„Líta allir á Sharapovu sem svindlara“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2016 15:30 Franska tenniskonan Kristina Mladenovic hefur ekki mikið álit á Maria Sharapovu miðað við ummæli sem birtust í breska blaðinu Le Parisien í dag. Sharapova greindi frá því í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi og viðurkenndi um leið að það hefði verið vegna notkun hennar á meldóníum, lyfi sem var bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? Sharapova hélt því fram að hún hefði notað meldóníum af heilsufarsástæðum og samkvæmt læknisráði undanfarinn áratug. Mladenovic gaf lítið fyrir þær skýringar. „Það segja allir leikmenn [á atvinnumannatúrnum í tennis] að hún sé svindlari,“ sagði hún. „Maður efast um allt núna og hvort að hún eigi skilið allt það sem hún hefur unnið hingað til. Það er skelfilegt en það er gott að þetta er orðið opinbert.“ „Hvað mig varðar þá hef ég tífalt meiri áhyggjur ef ég fæ mér verkjalyf. Hún hefur verið að taka þessi lyf í tíu ár og þetta er alvöru lyf. Hún hefur leikið sér að reglunum og hugsað með sér að fyrst þetta er ekki bannað þá getur hún tekið þetta.“ Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? „Það þykja mér mikil vonbrigði. Ég er ekki hrifin af því hugarfari að maður eigi að ná sem bestum árangri með því að fara í kringum reglurnar.“ „Hún getur sett þetta fram hvernig sem hún vill og fundið sér góðan lögfræðing. En í grunninn hafði hún rangt við. Hún hefur engar afsakanir fyrir hegðun sinni.“ Mladenovic bætti enn frekar í gagnrýni sína með því að segja að Sharapova væri almennt ekki vel liðin af öðrum tennisspilurum og að hún hefði lítinn áhuga haft af því að eiga samskipti við aðra leikmenn. Sjá einnig: Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Sharapova var sett í tímabundið bann núna um helgina og á von á þungri refsingu, allt frá sex mánaða til fjögurra ára keppnisbanns. Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Sjá meira
Franska tenniskonan Kristina Mladenovic hefur ekki mikið álit á Maria Sharapovu miðað við ummæli sem birtust í breska blaðinu Le Parisien í dag. Sharapova greindi frá því í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi og viðurkenndi um leið að það hefði verið vegna notkun hennar á meldóníum, lyfi sem var bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um áramótin. Sjá einnig: Hvað er meldóníum? Sharapova hélt því fram að hún hefði notað meldóníum af heilsufarsástæðum og samkvæmt læknisráði undanfarinn áratug. Mladenovic gaf lítið fyrir þær skýringar. „Það segja allir leikmenn [á atvinnumannatúrnum í tennis] að hún sé svindlari,“ sagði hún. „Maður efast um allt núna og hvort að hún eigi skilið allt það sem hún hefur unnið hingað til. Það er skelfilegt en það er gott að þetta er orðið opinbert.“ „Hvað mig varðar þá hef ég tífalt meiri áhyggjur ef ég fæ mér verkjalyf. Hún hefur verið að taka þessi lyf í tíu ár og þetta er alvöru lyf. Hún hefur leikið sér að reglunum og hugsað með sér að fyrst þetta er ekki bannað þá getur hún tekið þetta.“ Sjá einnig: Var Sharapova með kransæðasjúkdóm? „Það þykja mér mikil vonbrigði. Ég er ekki hrifin af því hugarfari að maður eigi að ná sem bestum árangri með því að fara í kringum reglurnar.“ „Hún getur sett þetta fram hvernig sem hún vill og fundið sér góðan lögfræðing. En í grunninn hafði hún rangt við. Hún hefur engar afsakanir fyrir hegðun sinni.“ Mladenovic bætti enn frekar í gagnrýni sína með því að segja að Sharapova væri almennt ekki vel liðin af öðrum tennisspilurum og að hún hefði lítinn áhuga haft af því að eiga samskipti við aðra leikmenn. Sjá einnig: Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Sharapova var sett í tímabundið bann núna um helgina og á von á þungri refsingu, allt frá sex mánaða til fjögurra ára keppnisbanns.
Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir „Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44 Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00 „Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45 Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Sjá meira
„Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“ Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það. 9. mars 2016 08:44
Tennisdrottning hrynur af stalli Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann. 9. mars 2016 06:00
„Íþróttamenn munu deyja vegna bannsins“ Maðurinn sem fann upp á lyfinu meldóníum segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar að banna það. 10. mars 2016 09:45
Hvað er meldóníum? "Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu. 9. mars 2016 06:30
Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30
Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00