Enski boltinn

Tottenham kláraði United á sex mínútna kafla | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dele Alli skorar fyrir Tottenham.
Dele Alli skorar fyrir Tottenham. vísir/getty
Tottenham rúllaði yfir Manchester United, 3-0, á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Mikið jafnræði var á með liðunum allan fyrri hálfleikinn en hvorugu liðinu tókst að skora. Í þeim síðari var Tottenham mun sterkara liðið og á sex mínútna kafla náði liðið að skora þrjú mörk.

Dele Alli var þar fyrstur á ferðinni en hann setti boltann í netið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Fjórum mínútum síðar skallaði Toby Alderweireld boltann í netið og síðan skoraði Erik Lamela fínt mark á 76. mínútu.

Öruggur sigur Spurs sem heldur í smá von um að ná Leicester sem er í efsta sæti deildarinnar. Tottenham er í öðru sæti deildarinnar með 65 stig, sjö stigum á eftir Leicester þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni.

Manchester United er í fimmta sætinu með 53 stig.  

Dele Alli kemur Spurs yfir
Toby Alderweireld kemur Tottenham í 2-0
Erik Lamela kemur Spurs í 3-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×