„Við erum enn bara með holuna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 15:53 Katrín Jakobsdóttir Vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir aðgerðarleysi í tengslum við Hús íslenskra fræða, eða holuna, líkt og hún kallar það. Viðbygging við Alþingi sé sett í meiri forgang en einn helsti menningararfur íslensku þjóðarinnar. „Það sem við höfum séð eru fjárveitingar til viðbyggignar Alþingis, en ekkert bólaði á Húsi íslenskra fræða í fjárlögum. Eins og ég þarf svo sem ekkert að minna háttvirta þingmenn á, þá var þetta hugsað sem framkvæmt fyrir rannsóknir og kennslu á íslenskum fræðum, en líka sýning á handritum okkar, sem er ein merkasta menning íslensku þjóðarinnar og á heimsminjaskrá UNESCO. En við erum enn bara með holuna,“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurninni beindi hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hún sagði að lögð hafi verið fram tillaga á síðasta ári sem hafi snúið að framkvæmdum að viðbyggingunni, sem og Húsi íslenskra fræða, en að einungis séu fjárveitingar í fjárlögum að finna til viðbyggingarinnar. Sigmundur Davíð sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga, í samræmi við ný lög, nú standa yfir. Þá sé einnig unnið að langtímaáætlun í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins og að verið sé að skoða ýmis mál. Hann sé bjartsýnn á framgang verkefnisins. „Nú hefur breytt stefna í efnahagsmálum, meðal annars í skattamálum, með jákvæðum hvötum orðið til þess að tekjur ríkisins hafa aukist, aukist til mikilla muna, og það skapar aukin tækifæri fyrir okkur til þess að ráðast í hin ýmsu verkefni. Hvað varðar þetta tiltekna verkefni sem háttvirtur þingmaður spyr um þá er ég bjartsýnn á framgang þess en að sjálfsögðu verður skoðað í samhengi við önnur verkefni og ríkisfjármál almennt,“ sagði Sigmundur. Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hafa legið niðri í þrjú ár, og er því ekki hægt að sjá helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, helstu bókmenntaborg UNESCO. Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, líkti því við að fara til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis, í aðsendri grein sinni á dögunum. Tengdar fréttir Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30 Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35 Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir aðgerðarleysi í tengslum við Hús íslenskra fræða, eða holuna, líkt og hún kallar það. Viðbygging við Alþingi sé sett í meiri forgang en einn helsti menningararfur íslensku þjóðarinnar. „Það sem við höfum séð eru fjárveitingar til viðbyggignar Alþingis, en ekkert bólaði á Húsi íslenskra fræða í fjárlögum. Eins og ég þarf svo sem ekkert að minna háttvirta þingmenn á, þá var þetta hugsað sem framkvæmt fyrir rannsóknir og kennslu á íslenskum fræðum, en líka sýning á handritum okkar, sem er ein merkasta menning íslensku þjóðarinnar og á heimsminjaskrá UNESCO. En við erum enn bara með holuna,“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurninni beindi hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hún sagði að lögð hafi verið fram tillaga á síðasta ári sem hafi snúið að framkvæmdum að viðbyggingunni, sem og Húsi íslenskra fræða, en að einungis séu fjárveitingar í fjárlögum að finna til viðbyggingarinnar. Sigmundur Davíð sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga, í samræmi við ný lög, nú standa yfir. Þá sé einnig unnið að langtímaáætlun í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins og að verið sé að skoða ýmis mál. Hann sé bjartsýnn á framgang verkefnisins. „Nú hefur breytt stefna í efnahagsmálum, meðal annars í skattamálum, með jákvæðum hvötum orðið til þess að tekjur ríkisins hafa aukist, aukist til mikilla muna, og það skapar aukin tækifæri fyrir okkur til þess að ráðast í hin ýmsu verkefni. Hvað varðar þetta tiltekna verkefni sem háttvirtur þingmaður spyr um þá er ég bjartsýnn á framgang þess en að sjálfsögðu verður skoðað í samhengi við önnur verkefni og ríkisfjármál almennt,“ sagði Sigmundur. Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hafa legið niðri í þrjú ár, og er því ekki hægt að sjá helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, helstu bókmenntaborg UNESCO. Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, líkti því við að fara til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis, í aðsendri grein sinni á dögunum.
Tengdar fréttir Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30 Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35 Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30
Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35
Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent