Skipt um flísar í Sundhöll Selfoss fyrir fjórar milljónir vegna fjölda óhappa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. febrúar 2016 14:25 Fjöldi gesta Sundhallar Selfoss hefur dottið síðustu vikur og jafnvel brotið sig á hálum flísum. Vísir/MHH Fjöldi gesta Sundhallar Selfoss hefur dottið síðustu vikur og jafnvel brotið sig á hálum flísum í nýrri byggingu við sundlaugina sem JÁVERK byggði. Nú hefur verið ákveðið að skipta út flísunum. „Það er sameiginlegt mat Sveitarfélagsins Árborgar og JÁVERKS að við þetta yrði ekki unað og því hefur verið leitað leiða til að auka öryggi þeirra sem fara þarna um,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar. Að sögn Ástu verða flísar fjarlægðar af því svæði sem sundlaugargestir ganga um frá búningsklefa að innilaugum og að útgönguleið að útisvæði. Í staðinn verður sett svokallað „PlayTop“ gúmmíefni, sem er víða notað við sundlaugar og hefur gefið góða raun.Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/MHHJafnframt verður vatnshalli aukinn þannig að vatn liggur síður á gólfum. Kostnaður við verkið er áætlaður um fjórar milljónir króna en farið verður í það á næstu dögum.Öryggi sundlaugargesta í fyrrirúmi Ásta segir að núverandi flísar uppfylli staðla um hálkuvarnir á sundlaugarsvæðum, en þrátt fyrir það hafa gestir fallið og meiðst. Sundhöllinni verður ekki lokað á meðan á framkvæmdum stendur og verður reynt að láta þessar breytingar raska starfseminni sem minnst. „Við vonumst til að sundlaugargestir sýni því skilning að þurfa að nota útiklefa eða ganga óhefðbundna leið á milli búningsklefa og lauga á meðan unnið verður að breytingum,“ segir Ásta. „Litla innilaugin og gufuklefi verða lokuð á meðan á framkvæmdum stendur, en þær munu hefjast um leið og nýja gólfefnið verður tilbúið til afgreiðslu og standa í um tvær vikur.“ Ásta segir það sameiginlega ákvörðun sveitarfélagsins og JÁVERKS að ráðast í þessar breytingar með öryggi sundlaugargesta í fyrirrúmi. Aðilarnir muni skipta kostnaði við breytingarnar á milli sín. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Fjöldi gesta Sundhallar Selfoss hefur dottið síðustu vikur og jafnvel brotið sig á hálum flísum í nýrri byggingu við sundlaugina sem JÁVERK byggði. Nú hefur verið ákveðið að skipta út flísunum. „Það er sameiginlegt mat Sveitarfélagsins Árborgar og JÁVERKS að við þetta yrði ekki unað og því hefur verið leitað leiða til að auka öryggi þeirra sem fara þarna um,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar. Að sögn Ástu verða flísar fjarlægðar af því svæði sem sundlaugargestir ganga um frá búningsklefa að innilaugum og að útgönguleið að útisvæði. Í staðinn verður sett svokallað „PlayTop“ gúmmíefni, sem er víða notað við sundlaugar og hefur gefið góða raun.Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/MHHJafnframt verður vatnshalli aukinn þannig að vatn liggur síður á gólfum. Kostnaður við verkið er áætlaður um fjórar milljónir króna en farið verður í það á næstu dögum.Öryggi sundlaugargesta í fyrrirúmi Ásta segir að núverandi flísar uppfylli staðla um hálkuvarnir á sundlaugarsvæðum, en þrátt fyrir það hafa gestir fallið og meiðst. Sundhöllinni verður ekki lokað á meðan á framkvæmdum stendur og verður reynt að láta þessar breytingar raska starfseminni sem minnst. „Við vonumst til að sundlaugargestir sýni því skilning að þurfa að nota útiklefa eða ganga óhefðbundna leið á milli búningsklefa og lauga á meðan unnið verður að breytingum,“ segir Ásta. „Litla innilaugin og gufuklefi verða lokuð á meðan á framkvæmdum stendur, en þær munu hefjast um leið og nýja gólfefnið verður tilbúið til afgreiðslu og standa í um tvær vikur.“ Ásta segir það sameiginlega ákvörðun sveitarfélagsins og JÁVERKS að ráðast í þessar breytingar með öryggi sundlaugargesta í fyrirrúmi. Aðilarnir muni skipta kostnaði við breytingarnar á milli sín.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira