Hlini kóngsson, ástsjúkar skessur og ýmsir fuglar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. mars 2016 09:30 "Mér finnst mikilvægt að unga fólkið fái að túlka efni sem það tengir við, syngi á íslensku og skilji hvert einasta orð,“ segir Þórunn. Vísir/Vilhelm „Verkið er samið upp úr hinu gamla ævintýri um Hlina kóngsson. Auk hans koma þar við sögu stúlkan Signý Karlsdóttir, ástsjúkar skessur og ýmsir fuglar.“ Þetta segir Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, um óperu sína Hlina sem sýnd verður í Iðnó 1., 2., 4. og 5. apríl klukkan 20. Þótt óperan heiti eftir aðalsöguhetjunni segir Þórunn Hlina ekki endilega með stærsta sönghlutverkið. „Hlini lendir í því, eins og í ævintýrinu, að hann er svæfður með svönum af og til. Því eyðir hann löngum tíma á sviðinu steinsofandi og þá reynir ekki mikið á dramatíska túlkun hans. En til að lífga upp á söguna og fjölga hlutverkum bætti ég persónum við. Fyrir utan svanina, hina klassísku fugla í þessu ævintýri, eru þar bæði hrafn og fýll. Svo er einn mjög merkilegur fugl, það er óminnishegri og þegar hann syngur gleyma bæði manneskjur og skepnur öllu sem þær kunna. Til dæmis gleymir Hlini öllu um stúlkuna sem hann elskar, hana Signýju sem er komin til tröllanna til að frelsa hann. Það er dramatískt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. mars.Elfur Sunna Baldursdóttir í hlutverki Signýjar og Sigurjón Jóhannsson í hlutverki Hlina.Þórunn hefur oft samið óperur og söngleiki og Hlini var sýndur fyrir sex árum af þeim nemendum sem þá voru í Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Það er auðvitað svolítið sjálfmiðað að setja upp eitthvað eftir sjálfan sig en mér finnst mikilvægt að unga fólkið fái að túlka efni sem það tengir við, syngi á íslensku og skilji hvert einasta orð og það eru bara ekkert margar óperur sem henta akkúrat þessu getustigi. Flytjendurnir eru mislangt komnir í námi, sumir að klára, þeir raðast í stærstu hlutverkin og svo fá aðrir minni hlutverk eða eru í kórnum.“ Sprell, grín og gaman einkennir óperuna Hlina sem er við allra hæfi, að sögn Þórunnar. „Börn ættu að hafa gaman af þessu efni og ég tel hollt fyrir þau að vita að íslensk tröll geti verið svolítið hættuleg,“ segir hún og bætir við: „En svo blómstrar ástin og allt fer vel að lokum. Það veitir ekkert af því, miðað við ýmislegt sem er að gerast í heiminum, að fá sögu sem endar vel.“ Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Verkið er samið upp úr hinu gamla ævintýri um Hlina kóngsson. Auk hans koma þar við sögu stúlkan Signý Karlsdóttir, ástsjúkar skessur og ýmsir fuglar.“ Þetta segir Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, um óperu sína Hlina sem sýnd verður í Iðnó 1., 2., 4. og 5. apríl klukkan 20. Þótt óperan heiti eftir aðalsöguhetjunni segir Þórunn Hlina ekki endilega með stærsta sönghlutverkið. „Hlini lendir í því, eins og í ævintýrinu, að hann er svæfður með svönum af og til. Því eyðir hann löngum tíma á sviðinu steinsofandi og þá reynir ekki mikið á dramatíska túlkun hans. En til að lífga upp á söguna og fjölga hlutverkum bætti ég persónum við. Fyrir utan svanina, hina klassísku fugla í þessu ævintýri, eru þar bæði hrafn og fýll. Svo er einn mjög merkilegur fugl, það er óminnishegri og þegar hann syngur gleyma bæði manneskjur og skepnur öllu sem þær kunna. Til dæmis gleymir Hlini öllu um stúlkuna sem hann elskar, hana Signýju sem er komin til tröllanna til að frelsa hann. Það er dramatískt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. mars.Elfur Sunna Baldursdóttir í hlutverki Signýjar og Sigurjón Jóhannsson í hlutverki Hlina.Þórunn hefur oft samið óperur og söngleiki og Hlini var sýndur fyrir sex árum af þeim nemendum sem þá voru í Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Það er auðvitað svolítið sjálfmiðað að setja upp eitthvað eftir sjálfan sig en mér finnst mikilvægt að unga fólkið fái að túlka efni sem það tengir við, syngi á íslensku og skilji hvert einasta orð og það eru bara ekkert margar óperur sem henta akkúrat þessu getustigi. Flytjendurnir eru mislangt komnir í námi, sumir að klára, þeir raðast í stærstu hlutverkin og svo fá aðrir minni hlutverk eða eru í kórnum.“ Sprell, grín og gaman einkennir óperuna Hlina sem er við allra hæfi, að sögn Þórunnar. „Börn ættu að hafa gaman af þessu efni og ég tel hollt fyrir þau að vita að íslensk tröll geti verið svolítið hættuleg,“ segir hún og bætir við: „En svo blómstrar ástin og allt fer vel að lokum. Það veitir ekkert af því, miðað við ýmislegt sem er að gerast í heiminum, að fá sögu sem endar vel.“
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira