Stærsta stund ferilsins hjá stjóra Watford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 09:00 Leikmenn Watford fagna hér sigrinum á Arsenal í gær. Vísir/Getty Quique Sanchez Flores, knattspyrnustjóri Watford, var kátur í gær eftir að lið hans endaði þriggja ára sigurgöngu Arsenal í ensku bikarkeppninni með 2-1 sigri á Emirates-leikvanginum. Þetta var fyrsta bikartap Arsenal-liðsins í 37 mánuði en sigurinn var enn ein viðbótin við frábært tímabil hjá nýliðum Watford. Watford er nú komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á Wembley og er ennfremur í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Við reynum að njóta þessarar stundar, að spila saman í þessu liði og fá að upplifa þetta ferðalag. Við fáum núna að spila undanúrslitaleik á Wembley," sagði Quique Sanchez Flores við BBC. „Þetta er stórkostlegt tímabil fyrir Watford, fyrir leikmenn jafnt sem stuðningsmenn. Sigurinn á Arsenal tel ég vera stærstu stundina á mínum stjóraferli," sagði Quique Sanchez Flores. Watford var aðeins með boltann 29 prósent leiktímans og slapp með skrekkinn undir lokin en hélt út og leikmenn liðsins fögnuðu innilega sæti á Wembley. Quique Sanchez Flores kom liðinu ekki upp í úrvalsdeildina heldur tók við liðinu síðasta sumar af Slavisa Jokanovic. Hann varð þá fimmti maðurinn á tólf mánuðum til að setjast í stjórastólinn hjá Watford. Flores hefur áður þjálfað Getafe, Valencia, Benfica og Atlético Madrid en undir hans stjórn vann Atlético-liðið Evrópudeildina 2010. Hann hefur því talsverða reynslu af þjálfun og því athyglisverð ummæli um að sigurinn í gær hafi verið hans stærsta stund á ferlinum. Miðað við endalaus óvænt úrslit í ensku bikarkeppninni á þessu tímabili má allt eins búast við því að Watford gæti farið enn lengra og jafnvel unnið enska bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið tapaði eina bikarúrslitaleiknum sínum vorið 1984.Quique Sanchez Flores, knattspyrnustjóri Watford.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Arsenal slógust fyrir utan völlinn | Myndband Stuðningsmenn Arsenal slógust fyrir utan Emirates-völlinn eftir að liðið hafði tapað fyrir Watford í enska bikarnum. 13. mars 2016 17:05 Watford sló Arsenal út úr bikarnum | Sjáðu mörkin Watford vann frábæran sigur á Arsenal, 2-1, í 8-liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Emirates-vellinum í London. 13. mars 2016 15:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Quique Sanchez Flores, knattspyrnustjóri Watford, var kátur í gær eftir að lið hans endaði þriggja ára sigurgöngu Arsenal í ensku bikarkeppninni með 2-1 sigri á Emirates-leikvanginum. Þetta var fyrsta bikartap Arsenal-liðsins í 37 mánuði en sigurinn var enn ein viðbótin við frábært tímabil hjá nýliðum Watford. Watford er nú komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á Wembley og er ennfremur í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Við reynum að njóta þessarar stundar, að spila saman í þessu liði og fá að upplifa þetta ferðalag. Við fáum núna að spila undanúrslitaleik á Wembley," sagði Quique Sanchez Flores við BBC. „Þetta er stórkostlegt tímabil fyrir Watford, fyrir leikmenn jafnt sem stuðningsmenn. Sigurinn á Arsenal tel ég vera stærstu stundina á mínum stjóraferli," sagði Quique Sanchez Flores. Watford var aðeins með boltann 29 prósent leiktímans og slapp með skrekkinn undir lokin en hélt út og leikmenn liðsins fögnuðu innilega sæti á Wembley. Quique Sanchez Flores kom liðinu ekki upp í úrvalsdeildina heldur tók við liðinu síðasta sumar af Slavisa Jokanovic. Hann varð þá fimmti maðurinn á tólf mánuðum til að setjast í stjórastólinn hjá Watford. Flores hefur áður þjálfað Getafe, Valencia, Benfica og Atlético Madrid en undir hans stjórn vann Atlético-liðið Evrópudeildina 2010. Hann hefur því talsverða reynslu af þjálfun og því athyglisverð ummæli um að sigurinn í gær hafi verið hans stærsta stund á ferlinum. Miðað við endalaus óvænt úrslit í ensku bikarkeppninni á þessu tímabili má allt eins búast við því að Watford gæti farið enn lengra og jafnvel unnið enska bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið tapaði eina bikarúrslitaleiknum sínum vorið 1984.Quique Sanchez Flores, knattspyrnustjóri Watford.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Arsenal slógust fyrir utan völlinn | Myndband Stuðningsmenn Arsenal slógust fyrir utan Emirates-völlinn eftir að liðið hafði tapað fyrir Watford í enska bikarnum. 13. mars 2016 17:05 Watford sló Arsenal út úr bikarnum | Sjáðu mörkin Watford vann frábæran sigur á Arsenal, 2-1, í 8-liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Emirates-vellinum í London. 13. mars 2016 15:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Stuðningsmenn Arsenal slógust fyrir utan völlinn | Myndband Stuðningsmenn Arsenal slógust fyrir utan Emirates-völlinn eftir að liðið hafði tapað fyrir Watford í enska bikarnum. 13. mars 2016 17:05
Watford sló Arsenal út úr bikarnum | Sjáðu mörkin Watford vann frábæran sigur á Arsenal, 2-1, í 8-liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Emirates-vellinum í London. 13. mars 2016 15:30