Enski boltinn

Fellaini: Ég er ekki óheiðarlegur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Olnbogarnir fá oft að fljúga hjá Fellaini.
Olnbogarnir fá oft að fljúga hjá Fellaini. vísir/getty
Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, segir að hann sé ekki óheiðarlegur leikmaður, en Howard Webb, fyrrum dómari á Englandi, skaut föstum skotum að Fellaini í vikunni.

„Það er eitt að láta til sín taka í leiknum en svo allt annað að vera fauti á vellinum,“ sagði Webb í vikunni eftir síðari leik Liverpool og Manchester United í Evrópudeildinni.

Sjá einnig - Webb um Fellaini: Hann er fauti

„Mér líkar ekki vel við að setja olnbogann í einhvern, ég er bara að verja sjálfan mig. Ég er ekki óheiðarlegur," sagði belgíski miðjumaðurinn við BBC og hélt áfram:

„Mér líkar vel við að vinna návígi mín þegar ég spila og hér á Englandi eru fullt af líkamlegum návígum. Svo ef þú vilt vinna leikinn verðuru að vera agressívur."

„Ég hef aldrei viljað meiða leikmann eða vera vondur, ég er ekki þannig, ég er bara að verja sjálfan mig," sagði Fellaini að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×