Stærsti grannaslagurinn í 45 ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2016 07:00 Frá leik Tottenham og Arsenal fyrr á tímabilinu. Vísir/Getty Það er stór dagur fram undan í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefst á Norður-Lundúnaslag Tottenham og Arsenal á White Hart Lane en í þetta sinn er meira en bara stoltið í slag þessara erkifjenda í húfi. Niðurstaðan getur haft mikil áhrif á titilbaráttu deildarinnar. Spútniklið Leicester er enn á toppi deildarinnar með dágóða forystu á næstu lið, þrátt fyrir að liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn West Brom í vikunni. Þrjú næstu lið á eftir – Tottenham, Arsenal og Manchester City – töpuðu nefnilega öll sínum leikjum. Tottenham er sem stendur þremur stigum á eftir Leicester en Arsenal, sem hefur unnið aðeins tvo af síðustu átta deildarleikjum sínum, er í þriðja sæti sex stigum á eftir.Taflinu snúið við „Þetta er stærsti Norður-Lundúnaslagur frá upphafi,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, í samtali við enska blaðið Daily Mail í vikunni. Það má færa rök fyrir því að slagurinn sé sá stærsti í að minnsta kosti 45 ár, en árið 1971 vann Arsenal titilinn með 1-0 sigri á White Hart Lane. Arsenal endurtók leikinn á sama velli árið 2004 en þá var liðið ósigrað allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 2-2 jafntefli þegar nokkrar umferðir voru óleiknar. Síðan þá hefur Arsenal ekki orðið Englandsmeistari á ný. Nú hefur taflinu verið snúið við. Tottenham á í fyrsta sinn í áraraðir góðan möguleika á titlinum en liðið hefur ekki orðið meistari síðan 1961 en síðan þá hafa erkifjendurnir rauðklæddu lyft meistarabikarnum sex sinnum. „Þetta er tímabilið sem getur breytt öllu,“ sagði Keown. „Þegar ég var að spila var Tottenham alltaf að reyna að koma í veg fyrir að við myndum vinna nokkuð. Það var það eina sem skipti þá máli.“ Hann segir að nú sé allt önnur staða komin upp. „Ef að þeir vinna þá gæti Tottenham endað fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn eftir að Arsene Wenger tók við og unnið deildina í þokkabót. Arsenal hefur reynt að vinna titilinn undanfarin tólf ár.“Harry Kane skorar á móti Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn eru ekki vélmenniTottenham missti af dauðafæri í vikunni til að tylla sér á topp deildarinnar eftir jafntefli Leicester. Þeir hvítklæddu töpuðu fyrir öðru Lundúnafélagi, West Ham, en stjórinn Mauricio Pochettino segir að það hafi aðeins verið slys og að leikmenn hans finni ekki fyrir neinni sérstakri pressu vegna þeirrar stöðu sem liðið er nú í. „Okkur leið betur þegar við höfðum greint leikinn morguninn eftir. Mér leið illa eftir leikinn en í dag er ég ánægður því leikmennirnir sýndu baráttuvilja,“ sagði Pochettino og benti á að síðastliðinn sunnudag átti Tottenham 34 marktilraunir gegn Swansea. „Swansea vann svo Arsenal [á miðvikudaginn]. Það er erfitt að útskýra svona lagað. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Leikmenn eru ekki vélmenni. Viðhorf okkar er rétt og baráttan í lagi.“Olivier Giroud.Vísir/GettyÍ of góðu sæti Arsenal-goðsögnin Thierry Henry hafði orð á því í skoðanapistli sínum í The Sun að hann hefði aldrei orðið var við jafn mikla gremju hjá stuðningsmönnum Arsenal og í 2-1 tapinu gegn Swansea í vikunni. „Hann hefur sínar skoðanir. En hann getur ekki sagt til um reiði áhorfenda því hann situr í bestu sætunum á vellinum,“ sagði Wenger og gerði lítið úr öllu saman. Hann hefur ekki áhyggjur af því að stuðningsmenn hafi snúið baki við liðinu, þrátt fyrir þrjá tapleiki í röð í öllum keppnum og minnkandi möguleika liðsins á langþráðum meistaratitli. „Stuðningsmennirnir munu ávallt styðja okkur. Ég hef engar áhyggjur af öðru, sérstaklega í þessum leik. Það er undir okkur komið að færa þeim meiri trú. Sjálfstraustið hefur orðið fyrir höggi hjá okkur. Eins og ávallt þá gerum við 98 prósent rétt en við þurfum að finna hin tvö prósentin.“ Takist Tottenham að leggja erkifjendur sína að velli í hádeginu í dag kemst liðið á topp deildarinnar, að minnsta kosti um stundarsakir en Leicester mætir Watford á útivelli klukkan 17.30. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Það er stór dagur fram undan í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefst á Norður-Lundúnaslag Tottenham og Arsenal á White Hart Lane en í þetta sinn er meira en bara stoltið í slag þessara erkifjenda í húfi. Niðurstaðan getur haft mikil áhrif á titilbaráttu deildarinnar. Spútniklið Leicester er enn á toppi deildarinnar með dágóða forystu á næstu lið, þrátt fyrir að liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn West Brom í vikunni. Þrjú næstu lið á eftir – Tottenham, Arsenal og Manchester City – töpuðu nefnilega öll sínum leikjum. Tottenham er sem stendur þremur stigum á eftir Leicester en Arsenal, sem hefur unnið aðeins tvo af síðustu átta deildarleikjum sínum, er í þriðja sæti sex stigum á eftir.Taflinu snúið við „Þetta er stærsti Norður-Lundúnaslagur frá upphafi,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, í samtali við enska blaðið Daily Mail í vikunni. Það má færa rök fyrir því að slagurinn sé sá stærsti í að minnsta kosti 45 ár, en árið 1971 vann Arsenal titilinn með 1-0 sigri á White Hart Lane. Arsenal endurtók leikinn á sama velli árið 2004 en þá var liðið ósigrað allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 2-2 jafntefli þegar nokkrar umferðir voru óleiknar. Síðan þá hefur Arsenal ekki orðið Englandsmeistari á ný. Nú hefur taflinu verið snúið við. Tottenham á í fyrsta sinn í áraraðir góðan möguleika á titlinum en liðið hefur ekki orðið meistari síðan 1961 en síðan þá hafa erkifjendurnir rauðklæddu lyft meistarabikarnum sex sinnum. „Þetta er tímabilið sem getur breytt öllu,“ sagði Keown. „Þegar ég var að spila var Tottenham alltaf að reyna að koma í veg fyrir að við myndum vinna nokkuð. Það var það eina sem skipti þá máli.“ Hann segir að nú sé allt önnur staða komin upp. „Ef að þeir vinna þá gæti Tottenham endað fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn eftir að Arsene Wenger tók við og unnið deildina í þokkabót. Arsenal hefur reynt að vinna titilinn undanfarin tólf ár.“Harry Kane skorar á móti Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn eru ekki vélmenniTottenham missti af dauðafæri í vikunni til að tylla sér á topp deildarinnar eftir jafntefli Leicester. Þeir hvítklæddu töpuðu fyrir öðru Lundúnafélagi, West Ham, en stjórinn Mauricio Pochettino segir að það hafi aðeins verið slys og að leikmenn hans finni ekki fyrir neinni sérstakri pressu vegna þeirrar stöðu sem liðið er nú í. „Okkur leið betur þegar við höfðum greint leikinn morguninn eftir. Mér leið illa eftir leikinn en í dag er ég ánægður því leikmennirnir sýndu baráttuvilja,“ sagði Pochettino og benti á að síðastliðinn sunnudag átti Tottenham 34 marktilraunir gegn Swansea. „Swansea vann svo Arsenal [á miðvikudaginn]. Það er erfitt að útskýra svona lagað. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Leikmenn eru ekki vélmenni. Viðhorf okkar er rétt og baráttan í lagi.“Olivier Giroud.Vísir/GettyÍ of góðu sæti Arsenal-goðsögnin Thierry Henry hafði orð á því í skoðanapistli sínum í The Sun að hann hefði aldrei orðið var við jafn mikla gremju hjá stuðningsmönnum Arsenal og í 2-1 tapinu gegn Swansea í vikunni. „Hann hefur sínar skoðanir. En hann getur ekki sagt til um reiði áhorfenda því hann situr í bestu sætunum á vellinum,“ sagði Wenger og gerði lítið úr öllu saman. Hann hefur ekki áhyggjur af því að stuðningsmenn hafi snúið baki við liðinu, þrátt fyrir þrjá tapleiki í röð í öllum keppnum og minnkandi möguleika liðsins á langþráðum meistaratitli. „Stuðningsmennirnir munu ávallt styðja okkur. Ég hef engar áhyggjur af öðru, sérstaklega í þessum leik. Það er undir okkur komið að færa þeim meiri trú. Sjálfstraustið hefur orðið fyrir höggi hjá okkur. Eins og ávallt þá gerum við 98 prósent rétt en við þurfum að finna hin tvö prósentin.“ Takist Tottenham að leggja erkifjendur sína að velli í hádeginu í dag kemst liðið á topp deildarinnar, að minnsta kosti um stundarsakir en Leicester mætir Watford á útivelli klukkan 17.30.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira