Enski boltinn

Kane: Verðum að halda í Pochettino

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pochettino
Pochettino Vísir/Getty
Harry Kane, stjörnuframherji, Tottenham Hotspurs vill sjá Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra liðsins, skrifa undir nýjan samning við félagið sem allra fyrst.

Argentínumaðurinn hefur samkvæmt fjölmiðlum ytra fengið nýjan samning á borðið, þrátt fyrir að eiga þrjú ár eftir af núverandi samningi.

Stjórinn hefur verið orðaður við önnur lið og þá sérstaklega við Manchester United.

„Hann er frábær stjóri og þessi klúbbur verður að hafa stjóra á heimsmælikvarða eins og hann,“ segir Harry Kane.

„Þegar svona stjórar eru hjá félagi, þá verður klúbburinn að reyna halda í þá eins og lengi og hægt er. Liðið hefur bætt sig gríðarlega undir hans stjórn.“

Pochettino tók við Tottenham árið 2014 en hafði áður verið með Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×