Gylfi Þór sagður ein helsta ástæða þess að Swansea mun halda sér uppi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2016 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarkinu með stæl á móti Norwich. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn á árinu 2016 þegar hann tryggði Swansea sigur gegn Norwich, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Gylfi Þór er nú búinn að skora sex mörk í síðustu tíu leikjum og í heildina átta mörk. Hann er markahæstur í Swansea-liðinu ásamt Andre Ayew.Sjá einnig:Gylfi í liði vikunnar á BBC Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið lang besti leikmaður Swansea á nýju ári eftir að hafa nokkuð hægt um sig fram að áramótum. Stjórabreytingin hefur farið vel í hann, en Gylfi er að blómstra undir stjórn Alan Curtis og Francesco Guidolin. Á fréttavefnum Wales Online, sem fylgist vel með Swansea-liðinu í ensku úrvalsdeildinni, er farið ítarlega yfir fallbaráttu Swansea í skemmtilegri grein, en liðið er nú níu stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir.Töfratölurnar Fallbaráttan er teiknuð upp með helstu tölunum sem skipta máli fyrir Gylfa Þór og félaga, en þar er byrjað á því að benda á töluna 9 í ljósi þess að Swansea er níu stigum frá falli. Talan 28 táknar að Newcastle, sem er í harðri fallbaráttu við Swansea, hefur spilað einum leik minna en leikurinn sem liðið á til góða er reyndar á móti Manchester City. Talan 38 er til merkis um stigafjöldann sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur sagt að sé nóg að safna í deildinni að þessu sinni til að halda sér uppi. Stóri Sam hefur aldrei fallið og ætti því að vita um hvað hann er að tala. Swansea þarf því aðeins fimm stig í síðustu níu leikjum liðsins, ef marka má Allardyce.Gylfi Þór og Jack Cork hlupu manna mest.vísir/gettyBestur á vellinum Þá er komið að tölunni 23 en hún táknar númerið sem Gylfi Þór Sigurðsson ber á bakinu. „Númer 23 hjá Swansea, Gylfi Sigurðsson, var lang besti maður vallarins,“ segir í greininni. „Þetta er sjötta markið hans í síðustu tíu leikjum en í heildina er hann búinn að skora átta mörk. Það var samt heildarframmistaða hans sem var svo góð, meira að segja í daufum fyrri hálfleik.“ „Enginn leikmaður kom oftar við boltann en Gylfi (74 sinnum) sem sýnir áhrif hans á vellinum. Hann gaf líka fleiri sendingar (61) en nokkur annar leikmaður og átti fleiri skot en allir leikmenn Norwich. Hann sinnti einnig skítavinnunni og vann fimm tæklingar,“ segir í umsögn um Gylfa Þór. Íslenski landsliðsmaðurinn kemur einnig fyrir þegar dregin er upp talan 12,2 sem táknar kílómetrafjöldann sem Jack Cork, félagi Gylfa á miðjunni, hljóp í leiknum. Gylfi Þór hljóp næst mest eða 11,3 kílómetra. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi hetja Swansea í fallslagnum | Sjáðu markið Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Norwich City í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. 5. mars 2016 16:45 Viðurkenna ekki stoðsendinguna hans Gylfa á móti Arsenal Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið maðurinn á bak við tvö sigurmörk Swansea á síðustu fjórum dögum en velska liðið fór langt með að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sigurleikjum á móti Arsenal og Norwich. 6. mars 2016 14:00 Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan sigur á Norwich í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 6. mars 2016 10:13 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn á árinu 2016 þegar hann tryggði Swansea sigur gegn Norwich, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Gylfi Þór er nú búinn að skora sex mörk í síðustu tíu leikjum og í heildina átta mörk. Hann er markahæstur í Swansea-liðinu ásamt Andre Ayew.Sjá einnig:Gylfi í liði vikunnar á BBC Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið lang besti leikmaður Swansea á nýju ári eftir að hafa nokkuð hægt um sig fram að áramótum. Stjórabreytingin hefur farið vel í hann, en Gylfi er að blómstra undir stjórn Alan Curtis og Francesco Guidolin. Á fréttavefnum Wales Online, sem fylgist vel með Swansea-liðinu í ensku úrvalsdeildinni, er farið ítarlega yfir fallbaráttu Swansea í skemmtilegri grein, en liðið er nú níu stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir.Töfratölurnar Fallbaráttan er teiknuð upp með helstu tölunum sem skipta máli fyrir Gylfa Þór og félaga, en þar er byrjað á því að benda á töluna 9 í ljósi þess að Swansea er níu stigum frá falli. Talan 28 táknar að Newcastle, sem er í harðri fallbaráttu við Swansea, hefur spilað einum leik minna en leikurinn sem liðið á til góða er reyndar á móti Manchester City. Talan 38 er til merkis um stigafjöldann sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur sagt að sé nóg að safna í deildinni að þessu sinni til að halda sér uppi. Stóri Sam hefur aldrei fallið og ætti því að vita um hvað hann er að tala. Swansea þarf því aðeins fimm stig í síðustu níu leikjum liðsins, ef marka má Allardyce.Gylfi Þór og Jack Cork hlupu manna mest.vísir/gettyBestur á vellinum Þá er komið að tölunni 23 en hún táknar númerið sem Gylfi Þór Sigurðsson ber á bakinu. „Númer 23 hjá Swansea, Gylfi Sigurðsson, var lang besti maður vallarins,“ segir í greininni. „Þetta er sjötta markið hans í síðustu tíu leikjum en í heildina er hann búinn að skora átta mörk. Það var samt heildarframmistaða hans sem var svo góð, meira að segja í daufum fyrri hálfleik.“ „Enginn leikmaður kom oftar við boltann en Gylfi (74 sinnum) sem sýnir áhrif hans á vellinum. Hann gaf líka fleiri sendingar (61) en nokkur annar leikmaður og átti fleiri skot en allir leikmenn Norwich. Hann sinnti einnig skítavinnunni og vann fimm tæklingar,“ segir í umsögn um Gylfa Þór. Íslenski landsliðsmaðurinn kemur einnig fyrir þegar dregin er upp talan 12,2 sem táknar kílómetrafjöldann sem Jack Cork, félagi Gylfa á miðjunni, hljóp í leiknum. Gylfi Þór hljóp næst mest eða 11,3 kílómetra.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi hetja Swansea í fallslagnum | Sjáðu markið Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Norwich City í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. 5. mars 2016 16:45 Viðurkenna ekki stoðsendinguna hans Gylfa á móti Arsenal Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið maðurinn á bak við tvö sigurmörk Swansea á síðustu fjórum dögum en velska liðið fór langt með að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sigurleikjum á móti Arsenal og Norwich. 6. mars 2016 14:00 Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan sigur á Norwich í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 6. mars 2016 10:13 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Gylfi hetja Swansea í fallslagnum | Sjáðu markið Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Norwich City í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. 5. mars 2016 16:45
Viðurkenna ekki stoðsendinguna hans Gylfa á móti Arsenal Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið maðurinn á bak við tvö sigurmörk Swansea á síðustu fjórum dögum en velska liðið fór langt með að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sigurleikjum á móti Arsenal og Norwich. 6. mars 2016 14:00
Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan sigur á Norwich í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 6. mars 2016 10:13