Innlent

Kári Örn Hinriksson látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Örn Hinriksson.
Kári Örn Hinriksson.
Kári Örn Hinriksson, Mosfellingur, afrekskylfingur, fréttamaður og baráttumaður við krabbamein og fyrir bættum lífsgæðum krabbameinsgreindra undanfarin tólf ár er látinn. Kári lést á gjörgæsludeild LSH þann 17. febrúar síðastliðinn 27 ára að aldri.

Kári vakti mikla athygli fyrir baráttu sína við krabbamein en hann deildi óhikað reynslu sinni öðrum til mikils stuðnings. Hann hélt úti bloggsíðu undir titlinum „Atvinnumaður í krabbameini“ og vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir bættu heilbrigðiskerfi og betri lífsgæðum fyrir krabbameinsgreinda bæði í ræðu og riti. Tók hann meðal annars þátt í mótun heilbrigðisstefnu fyrir Pírata.

Kári er sonur Hinriks Gylfasonar mjólkurfræðings og Ernu Arnardóttur mannauðsstjóra. Systir hans er Halla Margrét Hinriksdóttir, háskólanemi í Bandaríkjunum. Kári kvæntist Júlíönu Haraldsdóttur sumarið 2014.

Ritstjórn 365 miðla hefur undanfarin ár notið góðs af kröftum Kára sem hefur skrifað fréttir um golf og var mikil ánægja með hans störf. Ritstjórnin sendir eiginkonu Kára, fjölskyldu og vinum samúðarkveðjur.

Útför Kára var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Þeir sem vilja minnast Kára er bent á styrktarsjóð ljóssins í lífi hans, ungu ekkjunnar: 0549-14-401696, kt. 220991-2539.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×