„Við erum enn bara með holuna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 15:53 Katrín Jakobsdóttir Vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir aðgerðarleysi í tengslum við Hús íslenskra fræða, eða holuna, líkt og hún kallar það. Viðbygging við Alþingi sé sett í meiri forgang en einn helsti menningararfur íslensku þjóðarinnar. „Það sem við höfum séð eru fjárveitingar til viðbyggignar Alþingis, en ekkert bólaði á Húsi íslenskra fræða í fjárlögum. Eins og ég þarf svo sem ekkert að minna háttvirta þingmenn á, þá var þetta hugsað sem framkvæmt fyrir rannsóknir og kennslu á íslenskum fræðum, en líka sýning á handritum okkar, sem er ein merkasta menning íslensku þjóðarinnar og á heimsminjaskrá UNESCO. En við erum enn bara með holuna,“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurninni beindi hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hún sagði að lögð hafi verið fram tillaga á síðasta ári sem hafi snúið að framkvæmdum að viðbyggingunni, sem og Húsi íslenskra fræða, en að einungis séu fjárveitingar í fjárlögum að finna til viðbyggingarinnar. Sigmundur Davíð sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga, í samræmi við ný lög, nú standa yfir. Þá sé einnig unnið að langtímaáætlun í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins og að verið sé að skoða ýmis mál. Hann sé bjartsýnn á framgang verkefnisins. „Nú hefur breytt stefna í efnahagsmálum, meðal annars í skattamálum, með jákvæðum hvötum orðið til þess að tekjur ríkisins hafa aukist, aukist til mikilla muna, og það skapar aukin tækifæri fyrir okkur til þess að ráðast í hin ýmsu verkefni. Hvað varðar þetta tiltekna verkefni sem háttvirtur þingmaður spyr um þá er ég bjartsýnn á framgang þess en að sjálfsögðu verður skoðað í samhengi við önnur verkefni og ríkisfjármál almennt,“ sagði Sigmundur. Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hafa legið niðri í þrjú ár, og er því ekki hægt að sjá helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, helstu bókmenntaborg UNESCO. Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, líkti því við að fara til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis, í aðsendri grein sinni á dögunum. Tengdar fréttir Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30 Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35 Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir aðgerðarleysi í tengslum við Hús íslenskra fræða, eða holuna, líkt og hún kallar það. Viðbygging við Alþingi sé sett í meiri forgang en einn helsti menningararfur íslensku þjóðarinnar. „Það sem við höfum séð eru fjárveitingar til viðbyggignar Alþingis, en ekkert bólaði á Húsi íslenskra fræða í fjárlögum. Eins og ég þarf svo sem ekkert að minna háttvirta þingmenn á, þá var þetta hugsað sem framkvæmt fyrir rannsóknir og kennslu á íslenskum fræðum, en líka sýning á handritum okkar, sem er ein merkasta menning íslensku þjóðarinnar og á heimsminjaskrá UNESCO. En við erum enn bara með holuna,“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurninni beindi hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hún sagði að lögð hafi verið fram tillaga á síðasta ári sem hafi snúið að framkvæmdum að viðbyggingunni, sem og Húsi íslenskra fræða, en að einungis séu fjárveitingar í fjárlögum að finna til viðbyggingarinnar. Sigmundur Davíð sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga, í samræmi við ný lög, nú standa yfir. Þá sé einnig unnið að langtímaáætlun í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins og að verið sé að skoða ýmis mál. Hann sé bjartsýnn á framgang verkefnisins. „Nú hefur breytt stefna í efnahagsmálum, meðal annars í skattamálum, með jákvæðum hvötum orðið til þess að tekjur ríkisins hafa aukist, aukist til mikilla muna, og það skapar aukin tækifæri fyrir okkur til þess að ráðast í hin ýmsu verkefni. Hvað varðar þetta tiltekna verkefni sem háttvirtur þingmaður spyr um þá er ég bjartsýnn á framgang þess en að sjálfsögðu verður skoðað í samhengi við önnur verkefni og ríkisfjármál almennt,“ sagði Sigmundur. Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hafa legið niðri í þrjú ár, og er því ekki hægt að sjá helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, helstu bókmenntaborg UNESCO. Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, líkti því við að fara til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis, í aðsendri grein sinni á dögunum.
Tengdar fréttir Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30 Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35 Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. 17. febrúar 2016 10:30
Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Katrín Jakobsdóttir spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðuna á Húsi íslenskra fræða, nýrri Valhöll og viðbyggingu þinghússins. 21. september 2015 16:35
Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða. 15. febrúar 2016 20:00