Enski boltinn

„Dele Alli getur orðið tíu sinnum betri en hann er í dag“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dele Alli spilaði í B-deildinni fyrir ári en spilaði landsleiki gegn Þýskalandi og Hollandi á síðustu dögum.
Dele Alli spilaði í B-deildinni fyrir ári en spilaði landsleiki gegn Þýskalandi og Hollandi á síðustu dögum. vísir/getty
James Milner, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins í fótbolta, telur að samherji sinn í landsliðinu, Dele Alli, geti orðið tíu sinnum betri en hann er í dag en nú þurfa allir að standa saman og taka smá pressu af honum.

Alli, sem er aðeins 19 ára gamall, hefur spilað stórkostlega fyrir Tottenham í ensku úrvaldeildinni en Lundúnarliðið er í harðri baráttu við Leicester um Englandsmeistaratitilinn þegar sjö umferðir eru eftir.

Þessi hæfileikaríki táningur var að spila með MK Dons í B-deildinni fyrir einu ári síðan en er nú búinn að spila sex landsleiki og spilaði eins og kóngur í glæsilegum 3-2 útsigri Englands gegn heimsmeisturum Þýskalands um helgina.

Það er fátt sem kemur í veg fyrir að Dele Alli verði í byrjunarliði enska liðsins þegar það mætir Rússlands í fyrsta leik liðsins á EM ellefta júní.

„Magnaður,“ var orðið sem James Milner notaði til að lýsa Alli í landsleikjunum tveimur gegn Þýskalandi og Hollandi. „Skrefin fram á við sem hann tekur frá viku til viku eru mögnuð og það sést á þessari frammistöðu hans.“

„Nú þurfum við að passa okkur samt og hlaða ekki of mikilli pressu á hann. Við vitum hversu góður hann getur orðið en við höfum séð of mikla pressu fara með góða unga stráka. Nú þarf hann bara fá að hugsa um að spila fótbolta.“

„Þó Alli sé góður núna getur hann orðið tíu sinnum betri og hann verður það. Hann er með frábært viðhorf og er alltaf að reyna að bæta sig. Við verðum bara saman að reyna að taka sviðsljósið aðeins af honum og leyfa honum að bæta sig og þróast,“ segir James Milner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×