Vill Grafarvog sem sjálfstætt sveitarfélag: Segir hverfinu stjórnað af mönnum í Borgartúni sem hafa jafnvel ekki komið þangað Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2016 10:23 Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi vill að hverfið verði sjálfstætt sveitarfélag. Ef af yrði þá yrði Grafarvogur fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sautján þúsund íbúa. Vill formaðurinn meina að þjónustan yrði betri og hægt yrði að halda útsvarsgreiðslum íbúa í sjálfstæðu sveitarfélagi Grafarvogs lægri en í Reykjavíkurborg. Þetta sagði formaðurinn Emil Örn Kristjánsson í viðtali við Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar gantaðist Emil Örn með það að vera sjálftitlaður bæjarstjóri í Grafarvogi en hann sagði Sjálfstæðisfélagið í hverfinu vera eina pólitíska aflið þar sem lætur sig málefni Grafarvogs varða. Hann sagði Grafarvogi stjórnað af mönnunum á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni sem séu í engri nánd við hverfið og sem hafi jafnvel aldrei komið þangað. Hefur félagið haldið tvo fundi, annars vegar með Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, og Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, þar sem þau fóru yfir kosti þess að búa í minna sveitarfélagi. „Reykjavík er illa rekið sveitarfélag. Hún er bákn. Þeir sem stjórna borginni eru ekki neinni nánd við íbúa. Borgin er stórskuldug og í öllum skoðanakönnunum skorar Reykjavík lágt í ánægjuvoginni,“ sagði Emil Örn og nefndi sem dæmi að sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, Mosfellsbær, Garðabær og Seltjarnarnes, séu vel rekin, fjárhagsstaðan góð og skora hátt í ánægjuvoginni. Hann sagðist gera ráð fyrir að gera þyrfti lagabreytingu svo Grafarvogur geti orðið sjálfstætt sveitarfélag en það sé vandamál sem hægt sé að leysa. Spurður hvort að öflugri hverfaráð yrði ekki betri lausn fyrir Grafarvog sagði hann núverandi fyrirkomulag þeirra handónýtt. Ef þau fái ekki aukið vald verður hreinlega að leggja þau niður. Hægt er að hlusta á viðtali við Emil Örn í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 "Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi vill að hverfið verði sjálfstætt sveitarfélag. Ef af yrði þá yrði Grafarvogur fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sautján þúsund íbúa. Vill formaðurinn meina að þjónustan yrði betri og hægt yrði að halda útsvarsgreiðslum íbúa í sjálfstæðu sveitarfélagi Grafarvogs lægri en í Reykjavíkurborg. Þetta sagði formaðurinn Emil Örn Kristjánsson í viðtali við Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar gantaðist Emil Örn með það að vera sjálftitlaður bæjarstjóri í Grafarvogi en hann sagði Sjálfstæðisfélagið í hverfinu vera eina pólitíska aflið þar sem lætur sig málefni Grafarvogs varða. Hann sagði Grafarvogi stjórnað af mönnunum á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni sem séu í engri nánd við hverfið og sem hafi jafnvel aldrei komið þangað. Hefur félagið haldið tvo fundi, annars vegar með Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, og Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, þar sem þau fóru yfir kosti þess að búa í minna sveitarfélagi. „Reykjavík er illa rekið sveitarfélag. Hún er bákn. Þeir sem stjórna borginni eru ekki neinni nánd við íbúa. Borgin er stórskuldug og í öllum skoðanakönnunum skorar Reykjavík lágt í ánægjuvoginni,“ sagði Emil Örn og nefndi sem dæmi að sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, Mosfellsbær, Garðabær og Seltjarnarnes, séu vel rekin, fjárhagsstaðan góð og skora hátt í ánægjuvoginni. Hann sagðist gera ráð fyrir að gera þyrfti lagabreytingu svo Grafarvogur geti orðið sjálfstætt sveitarfélag en það sé vandamál sem hægt sé að leysa. Spurður hvort að öflugri hverfaráð yrði ekki betri lausn fyrir Grafarvog sagði hann núverandi fyrirkomulag þeirra handónýtt. Ef þau fái ekki aukið vald verður hreinlega að leggja þau niður. Hægt er að hlusta á viðtali við Emil Örn í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 "Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00
"Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24