Innlent

Hækkanir hjá Bílastæðasjóði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gjaldsvæði 1 mun hækka um 20 krónur á tímann frá og með 1. febrúar.
Gjaldsvæði 1 mun hækka um 20 krónur á tímann frá og með 1. febrúar. Fréttablaðið/Anton
Frá og með 1. febrúar tekur gildi hækkun á gjaldskrá útistæða Bílastæðasjóðs.

Gjaldsvæði 1 fer úr 230 krónum á klukkustund í 250 krónur. Gjald­svæði 2 er 125 krónur á klukkustund og verður óbreytt. Gjaldsvæði 3 fer úr 85 krónum á klukkustund fyrir fyrstu tvær klukkustundir í 90 krónur á klukkustund en óbreytt gjald, 20 krónur, hver klukkustund eftir það. Gjaldsvæði 4 er 125 krónur á klukkusund og verður óbreytt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.