400 þúsund í miskabætur fyrir óþarflega langt gæsluvarðhald Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 14:07 Maðurinn sætti um tíma rannsókn í tengslum við rekstur spilavítis í Skeifunni. Vísir/Anton Brink Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira