„Við höldum áfram að reyna sama hversu erfitt, dýrt og ósanngjarnt ferlið er“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2016 19:31 Kári Örn Hinriksson hefur fjórum sinnum greinst með krabbamein. Draumur hans er að verða pabbi. „Ég verð eflaust ekki gamall maður og okkur langar að stofna fjölskyldu á meðan við höfum tíma saman á þessari jörð. En við höldum áfram að reyna sama hversu erfitt, ósanngjarnt og dýrt ferlið er,“ segir Kári Örn Hinriksson sem barist hefur við krabbamein í um áratug. Kári er 27 ára og hefur fjórum sinnum greinst með krabbamein. Hann tekur krabbameinslyf að staðaldri sem gerir honum ekki kleift að eignast barn á eðlilegan hátt. Draumur hans er að verða pabbi og hefur hann og eiginkona hans verið í meðferðum hjá Art Medica í um þrjú ár. Kári sagði sögu sína og fjallaði um kostnað krabbameinsveiks ungs fólks vegna lyfja- og læknismeðferða og tæknifrjóvgana á ör-ráðstefnu Krafts krabbameinsfélags í Háskóla Íslands í gærkvöldi.Stórgræða á fólki sem steypir sér í skuldir til að sinna köllun sinni „Margir hafa skoðanir á fyrirtækinu [Art Medica] og ég ætla ekki að gerast neitt pólitískur en ég ætla að segja að mér finnst það fullkomið dæmi um hvernig einkavæðing í heilbrigðisþjónustu skapar miklu meiri þjáningu en ella. Art Medica er dýr, þjónustan ekki á pari við það sem þekkist í löndunum sem við berum okkur saman við og örfáir einstaklingar stórgræða á fólki sem steypir sér í skuldir til þess að sinna þessari köllun í lífi sínu um að verða foreldrar,“ segir hann. Miklir erfiðleikar fylgi þessum meðferðum, andlegir og líkamlegir. „Sérstaklega fyrir eiginkonu mína sem gengur þó í gegnum alla þessa hormóna og fer í gegnum allar þessar meðferðir eins og algjör hetja. En hvers konar meðferð er ákveðið inngrip sem hefur áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra sem í hana fara. Þá ætla ég ekki einu sinni að byrja að tala um hversu erfitt tilfinningalega það er að reyna að eignast barn ár eftir ár þar sem hver meðferðin á fætur annarri mistekst. Alltaf förum við aftur að teikniborðinu, reynum að halda áfram og telja okkur trú um að þetta muni takast einhvern tímann á meðan við reynum að krapa saman fé til að halda áfram að reyna.“Sterkt bakland ástæða þess að meðferðunum er framhaldið Hann þakkar fyrir sterkt bakland. „Við hefðum ekki getað gert neitt af þessu ef ekki hefði verið fyrir styrki styrktarfélaga og góðhjartaðra vina og ættingja sem hafa styrkt okkur og gert okkur kleift að halda áfram með ferlið því aðstæðurnar okkar eru svona,“ segir Kári og bætir við að kostnaðurinn sé kominn upp í tæpa eina og hálfa milljón. Hann segir það algjöra skömm hversu miklar fjárhagslegar byrgðar séu settar á fárveikt fólk á Íslandi. „Það má ekki gleyma því að ég á kannski ekki langt eftir. Fjórum sinnum greindur og mig langar líka til þess að upplifa og njóta lífsins. Það kostar sitt og það er ekki á færi ungs fólks með mjög takmarkaða starfsgetu sem fær skammta af ölmusu frá ríkinu sem er sextíu þúsund krónum lægri en lágmarks tekjuframfærsla sem ríkið sjálft setur.“ Tengdar fréttir Fyrsta spurningin til læknisins var „missi ég hárið?“ Jenný Þórunn Stefánsdóttir segir að þrátt fyrir að hún hafi verið að berjast fyrir lífi sínu hafi útlitið einnig skipt máli. Hún fjallaði í dag um útlit, hármissi og möguleika ungra kvenna til að líta vel út. 26. janúar 2016 21:52 Einna erfiðast að geta ekki lengur spurt mömmu spurninga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir missti móður sína árið 2012. Hún ræddi sorgarferli sitt á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. 26. janúar 2016 20:26 „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Ég verð eflaust ekki gamall maður og okkur langar að stofna fjölskyldu á meðan við höfum tíma saman á þessari jörð. En við höldum áfram að reyna sama hversu erfitt, ósanngjarnt og dýrt ferlið er,“ segir Kári Örn Hinriksson sem barist hefur við krabbamein í um áratug. Kári er 27 ára og hefur fjórum sinnum greinst með krabbamein. Hann tekur krabbameinslyf að staðaldri sem gerir honum ekki kleift að eignast barn á eðlilegan hátt. Draumur hans er að verða pabbi og hefur hann og eiginkona hans verið í meðferðum hjá Art Medica í um þrjú ár. Kári sagði sögu sína og fjallaði um kostnað krabbameinsveiks ungs fólks vegna lyfja- og læknismeðferða og tæknifrjóvgana á ör-ráðstefnu Krafts krabbameinsfélags í Háskóla Íslands í gærkvöldi.Stórgræða á fólki sem steypir sér í skuldir til að sinna köllun sinni „Margir hafa skoðanir á fyrirtækinu [Art Medica] og ég ætla ekki að gerast neitt pólitískur en ég ætla að segja að mér finnst það fullkomið dæmi um hvernig einkavæðing í heilbrigðisþjónustu skapar miklu meiri þjáningu en ella. Art Medica er dýr, þjónustan ekki á pari við það sem þekkist í löndunum sem við berum okkur saman við og örfáir einstaklingar stórgræða á fólki sem steypir sér í skuldir til þess að sinna þessari köllun í lífi sínu um að verða foreldrar,“ segir hann. Miklir erfiðleikar fylgi þessum meðferðum, andlegir og líkamlegir. „Sérstaklega fyrir eiginkonu mína sem gengur þó í gegnum alla þessa hormóna og fer í gegnum allar þessar meðferðir eins og algjör hetja. En hvers konar meðferð er ákveðið inngrip sem hefur áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra sem í hana fara. Þá ætla ég ekki einu sinni að byrja að tala um hversu erfitt tilfinningalega það er að reyna að eignast barn ár eftir ár þar sem hver meðferðin á fætur annarri mistekst. Alltaf förum við aftur að teikniborðinu, reynum að halda áfram og telja okkur trú um að þetta muni takast einhvern tímann á meðan við reynum að krapa saman fé til að halda áfram að reyna.“Sterkt bakland ástæða þess að meðferðunum er framhaldið Hann þakkar fyrir sterkt bakland. „Við hefðum ekki getað gert neitt af þessu ef ekki hefði verið fyrir styrki styrktarfélaga og góðhjartaðra vina og ættingja sem hafa styrkt okkur og gert okkur kleift að halda áfram með ferlið því aðstæðurnar okkar eru svona,“ segir Kári og bætir við að kostnaðurinn sé kominn upp í tæpa eina og hálfa milljón. Hann segir það algjöra skömm hversu miklar fjárhagslegar byrgðar séu settar á fárveikt fólk á Íslandi. „Það má ekki gleyma því að ég á kannski ekki langt eftir. Fjórum sinnum greindur og mig langar líka til þess að upplifa og njóta lífsins. Það kostar sitt og það er ekki á færi ungs fólks með mjög takmarkaða starfsgetu sem fær skammta af ölmusu frá ríkinu sem er sextíu þúsund krónum lægri en lágmarks tekjuframfærsla sem ríkið sjálft setur.“
Tengdar fréttir Fyrsta spurningin til læknisins var „missi ég hárið?“ Jenný Þórunn Stefánsdóttir segir að þrátt fyrir að hún hafi verið að berjast fyrir lífi sínu hafi útlitið einnig skipt máli. Hún fjallaði í dag um útlit, hármissi og möguleika ungra kvenna til að líta vel út. 26. janúar 2016 21:52 Einna erfiðast að geta ekki lengur spurt mömmu spurninga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir missti móður sína árið 2012. Hún ræddi sorgarferli sitt á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. 26. janúar 2016 20:26 „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Fyrsta spurningin til læknisins var „missi ég hárið?“ Jenný Þórunn Stefánsdóttir segir að þrátt fyrir að hún hafi verið að berjast fyrir lífi sínu hafi útlitið einnig skipt máli. Hún fjallaði í dag um útlit, hármissi og möguleika ungra kvenna til að líta vel út. 26. janúar 2016 21:52
Einna erfiðast að geta ekki lengur spurt mömmu spurninga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir missti móður sína árið 2012. Hún ræddi sorgarferli sitt á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. 26. janúar 2016 20:26
„Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00