Stærsti grannaslagurinn í 45 ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2016 07:00 Frá leik Tottenham og Arsenal fyrr á tímabilinu. Vísir/Getty Það er stór dagur fram undan í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefst á Norður-Lundúnaslag Tottenham og Arsenal á White Hart Lane en í þetta sinn er meira en bara stoltið í slag þessara erkifjenda í húfi. Niðurstaðan getur haft mikil áhrif á titilbaráttu deildarinnar. Spútniklið Leicester er enn á toppi deildarinnar með dágóða forystu á næstu lið, þrátt fyrir að liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn West Brom í vikunni. Þrjú næstu lið á eftir – Tottenham, Arsenal og Manchester City – töpuðu nefnilega öll sínum leikjum. Tottenham er sem stendur þremur stigum á eftir Leicester en Arsenal, sem hefur unnið aðeins tvo af síðustu átta deildarleikjum sínum, er í þriðja sæti sex stigum á eftir.Taflinu snúið við „Þetta er stærsti Norður-Lundúnaslagur frá upphafi,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, í samtali við enska blaðið Daily Mail í vikunni. Það má færa rök fyrir því að slagurinn sé sá stærsti í að minnsta kosti 45 ár, en árið 1971 vann Arsenal titilinn með 1-0 sigri á White Hart Lane. Arsenal endurtók leikinn á sama velli árið 2004 en þá var liðið ósigrað allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 2-2 jafntefli þegar nokkrar umferðir voru óleiknar. Síðan þá hefur Arsenal ekki orðið Englandsmeistari á ný. Nú hefur taflinu verið snúið við. Tottenham á í fyrsta sinn í áraraðir góðan möguleika á titlinum en liðið hefur ekki orðið meistari síðan 1961 en síðan þá hafa erkifjendurnir rauðklæddu lyft meistarabikarnum sex sinnum. „Þetta er tímabilið sem getur breytt öllu,“ sagði Keown. „Þegar ég var að spila var Tottenham alltaf að reyna að koma í veg fyrir að við myndum vinna nokkuð. Það var það eina sem skipti þá máli.“ Hann segir að nú sé allt önnur staða komin upp. „Ef að þeir vinna þá gæti Tottenham endað fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn eftir að Arsene Wenger tók við og unnið deildina í þokkabót. Arsenal hefur reynt að vinna titilinn undanfarin tólf ár.“Harry Kane skorar á móti Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn eru ekki vélmenniTottenham missti af dauðafæri í vikunni til að tylla sér á topp deildarinnar eftir jafntefli Leicester. Þeir hvítklæddu töpuðu fyrir öðru Lundúnafélagi, West Ham, en stjórinn Mauricio Pochettino segir að það hafi aðeins verið slys og að leikmenn hans finni ekki fyrir neinni sérstakri pressu vegna þeirrar stöðu sem liðið er nú í. „Okkur leið betur þegar við höfðum greint leikinn morguninn eftir. Mér leið illa eftir leikinn en í dag er ég ánægður því leikmennirnir sýndu baráttuvilja,“ sagði Pochettino og benti á að síðastliðinn sunnudag átti Tottenham 34 marktilraunir gegn Swansea. „Swansea vann svo Arsenal [á miðvikudaginn]. Það er erfitt að útskýra svona lagað. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Leikmenn eru ekki vélmenni. Viðhorf okkar er rétt og baráttan í lagi.“Olivier Giroud.Vísir/GettyÍ of góðu sæti Arsenal-goðsögnin Thierry Henry hafði orð á því í skoðanapistli sínum í The Sun að hann hefði aldrei orðið var við jafn mikla gremju hjá stuðningsmönnum Arsenal og í 2-1 tapinu gegn Swansea í vikunni. „Hann hefur sínar skoðanir. En hann getur ekki sagt til um reiði áhorfenda því hann situr í bestu sætunum á vellinum,“ sagði Wenger og gerði lítið úr öllu saman. Hann hefur ekki áhyggjur af því að stuðningsmenn hafi snúið baki við liðinu, þrátt fyrir þrjá tapleiki í röð í öllum keppnum og minnkandi möguleika liðsins á langþráðum meistaratitli. „Stuðningsmennirnir munu ávallt styðja okkur. Ég hef engar áhyggjur af öðru, sérstaklega í þessum leik. Það er undir okkur komið að færa þeim meiri trú. Sjálfstraustið hefur orðið fyrir höggi hjá okkur. Eins og ávallt þá gerum við 98 prósent rétt en við þurfum að finna hin tvö prósentin.“ Takist Tottenham að leggja erkifjendur sína að velli í hádeginu í dag kemst liðið á topp deildarinnar, að minnsta kosti um stundarsakir en Leicester mætir Watford á útivelli klukkan 17.30. Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Það er stór dagur fram undan í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefst á Norður-Lundúnaslag Tottenham og Arsenal á White Hart Lane en í þetta sinn er meira en bara stoltið í slag þessara erkifjenda í húfi. Niðurstaðan getur haft mikil áhrif á titilbaráttu deildarinnar. Spútniklið Leicester er enn á toppi deildarinnar með dágóða forystu á næstu lið, þrátt fyrir að liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn West Brom í vikunni. Þrjú næstu lið á eftir – Tottenham, Arsenal og Manchester City – töpuðu nefnilega öll sínum leikjum. Tottenham er sem stendur þremur stigum á eftir Leicester en Arsenal, sem hefur unnið aðeins tvo af síðustu átta deildarleikjum sínum, er í þriðja sæti sex stigum á eftir.Taflinu snúið við „Þetta er stærsti Norður-Lundúnaslagur frá upphafi,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, í samtali við enska blaðið Daily Mail í vikunni. Það má færa rök fyrir því að slagurinn sé sá stærsti í að minnsta kosti 45 ár, en árið 1971 vann Arsenal titilinn með 1-0 sigri á White Hart Lane. Arsenal endurtók leikinn á sama velli árið 2004 en þá var liðið ósigrað allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 2-2 jafntefli þegar nokkrar umferðir voru óleiknar. Síðan þá hefur Arsenal ekki orðið Englandsmeistari á ný. Nú hefur taflinu verið snúið við. Tottenham á í fyrsta sinn í áraraðir góðan möguleika á titlinum en liðið hefur ekki orðið meistari síðan 1961 en síðan þá hafa erkifjendurnir rauðklæddu lyft meistarabikarnum sex sinnum. „Þetta er tímabilið sem getur breytt öllu,“ sagði Keown. „Þegar ég var að spila var Tottenham alltaf að reyna að koma í veg fyrir að við myndum vinna nokkuð. Það var það eina sem skipti þá máli.“ Hann segir að nú sé allt önnur staða komin upp. „Ef að þeir vinna þá gæti Tottenham endað fyrir ofan Arsenal í fyrsta sinn eftir að Arsene Wenger tók við og unnið deildina í þokkabót. Arsenal hefur reynt að vinna titilinn undanfarin tólf ár.“Harry Kane skorar á móti Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn eru ekki vélmenniTottenham missti af dauðafæri í vikunni til að tylla sér á topp deildarinnar eftir jafntefli Leicester. Þeir hvítklæddu töpuðu fyrir öðru Lundúnafélagi, West Ham, en stjórinn Mauricio Pochettino segir að það hafi aðeins verið slys og að leikmenn hans finni ekki fyrir neinni sérstakri pressu vegna þeirrar stöðu sem liðið er nú í. „Okkur leið betur þegar við höfðum greint leikinn morguninn eftir. Mér leið illa eftir leikinn en í dag er ég ánægður því leikmennirnir sýndu baráttuvilja,“ sagði Pochettino og benti á að síðastliðinn sunnudag átti Tottenham 34 marktilraunir gegn Swansea. „Swansea vann svo Arsenal [á miðvikudaginn]. Það er erfitt að útskýra svona lagað. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Leikmenn eru ekki vélmenni. Viðhorf okkar er rétt og baráttan í lagi.“Olivier Giroud.Vísir/GettyÍ of góðu sæti Arsenal-goðsögnin Thierry Henry hafði orð á því í skoðanapistli sínum í The Sun að hann hefði aldrei orðið var við jafn mikla gremju hjá stuðningsmönnum Arsenal og í 2-1 tapinu gegn Swansea í vikunni. „Hann hefur sínar skoðanir. En hann getur ekki sagt til um reiði áhorfenda því hann situr í bestu sætunum á vellinum,“ sagði Wenger og gerði lítið úr öllu saman. Hann hefur ekki áhyggjur af því að stuðningsmenn hafi snúið baki við liðinu, þrátt fyrir þrjá tapleiki í röð í öllum keppnum og minnkandi möguleika liðsins á langþráðum meistaratitli. „Stuðningsmennirnir munu ávallt styðja okkur. Ég hef engar áhyggjur af öðru, sérstaklega í þessum leik. Það er undir okkur komið að færa þeim meiri trú. Sjálfstraustið hefur orðið fyrir höggi hjá okkur. Eins og ávallt þá gerum við 98 prósent rétt en við þurfum að finna hin tvö prósentin.“ Takist Tottenham að leggja erkifjendur sína að velli í hádeginu í dag kemst liðið á topp deildarinnar, að minnsta kosti um stundarsakir en Leicester mætir Watford á útivelli klukkan 17.30.
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira