„Við erum enn bara með holuna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 15:53 Katrín Jakobsdóttir Vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir aðgerðarleysi í tengslum við Hús íslenskra fræða, eða holuna, líkt og hún kallar það. Viðbygging við Alþingi sé sett í meiri forgang en einn helsti menningararfur íslensku þjóðarinnar. „Það sem við höfum séð eru fjárveitingar til viðbyggignar Alþingis, en ekkert bólaði á Húsi íslenskra fræða í fjárlögum. Eins og ég þarf svo sem ekkert að minna háttvirta þingmenn á, þá var þetta hugsað sem framkvæmt fyrir rannsóknir og kennslu á íslenskum fræðum, en líka sýning á handritum okkar, sem er ein merkasta menning íslensku þjóðarinnar og á heimsminjaskrá UNESCO. En við erum enn bara með holuna,“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurninni beindi hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hún sagði að lögð hafi verið fram tillaga á síðasta ári sem hafi snúið að framkvæmdum að viðbyggingunni, sem og Húsi íslenskra fræða, en að einungis séu fjárveitingar í fjárlögum að finna til viðbyggingarinnar. Sigmundur Davíð sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga, í samræmi við ný lög, nú standa yfir. Þá sé einnig unnið að langtímaáætlun í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins og að verið sé að skoða ýmis mál. Hann sé bjartsýnn á framgang verkefnisins. „Nú hefur breytt stefna í efnahagsmálum, meðal annars í skattamálum, með jákvæðum hvötum orðið til þess að tekjur ríkisins hafa aukist, aukist til mikilla muna, og það skapar aukin tækifæri fyrir okkur til þess að ráðast í hin ýmsu verkefni. Hvað varðar þetta tiltekna verkefni sem háttvirtur þingmaður spyr um þá er ég bjartsýnn á framgang þess en að sjálfsögðu verður skoðað í samhengi við önnur verkefni og ríkisfjármál almennt,“ sagði Sigmundur. Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hafa legið niðri í þrjú ár, og er því ekki hægt að sjá helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, helstu bókmenntaborg UNESCO. Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, líkti því við að fara til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis, í aðsendri grein sinni á dögunum. Tengdar fréttir Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30 Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35 Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir aðgerðarleysi í tengslum við Hús íslenskra fræða, eða holuna, líkt og hún kallar það. Viðbygging við Alþingi sé sett í meiri forgang en einn helsti menningararfur íslensku þjóðarinnar. „Það sem við höfum séð eru fjárveitingar til viðbyggignar Alþingis, en ekkert bólaði á Húsi íslenskra fræða í fjárlögum. Eins og ég þarf svo sem ekkert að minna háttvirta þingmenn á, þá var þetta hugsað sem framkvæmt fyrir rannsóknir og kennslu á íslenskum fræðum, en líka sýning á handritum okkar, sem er ein merkasta menning íslensku þjóðarinnar og á heimsminjaskrá UNESCO. En við erum enn bara með holuna,“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurninni beindi hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hún sagði að lögð hafi verið fram tillaga á síðasta ári sem hafi snúið að framkvæmdum að viðbyggingunni, sem og Húsi íslenskra fræða, en að einungis séu fjárveitingar í fjárlögum að finna til viðbyggingarinnar. Sigmundur Davíð sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga, í samræmi við ný lög, nú standa yfir. Þá sé einnig unnið að langtímaáætlun í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins og að verið sé að skoða ýmis mál. Hann sé bjartsýnn á framgang verkefnisins. „Nú hefur breytt stefna í efnahagsmálum, meðal annars í skattamálum, með jákvæðum hvötum orðið til þess að tekjur ríkisins hafa aukist, aukist til mikilla muna, og það skapar aukin tækifæri fyrir okkur til þess að ráðast í hin ýmsu verkefni. Hvað varðar þetta tiltekna verkefni sem háttvirtur þingmaður spyr um þá er ég bjartsýnn á framgang þess en að sjálfsögðu verður skoðað í samhengi við önnur verkefni og ríkisfjármál almennt,“ sagði Sigmundur. Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hafa legið niðri í þrjú ár, og er því ekki hægt að sjá helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, helstu bókmenntaborg UNESCO. Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, líkti því við að fara til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis, í aðsendri grein sinni á dögunum.
Tengdar fréttir Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30 Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35 Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30
Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35
Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00