Enski boltinn

Benitez mættur til Newcastle | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Svo virðist sem að Spánverjinn Rafael Benitez sé að taka við Newcastle eftir að Steve McClaren var rekinn frá félaginu í morgun.

Sjá einnig: Búið að reka McClaren

Benitez er án félags eftir að hann var rekinn frá Real Madrid í upphafi ársins en hann á nú að bjarga Newcastle frá falli. Liðið er næstneðst í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum.

Enskir fjölmiðlar eru ekki á einu máli um hvort að Benitez muni skrifa undir þriggja ára samning eða jafnvel samning sem gildir aðeins út núverandi leiktíð.


Tengdar fréttir

Búið að reka McClaren

Steve McClaren er farinn frá Newcastle. Rafa Benitez er sterklega orðaður við starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×