Enski boltinn

Jóhann Berg og félagar í erfiðri stöðu þrátt fyrir sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg og félagar eru í erfiðri stöðu.
Jóhann Berg og félagar eru í erfiðri stöðu. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Charlton Athletic sem vann mikilvægan 1-2 sigur á Brentford í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Charlton þurfti svo sannarlega á þremur stigum að halda í dag en þrátt fyrir sigurinn er liðið sjö stigum frá öruggu sæti þegar ellefu umferðum er ólokið.

Callum Harriott skoraði bæði mörk Charlton sem var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff City sem vann 0-2 útisigur á Bristol City fyrr í dag.

Þá var Eggert Gunnþór Jónsson á sínum stað í byrjunarliði Fleetwood Town sem gerði 2-2 jafntefli við Sheffield United í C-deildinni.

Eggert og félagar hafa náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum og halda áfram að fjarlægjast fallsætin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×