„Við erum alvöru afl“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. mars 2016 21:00 Margrét og Una vilja hreyfa við feðraveldinu. vísir/vilhelm Í dag dreifði Ronja, nýstofnað feministafélag Hagaskóla, túrtöppum og dömubindum á öll almenningsklósett skólans. Uppátækið er hluti af kynningarviku félagsins innan skólans um hvað það er og þýðir fyrir stelpur að vera á túr. Hugmyndin um frí dömubindi og túrtappa á almenningsklósettum hefur nú þegar hlotið töluverða athygli utan veggja skólans. Una Torfadóttir og formaður Ronju, Margrét Snorradóttir, skoruðu í gær á borgina að gera slíkt hið sama fyrir öll almenningsklósett. Það sat ekki á svörum úr Ráðhúsinu því strax í gær tjáði Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í borgarstjórn, um málið á Fésbókarsíðu sinni; „Frábært framtak og fullkomlega sjálfsögð og eðlileg krafa. Reykjavíkurráð ungmenna lagði þetta til á fundi með borgarstjórn í vor og málið er komið í skoðun hjá innkauparáði borgarinnar. Vonandi komum við þessu í framkvæmd áður en Una og félagar hennar útskrifast“.Una og Margrét tóku þátt í siguratriðis Skrekks í fyrra.VisirNærbuxur næst?En ekki voru allir jafn hrifnir af hugmyndinni eins og sást á athugasemdakerfi Vísis í gær eftir að fréttin birtist en þar varð heilmikil umræða. Nokkrir karlmenn fóru afar ófögrum orðum um unglingsstúlkurnar tvær en flestir virtust þó styðja átakið. Aðrir köstuðu fram, á kurteisislegri hátt, þeirri spurningu hvort hreinlætisvörur fyrir blæðingar kvenna væri eitthvað sem yfirvöld ættu yfir höfuð að vera að greiða fyrir? „Mér finnst í fyrsta lagi frábært hvað er að verða til mikil umræða,“ segir Una. „Það að fólki finnist í lagi að tala svona um okkur, tvær 15 ára stelpur, segir okkur bara að fólk er að gera sér grein fyrir því að við erum að gera alvöru hluti. Það sér að við erum alvöru afl. Þetta er ekki bara eitthvað krúttlegt djók hjá tveimur unglingsstelpum“. Einn lesandi Vísis svaraði greininni með því að spyrja hvað kæmi næst? Ætti borgin þá líka að fara kaupa hreinar nærbuxur handa stelpunum? „Alltaf þegar maður sér svona komment frá körlum og setur orðið „klósettpappír“ í stað dömubinda, þá sjá allir hversu ótrúlega heimskulegt þetta er. Hver sem er getur mætt með sinn klósettpappír í skólann en samt býður borgin upp á hann á almenningsklósettum. Enginn biður borgina um að skaffa klósettpappír fyrir öll heimili en við krefjumst þess að hann sé aðgengilegur á almenningsstöðum. Við erum bara að benda á að það sé rosalega skrítið að þetta sé eins með dömubindi og túrtappa líka og erum að biðja þau um að redda því bara!“ Una og Margrét tóku báðar þátt í siguratriði Skrekks í fyrra sem vakti töluverða athygli. Atriðið var beinskeytt ljóð eftir Unu ásamt hóp dansara sem túlkuðu það. Eftir það upplifðu stúlkurnar örlítið mótlæti en ekkert í líkindum við það sem þær sjá nú á umræðukerfi Vísis eftir að þær hrintu Túrvæðingunni í gang. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að þegar manni er mætt með hörku, þá veit maður að það þýðir að maður er að gera eitthvað af alvöru,“ segir Una. „Því ef feðraveldið er til í að sitja bara og fylgjast með manni dúlla sér þá er maður ekki að gera nóg. Um leið og maður finnur að maður er að byrja að ógna og ögra þá hlýtur maður að vera gera eitthvað rétt því þá er maður að koma hreyfingu á umræðuna“. Hér má sjá siguratriði Skrekks í fyrra. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Í dag dreifði Ronja, nýstofnað feministafélag Hagaskóla, túrtöppum og dömubindum á öll almenningsklósett skólans. Uppátækið er hluti af kynningarviku félagsins innan skólans um hvað það er og þýðir fyrir stelpur að vera á túr. Hugmyndin um frí dömubindi og túrtappa á almenningsklósettum hefur nú þegar hlotið töluverða athygli utan veggja skólans. Una Torfadóttir og formaður Ronju, Margrét Snorradóttir, skoruðu í gær á borgina að gera slíkt hið sama fyrir öll almenningsklósett. Það sat ekki á svörum úr Ráðhúsinu því strax í gær tjáði Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í borgarstjórn, um málið á Fésbókarsíðu sinni; „Frábært framtak og fullkomlega sjálfsögð og eðlileg krafa. Reykjavíkurráð ungmenna lagði þetta til á fundi með borgarstjórn í vor og málið er komið í skoðun hjá innkauparáði borgarinnar. Vonandi komum við þessu í framkvæmd áður en Una og félagar hennar útskrifast“.Una og Margrét tóku þátt í siguratriðis Skrekks í fyrra.VisirNærbuxur næst?En ekki voru allir jafn hrifnir af hugmyndinni eins og sást á athugasemdakerfi Vísis í gær eftir að fréttin birtist en þar varð heilmikil umræða. Nokkrir karlmenn fóru afar ófögrum orðum um unglingsstúlkurnar tvær en flestir virtust þó styðja átakið. Aðrir köstuðu fram, á kurteisislegri hátt, þeirri spurningu hvort hreinlætisvörur fyrir blæðingar kvenna væri eitthvað sem yfirvöld ættu yfir höfuð að vera að greiða fyrir? „Mér finnst í fyrsta lagi frábært hvað er að verða til mikil umræða,“ segir Una. „Það að fólki finnist í lagi að tala svona um okkur, tvær 15 ára stelpur, segir okkur bara að fólk er að gera sér grein fyrir því að við erum að gera alvöru hluti. Það sér að við erum alvöru afl. Þetta er ekki bara eitthvað krúttlegt djók hjá tveimur unglingsstelpum“. Einn lesandi Vísis svaraði greininni með því að spyrja hvað kæmi næst? Ætti borgin þá líka að fara kaupa hreinar nærbuxur handa stelpunum? „Alltaf þegar maður sér svona komment frá körlum og setur orðið „klósettpappír“ í stað dömubinda, þá sjá allir hversu ótrúlega heimskulegt þetta er. Hver sem er getur mætt með sinn klósettpappír í skólann en samt býður borgin upp á hann á almenningsklósettum. Enginn biður borgina um að skaffa klósettpappír fyrir öll heimili en við krefjumst þess að hann sé aðgengilegur á almenningsstöðum. Við erum bara að benda á að það sé rosalega skrítið að þetta sé eins með dömubindi og túrtappa líka og erum að biðja þau um að redda því bara!“ Una og Margrét tóku báðar þátt í siguratriði Skrekks í fyrra sem vakti töluverða athygli. Atriðið var beinskeytt ljóð eftir Unu ásamt hóp dansara sem túlkuðu það. Eftir það upplifðu stúlkurnar örlítið mótlæti en ekkert í líkindum við það sem þær sjá nú á umræðukerfi Vísis eftir að þær hrintu Túrvæðingunni í gang. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að þegar manni er mætt með hörku, þá veit maður að það þýðir að maður er að gera eitthvað af alvöru,“ segir Una. „Því ef feðraveldið er til í að sitja bara og fylgjast með manni dúlla sér þá er maður ekki að gera nóg. Um leið og maður finnur að maður er að byrja að ógna og ögra þá hlýtur maður að vera gera eitthvað rétt því þá er maður að koma hreyfingu á umræðuna“. Hér má sjá siguratriði Skrekks í fyrra.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira