Enski boltinn

Petit: Wenger á að hætta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Petit og Wenger er Arsenal varð meistari árið 1998.
Petit og Wenger er Arsenal varð meistari árið 1998. vísir/getty
Þeir sem vilja að Arsene Wenger hætti að stýra liði Arsenal fengu heldur betur liðsstyrk í dag.

Þá lýsti Frakkinn Emmanuel Petit því yfir að Wenger ætti að stíga til hliðar sem stjóri og taka að sér annað hlutverk hjá félaginu.

Petit var lykilmaður í liði Wengers hjá Arsenal er það vann ensku deildina og enska bikarinn fyrir átján árum síðan.

„Arsene er einn af bestu stjórunum sem ég hef leikið fyrir,“ sagði Petit en hann lék 118 leiki fyrir Arsenal á árunum 1997 til 2000.

„Hann hefur gert frábæra hluti fyrir félagið síðustu 20 árin en Arsenal og Wenger að átta sig á einum mikilvægum hlut. Til að vinna titla þá þarf leiðtoga og stríðsmenn á völlinn. Ég held að þetta Arsenal-lið sé ekki nógu sterkt.

„Arsene þurfti að koma inn með réttu mennina. Þetta ár var fullkomið tækifæri fyrir Arsenal til þess að vinna deildina en liðið klúðraði því. Arsene er líka ábyrgur fyrir því. Ég held það sé kominn tími á að hann taki að sér annað starf innan félagsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×