Eiður Smári: Heyrði fyrst af áhuga Real Madrid Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2016 12:23 Eiður Smári með þeim Thierry Henry og Samuel Eto'o árið 2008. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Four Four Two þar sem hann svarar spurningum lesenda. Eiður Smári gekk í raðir Barcelona árið 2006 eftir sex ára dvöl hjá Chelsea og var næstu þrjú árin hjá Börsungum þar sem hann varð spænskur meistari, bikarmeistari og Evrópumeistari með félaginu. En það hefði jafnvel getað farið á þann veg að Eiður Smári hefði þess í stað gengið í raðir Real Madrid. „Miðað við það sem mér var sagt á þeim tíma þá var að minnsta kosti áhugi hjá Real Madrid,“ sagði Eiður Smári í viðtalinu. „Fyrsta spænska liðið sem sýndi mér áhuga var Real Madrid. En félagið var að kjósa nýjan forseta og var ekki með þjálfara. Ég velti því fyrir mér hversu mikil alvara var í þessu enda vissi ég þá ekki hvernig hlutirnir virka á Spáni,“ sagði hann.Sjá einnig: Ætli Eiður Smári sé nokkuð með sama einkaþjálfara í dag og fyrir tíu árum? „Þegar Barcelona kom til sögunnar með allt til staðar og nýbúið að vinna Meistaradeildina hugsaði ég strax að ég vildi klára það mál - hvar á ég að skrifa undir?“ „Ég hafði heyrt orðróm um Barcelona í eitt ár, frá því að við í Chelsea höfðum slegið þá úr leik í Meistaradeildinni.“Ekki hægt að keppa við Larsson Hann segir einnig að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en eftir að hann kom til félagsins að honum hafi verið ætlað að fylla í skarð Svíans Henrik Larsson. „Ég gerði mér grein fyrir því að við værum báðir frá Norðurlöndunum og með sama númerið á treyjunni,“ sagði Eiður Smári. „Það skipti ekki máli þó að mér myndi takast að koma inn á sem varamaður og skora sigurmarkið. Það væri eins og að Henrik Larsson hefði gert það í öðrum hverjum leik. Þannig mundi fólkið eftir honum og það var ekki hægt fyrir mig að keppa við það.“Sjá einnig: Eiður Smári átti tvisvar möguleika á að fara til Manchester United „En þrátt fyrir fann ég ekki fyrir pressu út af þessu. Það var nógu mikil pressa á mér bara við það eitt að ganga til liðs við Barcelona.“Ekki hægt að ná boltanum aftur Hann segir enn fremur að æfingarnar hjá Barcelona hafi verið í háum gæðaflokki, þó svo að æfingarnar hjá Chelsea hafi verið það líka. „Það skipti engu máli hversu fastar sendingar maður gaf, móttakan var alltaf fullkomin. Og ef maður var í því liði sem var ekki með boltann var ekki séns að fá hann.“ Fótbolti Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Four Four Two þar sem hann svarar spurningum lesenda. Eiður Smári gekk í raðir Barcelona árið 2006 eftir sex ára dvöl hjá Chelsea og var næstu þrjú árin hjá Börsungum þar sem hann varð spænskur meistari, bikarmeistari og Evrópumeistari með félaginu. En það hefði jafnvel getað farið á þann veg að Eiður Smári hefði þess í stað gengið í raðir Real Madrid. „Miðað við það sem mér var sagt á þeim tíma þá var að minnsta kosti áhugi hjá Real Madrid,“ sagði Eiður Smári í viðtalinu. „Fyrsta spænska liðið sem sýndi mér áhuga var Real Madrid. En félagið var að kjósa nýjan forseta og var ekki með þjálfara. Ég velti því fyrir mér hversu mikil alvara var í þessu enda vissi ég þá ekki hvernig hlutirnir virka á Spáni,“ sagði hann.Sjá einnig: Ætli Eiður Smári sé nokkuð með sama einkaþjálfara í dag og fyrir tíu árum? „Þegar Barcelona kom til sögunnar með allt til staðar og nýbúið að vinna Meistaradeildina hugsaði ég strax að ég vildi klára það mál - hvar á ég að skrifa undir?“ „Ég hafði heyrt orðróm um Barcelona í eitt ár, frá því að við í Chelsea höfðum slegið þá úr leik í Meistaradeildinni.“Ekki hægt að keppa við Larsson Hann segir einnig að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en eftir að hann kom til félagsins að honum hafi verið ætlað að fylla í skarð Svíans Henrik Larsson. „Ég gerði mér grein fyrir því að við værum báðir frá Norðurlöndunum og með sama númerið á treyjunni,“ sagði Eiður Smári. „Það skipti ekki máli þó að mér myndi takast að koma inn á sem varamaður og skora sigurmarkið. Það væri eins og að Henrik Larsson hefði gert það í öðrum hverjum leik. Þannig mundi fólkið eftir honum og það var ekki hægt fyrir mig að keppa við það.“Sjá einnig: Eiður Smári átti tvisvar möguleika á að fara til Manchester United „En þrátt fyrir fann ég ekki fyrir pressu út af þessu. Það var nógu mikil pressa á mér bara við það eitt að ganga til liðs við Barcelona.“Ekki hægt að ná boltanum aftur Hann segir enn fremur að æfingarnar hjá Barcelona hafi verið í háum gæðaflokki, þó svo að æfingarnar hjá Chelsea hafi verið það líka. „Það skipti engu máli hversu fastar sendingar maður gaf, móttakan var alltaf fullkomin. Og ef maður var í því liði sem var ekki með boltann var ekki séns að fá hann.“
Fótbolti Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira