"Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2013 21:24 Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. „Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi," sagði Emil Örn meðal annars í pistli sínum. Emil segist ósáttur við að öll umræða um opinn fund borgarstjóra með íbúum Grafarvogs hafi snúist um Sigurð Harðarson, sem gagnrýndi borgarstjóra harðlega á fundinum, og þá staðreynd að Sigurður sitji í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. „Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess," segir Emil Örn. Pistillinn vakti töluverða athygli á Vísi í dag. Fjölmargir hafa tjáð sig um pistilinn í ummælakerfinu en athygli flestra beinist að þeirri staðreynd að Emil Örn kallar borgarstjórann, best þekktan sem Jón Gnarr, Jón Gunnar Kristinsson. Emil Örn hefur svarað nokkrum gagnrýnendum í ummælakerfinu og viðurkennt mistök af sinni hálfu. „Ég hélt reyndar að Gnarr væri ek. gælunafn og fannst ég ekki þekkja borgarstjórann nógu vel til þess að nota það. Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn... mín mistök," segir í einu svara Emils Arnar. Þá spyr einn lesanda Vísis hvað Emil gangi til með því að kalla Jón Gnarr ekki sínu rétta nafni? Spyr hún hvort ekki sé um að ræða einn angann af eineltinu. Það sé siðlaust með öllu. „Gersamlega siðlaust, Benedikta... að kalla mann sem var skírður Gunnar Gunnar er náttúrulega siðlaust með öllu. Siðlausara en að ljúga upp á fólk ofbeldi og einelti og hvað það nú heitir allt saman..." Þá verður einum lesenda Vísis á og kallar Emil Örn, Emil Arnar, sem Emil kippir sér þó ekki upp við. „Ég heiti reyndar Emil Örn en ekki Emil Arnar... en ég sé enga ástæðu til þess að æsa mig upp yfir því..." Jón Gnarr var nefndur Jón Gunnar Kristinsson. Hann hefur þó breytt nafni sínu og er í dag skráður í þjóðskrá Jón Gnarr Kristinsson. Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. „Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi," sagði Emil Örn meðal annars í pistli sínum. Emil segist ósáttur við að öll umræða um opinn fund borgarstjóra með íbúum Grafarvogs hafi snúist um Sigurð Harðarson, sem gagnrýndi borgarstjóra harðlega á fundinum, og þá staðreynd að Sigurður sitji í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. „Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess," segir Emil Örn. Pistillinn vakti töluverða athygli á Vísi í dag. Fjölmargir hafa tjáð sig um pistilinn í ummælakerfinu en athygli flestra beinist að þeirri staðreynd að Emil Örn kallar borgarstjórann, best þekktan sem Jón Gnarr, Jón Gunnar Kristinsson. Emil Örn hefur svarað nokkrum gagnrýnendum í ummælakerfinu og viðurkennt mistök af sinni hálfu. „Ég hélt reyndar að Gnarr væri ek. gælunafn og fannst ég ekki þekkja borgarstjórann nógu vel til þess að nota það. Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn... mín mistök," segir í einu svara Emils Arnar. Þá spyr einn lesanda Vísis hvað Emil gangi til með því að kalla Jón Gnarr ekki sínu rétta nafni? Spyr hún hvort ekki sé um að ræða einn angann af eineltinu. Það sé siðlaust með öllu. „Gersamlega siðlaust, Benedikta... að kalla mann sem var skírður Gunnar Gunnar er náttúrulega siðlaust með öllu. Siðlausara en að ljúga upp á fólk ofbeldi og einelti og hvað það nú heitir allt saman..." Þá verður einum lesenda Vísis á og kallar Emil Örn, Emil Arnar, sem Emil kippir sér þó ekki upp við. „Ég heiti reyndar Emil Örn en ekki Emil Arnar... en ég sé enga ástæðu til þess að æsa mig upp yfir því..." Jón Gnarr var nefndur Jón Gunnar Kristinsson. Hann hefur þó breytt nafni sínu og er í dag skráður í þjóðskrá Jón Gnarr Kristinsson.
Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00