Af meintu einelti og ofbeldi Emil Örn Kristjánsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. Það sem helst virðist hafa farið fyrir brjóstið á borgarstjóranum, og reyndar fleirum, er að einum fundarmanna varð það á að viðhafa orðið „hyski" um borgarstjórann og fylgisfólk hans. Í framhaldi af því að borgarstjóri, á fasbókarsíðu sinni, kvartaði undan því að hafa orðið fyrir téðu einelti og ofbeldi hafa ýmsir farið hamförum og ekki sparað Sigurði Harðarsyni, þeim sem beitti orðinu „hyski", gífuryrðin og farið langt fram úr honum í notkun fúk- og gífuryrða. Vekur það óneitanlega spurningar um það hversu heilagur og ósnertanlegur Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri hlýtur að vera hjá sauðtryggum aðdáendum og hversu vanheilagir og réttdræpir þeir eru, í þeirra augum, sem leyfa sér að gagnrýna hann á opinberum vettvangi. Sigurður hefur reyndar beðist afsökunar á orðalagi sínu og er hann maður að meiri á eftir. Nú vill svo til að víða í Grafarvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgarstjórnar í hverfinu, sérstaklega í skólamálum. Foreldrar grunnskólabarna í hverfinu hafa ítrekað reynt að fá embættismenn borgarinnar til umræðu um þær breytingar sem á síðasta ári var þvingað upp á íbúa án nokkurs samráðs, en án árangurs. Það er því ekki að undra þótt hvíni í þegar Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri mætir drjúgur á svip og talar fjálglega um „íbúalýðræði" þegar ráðstafa á einhverjum 2.000 krónum eða svo á mann í umhverfisverkefni. Flestum Grafarvogsbúum blöskrar nefnilega þegar þeir verða vitni að slíkum tvískinnungi.Ekki pólitískur fundur Fréttamiðlar þreyttust heldur ekki á því að tíunda þá staðreynd að nefndur Sigurður er stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hefur öll umræðan síðan snúist að mestu leyti um að hér hafi sjálfstæðismaður verið að tala. Það hafa hins vegar fáir orðið til þess að nefna að margnefndur fundur var ekki pólitískur fundur sem slíkur. Þetta var opinn fundur borgarstjóra með borgarbúum. Grafarvogsbúar sem þarna mættu voru því ekki mættir þar sem fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem þeir kunna að tilheyra, hvort heldur það er Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn eða eitthvað annað, heldur sem íbúar í sínu hverfi. Og nú sl. föstudag var Sigurður Harðarson sagður formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Það er reyndar ekki rétt því það vill til að undirritaður er formaður þess ágæta félags og hefur um árabil átt gott samstarf við Sigurð á þeim vettvangi. Hins vegar var Sigurður mættur, eins og svo margir aðrir, sem foreldri grunnskólabarna sem honum þykir borgaryfirvöld hafa brotið á og er orðinn langþreyttur á því að reyna árangurslaust að ræða þau mál við yfirvöld. Mér þykir það skjóta skökku við að heyra það fólk tuða af mikilli vandlætingu um að hafa verið kallað hyski, sem rak ögrandi kosningabaráttu með fúkyrðum á við „gefum fávitunum frí" og „allt fyrir aumingja". Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. Það sem helst virðist hafa farið fyrir brjóstið á borgarstjóranum, og reyndar fleirum, er að einum fundarmanna varð það á að viðhafa orðið „hyski" um borgarstjórann og fylgisfólk hans. Í framhaldi af því að borgarstjóri, á fasbókarsíðu sinni, kvartaði undan því að hafa orðið fyrir téðu einelti og ofbeldi hafa ýmsir farið hamförum og ekki sparað Sigurði Harðarsyni, þeim sem beitti orðinu „hyski", gífuryrðin og farið langt fram úr honum í notkun fúk- og gífuryrða. Vekur það óneitanlega spurningar um það hversu heilagur og ósnertanlegur Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri hlýtur að vera hjá sauðtryggum aðdáendum og hversu vanheilagir og réttdræpir þeir eru, í þeirra augum, sem leyfa sér að gagnrýna hann á opinberum vettvangi. Sigurður hefur reyndar beðist afsökunar á orðalagi sínu og er hann maður að meiri á eftir. Nú vill svo til að víða í Grafarvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgarstjórnar í hverfinu, sérstaklega í skólamálum. Foreldrar grunnskólabarna í hverfinu hafa ítrekað reynt að fá embættismenn borgarinnar til umræðu um þær breytingar sem á síðasta ári var þvingað upp á íbúa án nokkurs samráðs, en án árangurs. Það er því ekki að undra þótt hvíni í þegar Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri mætir drjúgur á svip og talar fjálglega um „íbúalýðræði" þegar ráðstafa á einhverjum 2.000 krónum eða svo á mann í umhverfisverkefni. Flestum Grafarvogsbúum blöskrar nefnilega þegar þeir verða vitni að slíkum tvískinnungi.Ekki pólitískur fundur Fréttamiðlar þreyttust heldur ekki á því að tíunda þá staðreynd að nefndur Sigurður er stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hefur öll umræðan síðan snúist að mestu leyti um að hér hafi sjálfstæðismaður verið að tala. Það hafa hins vegar fáir orðið til þess að nefna að margnefndur fundur var ekki pólitískur fundur sem slíkur. Þetta var opinn fundur borgarstjóra með borgarbúum. Grafarvogsbúar sem þarna mættu voru því ekki mættir þar sem fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem þeir kunna að tilheyra, hvort heldur það er Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn eða eitthvað annað, heldur sem íbúar í sínu hverfi. Og nú sl. föstudag var Sigurður Harðarson sagður formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Það er reyndar ekki rétt því það vill til að undirritaður er formaður þess ágæta félags og hefur um árabil átt gott samstarf við Sigurð á þeim vettvangi. Hins vegar var Sigurður mættur, eins og svo margir aðrir, sem foreldri grunnskólabarna sem honum þykir borgaryfirvöld hafa brotið á og er orðinn langþreyttur á því að reyna árangurslaust að ræða þau mál við yfirvöld. Mér þykir það skjóta skökku við að heyra það fólk tuða af mikilli vandlætingu um að hafa verið kallað hyski, sem rak ögrandi kosningabaráttu með fúkyrðum á við „gefum fávitunum frí" og „allt fyrir aumingja". Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun