Fyrir og eftir: Ótrúleg breyting á Hönnu Rún Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2016 10:56 Magnaðar myndir frá Hönnu Rún. vísir/hanna rún Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir heldur úti virkilega skemmtilegri bloggsíðu en þar hefur hún tekið saman myndir af sér sem sýna gríðarlega breytingu á útiliti hennar. Hún er búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og dansherra, Nikita Bazev, og litla drengnum þeirra, Vladimir Óla. „Ég fór að fletta í gegnum myndir af mér sem mér fannst rosalega gaman að skoða og bera saman við aðrar myndir af mér. Ég hló nú af sumum og fékk nett sjokk þegar ég sá aðrar,“ segir Hanna í greininni sinni. Hér að neðan má sjá myndirnar frá henni og hvernig hún lýsir þeim.„Ég með mína dagsdaglegu förðun og síðan með keppnisförðun. Þetta er frekar mikil breyting! En þegar við erum að keppa eru ljósin á keppnisgólfinu rosalega sterk og þessvegna erum við dömurnar alltaf svona tanaðar með augnhár og málningin ýkt, mjög svipað eins og leikarar uppá sviði.“Vísir/hanna rún„Ég tók hárlengingarnar úr mér fyrir stuttu og ákvað að láta nægja að vera bara með mitt eigið hár, enda er mitt hár búið að síkka töluvert. Það er samt skrítið að vera ekki lengur með hár sem nær næstum því niður á rass ,heldur bara sem nær rétt fyrir ofan brjóst….. eða kannski rétt fyrir neðan brjóst….það fer eiginlega eftir því hvort ég sé í brjóstarhaldara eða ekki þegar ég mæli.“Vísir/hanna rún„Ég hef alltaf verið með mjög stór brjóst eða frá þvi eg var í 9.bekk, hversvegna, veit ég ekki. Þegar ég bæti á mig virðist allt setjast á brjóstin á mér og nei ég hef ALDREI farið í brjóstastækkun. Minn draumur var að vera frekar með minni brjóst heldur en stærri því það er ekkert grín að dansa með stór og þung brjóst. það var alltaf vesen að halda þeim inni danskjólnum þegar ég dansaði. Þegar að sonur minn Vladimir Óli fæddist bættist mjólkin við og þau auðvitað urðu ennþá stærri. Þegar hann hætti á brjósti og við fórum að æfa mikið grenntist ég mikið ,mjólkin hvarf hægt og rólega og meira en helmingurinn af brjóstonum mínum líka, mér til mikillar hamingju!“„Það er smá munur á mér útlitslega þegar ég er bara á leiðinni á dansæfingu eða hvort ég er á leiðinni útá keppnisgólf.“„Hér má sjá smá mun á mér þegar ég var ólétt og svo þegar við vorum byrjuð að æfa og keppa aftur.Ég bætti ekki mikið á mig á meðgöngunni, en ég borðaði það sem ég vildi en sleppti öllu gosi og borðaði nammi í litlu magni , en annars fékk ég mér allan þann mat sem mér langaði í. Ég passaði mig samt að borða alltaf hollan og næringarríkan mat með svo að barnið mitt og ég fengum alla þá bestu næringu sem að hægt væri, plús að ég hélt áfram að mæta á dansæfingar og hreyfði ég mig því mikið. Með því að hafa verið í góðu formi á meðgöngunni hjálpaði það mér líka að vera fljótari að komast í keppnisform aftur.“„Ég ætlaði ekki að trúa því að ég væri komin með 6 pack svona stuttu eftir fæðingu. En það kom ekki að sjálfu sér, ég hafði mjög Mikið fyrir því!“„Þessa mynd fann ég af mér að vísu bara tekin í janúar 2014 tæpu hálfu ári áður en Vladimir Óli fæddist. Ég grenntist mjög hratt eftir meðgöngu og átti erfitt með að halda í þyngdina. Við æfðum mjög mikið og komum sterkari til baka útá keppnisgólf eftir að Vladimir Óli minn fæddist. Ég fékk að heyra mikið af leiðinlegum lygasögum sem gengu um mig með að ég væri að taka hitt og þetta ólöglega efni til að grenna mig og til að koma mér hratt í form. Á fyrsta mótinu okkar sem var Íslandsmeistaramótið 2015 og Reykjavík International Games sem við sigruðum með miklum yfirburðum, var ég strax tekin til hliðar um leið og við stigum niður af verðlaunapallinum og ég beðin um að taka pissupróf. Ég viðurkenni að ég varð frekar pirruð , að geta ekki klárað að knúsa vini og vandamenn sem voru að óska okkur til hamingju með sigrana, allar þessar sögur sem höfðu verið að ganga um mig ” glætan að hún kæmist svona fljótt í svona gott form nema vera að taka inn eitthvað ólöglegt”. Ég tók þetta voða inná mig, mér fannst erfitt að finna ekki fyrir stuðning frá fólki eftir að vera búin að leggja svo mikið á mig sem tók rosalega á bæði andlega og líkamlega. Ég var að vísu fljót að snúa reiðinni yfir í að vera ánægð með að vera tekin í pissupróf því auðvitað!…… Núna gat ég þá allavegana sannað á svörtu og hvítu að ég tók ALDREI inn NEITT ólöglegt! Ef að hausinn er í lagi mataræðið og æfingarnar og keppnisskapið er til staðar, þá getur maður gert ótrúlegustu hluti. Ég varð því mjög þakklát þegar að ég gat sannað það!“„Ljósa hárið og dökka… Ég ætla bara að halda mig við dökka litinn og sleppa því að fara eitthvað útí þau 13 skipti sem ég fór og lét lita hárið og svo þraukaði ég rétt tvo mánuði svona ljós…. Já ég sagði það!“ Tengdar fréttir Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 10. desember 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema nema samtals 142 milljónum króna að þessu sinni sem er meira en undanfarin ár en framundan er Ólympíuár. 29. desember 2015 15:41 Hanna Rún og Nikita eru formlega stjörnupar Bera titilinn stjörnupar loks með rentu Þau Hanna Rún Bazev og Nikita Bazev lönduðu titlinum Stjörnupar í lok árs, fyrst íslenskra danspara. Hún finnur fyrir miklum meðbyr, þó ekki úr dansheiminum. 14. janúar 2016 10:00 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir heldur úti virkilega skemmtilegri bloggsíðu en þar hefur hún tekið saman myndir af sér sem sýna gríðarlega breytingu á útiliti hennar. Hún er búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og dansherra, Nikita Bazev, og litla drengnum þeirra, Vladimir Óla. „Ég fór að fletta í gegnum myndir af mér sem mér fannst rosalega gaman að skoða og bera saman við aðrar myndir af mér. Ég hló nú af sumum og fékk nett sjokk þegar ég sá aðrar,“ segir Hanna í greininni sinni. Hér að neðan má sjá myndirnar frá henni og hvernig hún lýsir þeim.„Ég með mína dagsdaglegu förðun og síðan með keppnisförðun. Þetta er frekar mikil breyting! En þegar við erum að keppa eru ljósin á keppnisgólfinu rosalega sterk og þessvegna erum við dömurnar alltaf svona tanaðar með augnhár og málningin ýkt, mjög svipað eins og leikarar uppá sviði.“Vísir/hanna rún„Ég tók hárlengingarnar úr mér fyrir stuttu og ákvað að láta nægja að vera bara með mitt eigið hár, enda er mitt hár búið að síkka töluvert. Það er samt skrítið að vera ekki lengur með hár sem nær næstum því niður á rass ,heldur bara sem nær rétt fyrir ofan brjóst….. eða kannski rétt fyrir neðan brjóst….það fer eiginlega eftir því hvort ég sé í brjóstarhaldara eða ekki þegar ég mæli.“Vísir/hanna rún„Ég hef alltaf verið með mjög stór brjóst eða frá þvi eg var í 9.bekk, hversvegna, veit ég ekki. Þegar ég bæti á mig virðist allt setjast á brjóstin á mér og nei ég hef ALDREI farið í brjóstastækkun. Minn draumur var að vera frekar með minni brjóst heldur en stærri því það er ekkert grín að dansa með stór og þung brjóst. það var alltaf vesen að halda þeim inni danskjólnum þegar ég dansaði. Þegar að sonur minn Vladimir Óli fæddist bættist mjólkin við og þau auðvitað urðu ennþá stærri. Þegar hann hætti á brjósti og við fórum að æfa mikið grenntist ég mikið ,mjólkin hvarf hægt og rólega og meira en helmingurinn af brjóstonum mínum líka, mér til mikillar hamingju!“„Það er smá munur á mér útlitslega þegar ég er bara á leiðinni á dansæfingu eða hvort ég er á leiðinni útá keppnisgólf.“„Hér má sjá smá mun á mér þegar ég var ólétt og svo þegar við vorum byrjuð að æfa og keppa aftur.Ég bætti ekki mikið á mig á meðgöngunni, en ég borðaði það sem ég vildi en sleppti öllu gosi og borðaði nammi í litlu magni , en annars fékk ég mér allan þann mat sem mér langaði í. Ég passaði mig samt að borða alltaf hollan og næringarríkan mat með svo að barnið mitt og ég fengum alla þá bestu næringu sem að hægt væri, plús að ég hélt áfram að mæta á dansæfingar og hreyfði ég mig því mikið. Með því að hafa verið í góðu formi á meðgöngunni hjálpaði það mér líka að vera fljótari að komast í keppnisform aftur.“„Ég ætlaði ekki að trúa því að ég væri komin með 6 pack svona stuttu eftir fæðingu. En það kom ekki að sjálfu sér, ég hafði mjög Mikið fyrir því!“„Þessa mynd fann ég af mér að vísu bara tekin í janúar 2014 tæpu hálfu ári áður en Vladimir Óli fæddist. Ég grenntist mjög hratt eftir meðgöngu og átti erfitt með að halda í þyngdina. Við æfðum mjög mikið og komum sterkari til baka útá keppnisgólf eftir að Vladimir Óli minn fæddist. Ég fékk að heyra mikið af leiðinlegum lygasögum sem gengu um mig með að ég væri að taka hitt og þetta ólöglega efni til að grenna mig og til að koma mér hratt í form. Á fyrsta mótinu okkar sem var Íslandsmeistaramótið 2015 og Reykjavík International Games sem við sigruðum með miklum yfirburðum, var ég strax tekin til hliðar um leið og við stigum niður af verðlaunapallinum og ég beðin um að taka pissupróf. Ég viðurkenni að ég varð frekar pirruð , að geta ekki klárað að knúsa vini og vandamenn sem voru að óska okkur til hamingju með sigrana, allar þessar sögur sem höfðu verið að ganga um mig ” glætan að hún kæmist svona fljótt í svona gott form nema vera að taka inn eitthvað ólöglegt”. Ég tók þetta voða inná mig, mér fannst erfitt að finna ekki fyrir stuðning frá fólki eftir að vera búin að leggja svo mikið á mig sem tók rosalega á bæði andlega og líkamlega. Ég var að vísu fljót að snúa reiðinni yfir í að vera ánægð með að vera tekin í pissupróf því auðvitað!…… Núna gat ég þá allavegana sannað á svörtu og hvítu að ég tók ALDREI inn NEITT ólöglegt! Ef að hausinn er í lagi mataræðið og æfingarnar og keppnisskapið er til staðar, þá getur maður gert ótrúlegustu hluti. Ég varð því mjög þakklát þegar að ég gat sannað það!“„Ljósa hárið og dökka… Ég ætla bara að halda mig við dökka litinn og sleppa því að fara eitthvað útí þau 13 skipti sem ég fór og lét lita hárið og svo þraukaði ég rétt tvo mánuði svona ljós…. Já ég sagði það!“
Tengdar fréttir Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 10. desember 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema nema samtals 142 milljónum króna að þessu sinni sem er meira en undanfarin ár en framundan er Ólympíuár. 29. desember 2015 15:41 Hanna Rún og Nikita eru formlega stjörnupar Bera titilinn stjörnupar loks með rentu Þau Hanna Rún Bazev og Nikita Bazev lönduðu titlinum Stjörnupar í lok árs, fyrst íslenskra danspara. Hún finnur fyrir miklum meðbyr, þó ekki úr dansheiminum. 14. janúar 2016 10:00 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 10. desember 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema nema samtals 142 milljónum króna að þessu sinni sem er meira en undanfarin ár en framundan er Ólympíuár. 29. desember 2015 15:41
Hanna Rún og Nikita eru formlega stjörnupar Bera titilinn stjörnupar loks með rentu Þau Hanna Rún Bazev og Nikita Bazev lönduðu titlinum Stjörnupar í lok árs, fyrst íslenskra danspara. Hún finnur fyrir miklum meðbyr, þó ekki úr dansheiminum. 14. janúar 2016 10:00