Berskjölduð fyrir áföllum í ferðaþjónustunni Una Sighvatsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 19:45 Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildar Vöxturinn í ferðaþjónustu á Íslandi er ævintýralegur. Ríflega eitt af hverjum þremur störfum sem skapast hafa síðustu fimm ár eru í ferðaþjónustu og hún er orðinn ein af grunnstoðum gjaldeyrisöflunar, því þriðja árið í röð má búast við að ferðaþjónusta eigi stærri hlut en bæði sjávarútvegur og ál í heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins, tæplega 428 milljarða eða 34%. (MYND 19). Ferðaþjónusta vegur þess vegna þyngra í gjaldeyrissköpun hagkerfisins hér en í flestum öðrum löndum. Vexti ferðaþjónustunnar fylgir meiri fjölbreytileiki í efnahagslífinu, sem ætti að auka stöðugleika í efnahagslífinu til lengri tíma litið. En þetta er viðkvæm jafnvægislist því þetta mikla umfang ferðaþjónustunnar þýðir líka að íslenska hagkerfið er viðkvæmara fyrir áföllum í greininni. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir ljóst að þessi vöxtur muni ekki vara að eilífu. Íslandsbanki gaf í dag út skýrslu greiningardeildarinnar um íslenska ferðaþjónustu „Það mun hægja á honum og við munum ná einhverju jafnvægi. Niðursveiflur í þessum geira hér á landi myndi ég helst tengja við náttúruhamfarir, eða einhvers kona efnahagsniðursveiflur í löndunum í kringum okkur eða hér heima. Ég held að það sé fyrst og fremst það sem við þurfum að hafa áhyggjur af og búa okkur undir. Þau áföll munu koma, og það er bara spurning um hvenær,“ segir Ingólfur.Hagkerfið næmt fyrir efnahagsþróun í löndum ferðamannanna Dæmin eru nærtæk. Árið 2010 fjölgaði ferðamönnum á heimsvísu en fækkaði á Íslandi, vegna elgossins í Eyjafjallajökli. Heimskreppan 2008 olli því sömuleiðis að fjöldi ferðamanna dróst saman bæði á Íslandi og á heimsvísu. Þá ræður gengisþróun gjaldmiðla miklu um ferðamannastrauminn. Bretar njóta nú hagsveiflu upp á við og ferðast meira fyrir vikið og Bandaríkjamönnum hefur fjölgað um heil 500% frá árinu 2008 meðal annars vegna styrkingu dollars. Íslenska hagkerfið er því næmt fyrir efnahagsþróun þeirra landa sem ferðamennirnir koma frá. Ingólfur segir að gæta þurfi þess að tengja ferðaþjónustuna við fjölda þjóða og að einhæfni verði ekki of mikil. „Hvað varðar náttúruhamfarirnar gæti þetta orðið erfiðara því Ísland er eldfjallalandog við erum að taka 90% af ferðamönnum hér í gegnum einn flugvöll, það í sjálfu sér er áhættufaktor, sérstaklega þegar maður er kominn með svona stóran hluta af gjaldeyrissköpun þjóðarinnar í þessa grein. Þannig að Þetta er eitthvað sem við þurfum að hugsa um með hvaða hætti við getum dreift þessu betur og búið okkur undir þessi áföll sem eflaust verða einhvern tíma. Við getum alveg garanterað það og passað okkur á að efnahagslífið verði ekki of berskjaldað fyrir því.“ Tengdar fréttir Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Deilt um það við pallborðsumræður hvort ferðamálafélög hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. 29. febrúar 2016 15:35 Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 Koma þyrfti Akureyri „á kortið“ ef erlend flugfélög eiga að fljúga þangað Talsverð áhætta væri falin í því að bjóða upp á alþjóðlegt flug til annarra flugvalla en Keflavíkurflugvallar. 29. febrúar 2016 18:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Vöxturinn í ferðaþjónustu á Íslandi er ævintýralegur. Ríflega eitt af hverjum þremur störfum sem skapast hafa síðustu fimm ár eru í ferðaþjónustu og hún er orðinn ein af grunnstoðum gjaldeyrisöflunar, því þriðja árið í röð má búast við að ferðaþjónusta eigi stærri hlut en bæði sjávarútvegur og ál í heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins, tæplega 428 milljarða eða 34%. (MYND 19). Ferðaþjónusta vegur þess vegna þyngra í gjaldeyrissköpun hagkerfisins hér en í flestum öðrum löndum. Vexti ferðaþjónustunnar fylgir meiri fjölbreytileiki í efnahagslífinu, sem ætti að auka stöðugleika í efnahagslífinu til lengri tíma litið. En þetta er viðkvæm jafnvægislist því þetta mikla umfang ferðaþjónustunnar þýðir líka að íslenska hagkerfið er viðkvæmara fyrir áföllum í greininni. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir ljóst að þessi vöxtur muni ekki vara að eilífu. Íslandsbanki gaf í dag út skýrslu greiningardeildarinnar um íslenska ferðaþjónustu „Það mun hægja á honum og við munum ná einhverju jafnvægi. Niðursveiflur í þessum geira hér á landi myndi ég helst tengja við náttúruhamfarir, eða einhvers kona efnahagsniðursveiflur í löndunum í kringum okkur eða hér heima. Ég held að það sé fyrst og fremst það sem við þurfum að hafa áhyggjur af og búa okkur undir. Þau áföll munu koma, og það er bara spurning um hvenær,“ segir Ingólfur.Hagkerfið næmt fyrir efnahagsþróun í löndum ferðamannanna Dæmin eru nærtæk. Árið 2010 fjölgaði ferðamönnum á heimsvísu en fækkaði á Íslandi, vegna elgossins í Eyjafjallajökli. Heimskreppan 2008 olli því sömuleiðis að fjöldi ferðamanna dróst saman bæði á Íslandi og á heimsvísu. Þá ræður gengisþróun gjaldmiðla miklu um ferðamannastrauminn. Bretar njóta nú hagsveiflu upp á við og ferðast meira fyrir vikið og Bandaríkjamönnum hefur fjölgað um heil 500% frá árinu 2008 meðal annars vegna styrkingu dollars. Íslenska hagkerfið er því næmt fyrir efnahagsþróun þeirra landa sem ferðamennirnir koma frá. Ingólfur segir að gæta þurfi þess að tengja ferðaþjónustuna við fjölda þjóða og að einhæfni verði ekki of mikil. „Hvað varðar náttúruhamfarirnar gæti þetta orðið erfiðara því Ísland er eldfjallalandog við erum að taka 90% af ferðamönnum hér í gegnum einn flugvöll, það í sjálfu sér er áhættufaktor, sérstaklega þegar maður er kominn með svona stóran hluta af gjaldeyrissköpun þjóðarinnar í þessa grein. Þannig að Þetta er eitthvað sem við þurfum að hugsa um með hvaða hætti við getum dreift þessu betur og búið okkur undir þessi áföll sem eflaust verða einhvern tíma. Við getum alveg garanterað það og passað okkur á að efnahagslífið verði ekki of berskjaldað fyrir því.“
Tengdar fréttir Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Deilt um það við pallborðsumræður hvort ferðamálafélög hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. 29. febrúar 2016 15:35 Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 Koma þyrfti Akureyri „á kortið“ ef erlend flugfélög eiga að fljúga þangað Talsverð áhætta væri falin í því að bjóða upp á alþjóðlegt flug til annarra flugvalla en Keflavíkurflugvallar. 29. febrúar 2016 18:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Deilt um það við pallborðsumræður hvort ferðamálafélög hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. 29. febrúar 2016 15:35
Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00
Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00
Koma þyrfti Akureyri „á kortið“ ef erlend flugfélög eiga að fljúga þangað Talsverð áhætta væri falin í því að bjóða upp á alþjóðlegt flug til annarra flugvalla en Keflavíkurflugvallar. 29. febrúar 2016 18:00