane Long skoraði í dag.
Shane Long skoraði í dag. vísir/getty
Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og hófust þeir klukkan 14. Það virðist fátt geta bjargað Newcastle en liðið tapaði fyrir Southampton, 3-1, á útivelli. 

Southampton komst í 3-0 í leiknum með mörkum frá Shane Long, Graziano Pelle og Victor Wanyama. 

Andros Townsend náði að minnka muninn fyrir Newcastle á 65. mínútu leiksins. 

Crystal Palace vann fínan sigur á Norwich, 1-0, með marki frá Jason Puncheon. Aston Villa tapaði enn einum leiknum og nú fyrir Bournemouth, 2-1, á heimavelli. 

Steve Cook og Joshua King skoruðu mörk Bournemouth í leiknum en Jordan Ayew eina mark Newcastle. Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×