Enski boltinn

Times: Mertesacker fær ekki nýjan samning hjá Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mertesacker er hugsanlega á förum frá Arsenal.
Mertesacker er hugsanlega á förum frá Arsenal. vísir/getty
Arsenal mun ekki bjóða þýska miðverðinum Per Mertesacker nýjan samning í sumar. Þetta er fullyrt í frétt The Times.

Samningur Mertesackers rennur út næsta sumar en hann hefur verið í herbúðum Arsenal frá 2011.

Mertesacker hefur borið fyrirliðabandið hjá Arsenal á þessu tímabili í fjarveru Mikels Arteta en frammistaða hans hefur verið misjöfn. Hann hefur ekkert komið við sögu í síðustu tveimur leikjum Arsenal.

Mertesacker hefur leikið 204 leiki fyrir Arsenal og skorað átta mörk en hann hefur verið fastamaður hjá Skyttunum síðan hann kom frá Werder Bremen rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði haustið 2011.

Þá lék Mertesacker 104 landsleiki fyrir Þýskaland en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir að Þjóðverjar urðu heimsmeistarar sumarið 2014.


Tengdar fréttir

Loksins deildarsigur hjá Arsenal | Sjáðu mörkin

Arsenal minnkaði forskot Leicester niður í átta stig með 2-0 sigri á Everton á Goodison Park í dag. Þetta var fyrsti deildarsigur Arsenal síðan 14. febrúar, en síðan hafa þeir spilað þrjá deildarleiki án sigurs.

Wenger: Afhverju er þetta tveggja hesta hlaup?

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann og lærisveinar hans séu enn með hugann við titilbaráttuna. Arsenal á eftir að spila átta leiki í deildinni og er ellefu stigum á eftir Leicester.

Welbeck: Við áttum að gera betur

Framherji Arsenal svekktur með úrslitin í Katalóníu í kvöld þar sem Skytturnar kvöddu Meistaradeildina í ár.

Petit: Wenger á að hætta

Þeir sem vilja að Arsene Wenger hætti að stýra liði Arsenal fengu heldur betur liðsstyrk í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×