Stephen Fry hættir á Twitter vegna umdeilds brandara Bjarki Ármannsson skrifar 15. febrúar 2016 13:58 Leikarinn og grínistinn Stephen Fry hefur lokað vinsælli Twitter-síðu sinni, sem rúmlega tólf milljón Twitter-notendur fylgdu. Vísir Leikarinn og grínistinn Stephen Fry hefur lokað vinsælli Twitter-síðu sinni, sem rúmlega tólf milljón Twitter-notendur fylgdu, vegna viðbragða við gríni hans um búningahönnuðinn Jenny Beavan á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Fry sagði Beavan, sem fór í gær heim með búningaverðlaunin fyrir kvikmyndina Mad Max: Fury Road, í stríðni klædda eins og „bag lady,“ þ.e. heimilislausa konu eða sorpsafnara. Þess ber að geta að Fry og Beavan eru ágætis vinir og Fry segir hana hafa vitað af gríninu fyrirfram. Leikarinn setti inn nokkrar færslur í gærkvöldi þar sem hann lýsti yfir reiði sinni í garð þeirra sem sögðu grínið móðgandi. Eftir að hafa kallað slíkt fólk „hræsnisfulla hálfvita,“ (e. „sanctimonious fuckers“) virðist Fry hafa lokað síðunni. Fry, sem margoft hefur verið kynnir á hátíðinni, vakti einnig nokkra athygli fyrir grín sitt um leikarann Eddie Redmayne, sem lék Stephen Hawking og klæðskiptinginn Lili Elbe og þykir ansi myndarlegur: „Hann hefur verið maður fastur í eigin líkama, kona föst í mannslíkama, og ef ég fengi einhverju um það ráðið væri hann maður fastur í kjallaranum mínum.“ Fry hefur tvisvar áður hætt tímabundið á Twitter. Árið 2014 hætti hann í tengslum við tökur á kvikmynd og hann tók sér frí í fyrra. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Leikarinn og grínistinn Stephen Fry hefur lokað vinsælli Twitter-síðu sinni, sem rúmlega tólf milljón Twitter-notendur fylgdu, vegna viðbragða við gríni hans um búningahönnuðinn Jenny Beavan á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Fry sagði Beavan, sem fór í gær heim með búningaverðlaunin fyrir kvikmyndina Mad Max: Fury Road, í stríðni klædda eins og „bag lady,“ þ.e. heimilislausa konu eða sorpsafnara. Þess ber að geta að Fry og Beavan eru ágætis vinir og Fry segir hana hafa vitað af gríninu fyrirfram. Leikarinn setti inn nokkrar færslur í gærkvöldi þar sem hann lýsti yfir reiði sinni í garð þeirra sem sögðu grínið móðgandi. Eftir að hafa kallað slíkt fólk „hræsnisfulla hálfvita,“ (e. „sanctimonious fuckers“) virðist Fry hafa lokað síðunni. Fry, sem margoft hefur verið kynnir á hátíðinni, vakti einnig nokkra athygli fyrir grín sitt um leikarann Eddie Redmayne, sem lék Stephen Hawking og klæðskiptinginn Lili Elbe og þykir ansi myndarlegur: „Hann hefur verið maður fastur í eigin líkama, kona föst í mannslíkama, og ef ég fengi einhverju um það ráðið væri hann maður fastur í kjallaranum mínum.“ Fry hefur tvisvar áður hætt tímabundið á Twitter. Árið 2014 hætti hann í tengslum við tökur á kvikmynd og hann tók sér frí í fyrra.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira