Enski boltinn

Mata baðst afsökunar á rauða spjaldinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í 1-0 tapi liðsins gegn West Brom í gær.

Mata fékk tvær áminningar með stuttu millibili í fyrri hálfleik og fékk þá að líta rauða spjaldið í fyrsta sinn á ferlinum.

„Eftir næstum 500 leiki sem atvinnumaður var ég í fyrsta sinn rekinn út af á sunnudaginn. Það er ekki auðvelt fyrir mig að rita þessar línur, eins og þið getið ímyndað ykkur,“ skrifaði Mata á bloggsíðu sína.

Sjá einnig: United-mönnum kippt niður á jörðina

Hann segir enn fremur að hann telji að báðar áminningarnar sem hann fékk hafi verið harkalegar. „Maður hefur margoft séð að mönnum er ekki refsað á þennan hátt fyrir alvarlegri brot. En að sama skapi hefði ég vel getað komið mér undan þeim og ég tek fulla ábyrgð á mínum gjörðum.“

Hann segir að honum líði sérlega illa vegna þeirra stuðningsmanna United sem lögðu á sig langt ferðalag til að koma á leikinn.

„En ég verð að halda ótrauður áfram eins og alltaf og ég er strax byrjaður að hugsa um næsta leik, gegn Liverpool í Evrópudeildinni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×