Vill Grafarvog sem sjálfstætt sveitarfélag: Segir hverfinu stjórnað af mönnum í Borgartúni sem hafa jafnvel ekki komið þangað Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2016 10:23 Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi vill að hverfið verði sjálfstætt sveitarfélag. Ef af yrði þá yrði Grafarvogur fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sautján þúsund íbúa. Vill formaðurinn meina að þjónustan yrði betri og hægt yrði að halda útsvarsgreiðslum íbúa í sjálfstæðu sveitarfélagi Grafarvogs lægri en í Reykjavíkurborg. Þetta sagði formaðurinn Emil Örn Kristjánsson í viðtali við Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar gantaðist Emil Örn með það að vera sjálftitlaður bæjarstjóri í Grafarvogi en hann sagði Sjálfstæðisfélagið í hverfinu vera eina pólitíska aflið þar sem lætur sig málefni Grafarvogs varða. Hann sagði Grafarvogi stjórnað af mönnunum á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni sem séu í engri nánd við hverfið og sem hafi jafnvel aldrei komið þangað. Hefur félagið haldið tvo fundi, annars vegar með Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, og Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, þar sem þau fóru yfir kosti þess að búa í minna sveitarfélagi. „Reykjavík er illa rekið sveitarfélag. Hún er bákn. Þeir sem stjórna borginni eru ekki neinni nánd við íbúa. Borgin er stórskuldug og í öllum skoðanakönnunum skorar Reykjavík lágt í ánægjuvoginni,“ sagði Emil Örn og nefndi sem dæmi að sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, Mosfellsbær, Garðabær og Seltjarnarnes, séu vel rekin, fjárhagsstaðan góð og skora hátt í ánægjuvoginni. Hann sagðist gera ráð fyrir að gera þyrfti lagabreytingu svo Grafarvogur geti orðið sjálfstætt sveitarfélag en það sé vandamál sem hægt sé að leysa. Spurður hvort að öflugri hverfaráð yrði ekki betri lausn fyrir Grafarvog sagði hann núverandi fyrirkomulag þeirra handónýtt. Ef þau fái ekki aukið vald verður hreinlega að leggja þau niður. Hægt er að hlusta á viðtali við Emil Örn í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 "Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi vill að hverfið verði sjálfstætt sveitarfélag. Ef af yrði þá yrði Grafarvogur fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sautján þúsund íbúa. Vill formaðurinn meina að þjónustan yrði betri og hægt yrði að halda útsvarsgreiðslum íbúa í sjálfstæðu sveitarfélagi Grafarvogs lægri en í Reykjavíkurborg. Þetta sagði formaðurinn Emil Örn Kristjánsson í viðtali við Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar gantaðist Emil Örn með það að vera sjálftitlaður bæjarstjóri í Grafarvogi en hann sagði Sjálfstæðisfélagið í hverfinu vera eina pólitíska aflið þar sem lætur sig málefni Grafarvogs varða. Hann sagði Grafarvogi stjórnað af mönnunum á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni sem séu í engri nánd við hverfið og sem hafi jafnvel aldrei komið þangað. Hefur félagið haldið tvo fundi, annars vegar með Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, og Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, þar sem þau fóru yfir kosti þess að búa í minna sveitarfélagi. „Reykjavík er illa rekið sveitarfélag. Hún er bákn. Þeir sem stjórna borginni eru ekki neinni nánd við íbúa. Borgin er stórskuldug og í öllum skoðanakönnunum skorar Reykjavík lágt í ánægjuvoginni,“ sagði Emil Örn og nefndi sem dæmi að sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, Mosfellsbær, Garðabær og Seltjarnarnes, séu vel rekin, fjárhagsstaðan góð og skora hátt í ánægjuvoginni. Hann sagðist gera ráð fyrir að gera þyrfti lagabreytingu svo Grafarvogur geti orðið sjálfstætt sveitarfélag en það sé vandamál sem hægt sé að leysa. Spurður hvort að öflugri hverfaráð yrði ekki betri lausn fyrir Grafarvog sagði hann núverandi fyrirkomulag þeirra handónýtt. Ef þau fái ekki aukið vald verður hreinlega að leggja þau niður. Hægt er að hlusta á viðtali við Emil Örn í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 "Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00
"Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 7. febrúar 2013 21:24