Heilbrigður lífsstíll besta forvörnin við Alzheimer sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2016 15:32 Unnið er að því að finna forstig sjúkdómsins. Grípa þarf inn í áður en Alzheimer-sjúkdómur lætur á sér kræla, sagði Anton P. Þorsteinsson, taugalæknir og framkvæmdastjóri Alzheimer-rannsóknarsetursins við Háskólann í Rochester, á Læknadögum í Hörpu í dag. Hann vinnur nú að því, ásamt hópi fólks, að rannsaka hvernig greina megi sjúkdóminn á allra fyrstu stigum hans.Snemmgreining skipti höfuðmáli „Það sem virðist vera að skipti öllu máli er hvenær gripið er inn í. Það þarf að gerast nægilega snemma, á meðan við höfum enn svörun og áður en skaðinn er skeður,“ sagði Anton. Þær meðferðir sem nú séu til staðar séu þó afar mikilvægar. „Þær skipta máli. Meðferð í dag skiptir máli og það sem verið er að gera fyrir þessa sjúklinga skiptir máli. Þetta er langvarandi sjúkdómur sem þarf stuðning og meðferð.“ Um þrjár forvarnarrannsóknir er að ræða, sem Anton vinnur nú að. Sú stærsta er gerð í Bandaríkjunum og nær til um tíu þúsund manns, en hún kostar um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala.„Það sem virðist vera að skipti öllu máli er hvenær gripið er inn í. Það þarf að gerast nægilega snemma, á meðan við höfum enn svörun og áður en skaðinn er skeður."Anton sagði að þrátt fyrir að engin lækning sé til við sjúkdómnum sé ýmislegt hægt að gera til að fyrirbyggja hann. Það sé meðal annars heilbrigður lífsstíll; hreyfing, hollt mataræði, engin eða hófleg áfengisdrykkja, góður svefn og menntun. Í áhættuhópi séu þeir sem reykja, eru þunglyndir, í yfirþyngd og lítið menntaðir, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta sýnir bara hvað símenntun skiptir miklu máli,“ sagði hann.Reyna að finna forstig sjúkdómsins Steinunn Þórðardóttir öldunarlæknir flutti jafnframt erindi um Alzheimer. Hún talaði einnig um mikilvægi snemmgreiningu sjúkdómsins, en hún vinnur að doktorsrannsókn við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi þar sem rannsakað er hvort hægt sé að finna forstig Alzheimer. Þá vinnur hún að rannsókn á einstaklingum með arfgengan Alzheimersjúkdóm, en hún hefur verið í gangi við Karolinska frá árinu 1992. Niðurstöðurnar benda til þess að færri en fimm prósent þeirra sem greinast með sjúkdóminn séu með fjölskyldulægan Alzheimer. Tengdar fréttir Gera þurfi betur í bólusetningum barna Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem 20. janúar 2016 13:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Grípa þarf inn í áður en Alzheimer-sjúkdómur lætur á sér kræla, sagði Anton P. Þorsteinsson, taugalæknir og framkvæmdastjóri Alzheimer-rannsóknarsetursins við Háskólann í Rochester, á Læknadögum í Hörpu í dag. Hann vinnur nú að því, ásamt hópi fólks, að rannsaka hvernig greina megi sjúkdóminn á allra fyrstu stigum hans.Snemmgreining skipti höfuðmáli „Það sem virðist vera að skipti öllu máli er hvenær gripið er inn í. Það þarf að gerast nægilega snemma, á meðan við höfum enn svörun og áður en skaðinn er skeður,“ sagði Anton. Þær meðferðir sem nú séu til staðar séu þó afar mikilvægar. „Þær skipta máli. Meðferð í dag skiptir máli og það sem verið er að gera fyrir þessa sjúklinga skiptir máli. Þetta er langvarandi sjúkdómur sem þarf stuðning og meðferð.“ Um þrjár forvarnarrannsóknir er að ræða, sem Anton vinnur nú að. Sú stærsta er gerð í Bandaríkjunum og nær til um tíu þúsund manns, en hún kostar um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala.„Það sem virðist vera að skipti öllu máli er hvenær gripið er inn í. Það þarf að gerast nægilega snemma, á meðan við höfum enn svörun og áður en skaðinn er skeður."Anton sagði að þrátt fyrir að engin lækning sé til við sjúkdómnum sé ýmislegt hægt að gera til að fyrirbyggja hann. Það sé meðal annars heilbrigður lífsstíll; hreyfing, hollt mataræði, engin eða hófleg áfengisdrykkja, góður svefn og menntun. Í áhættuhópi séu þeir sem reykja, eru þunglyndir, í yfirþyngd og lítið menntaðir, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta sýnir bara hvað símenntun skiptir miklu máli,“ sagði hann.Reyna að finna forstig sjúkdómsins Steinunn Þórðardóttir öldunarlæknir flutti jafnframt erindi um Alzheimer. Hún talaði einnig um mikilvægi snemmgreiningu sjúkdómsins, en hún vinnur að doktorsrannsókn við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi þar sem rannsakað er hvort hægt sé að finna forstig Alzheimer. Þá vinnur hún að rannsókn á einstaklingum með arfgengan Alzheimersjúkdóm, en hún hefur verið í gangi við Karolinska frá árinu 1992. Niðurstöðurnar benda til þess að færri en fimm prósent þeirra sem greinast með sjúkdóminn séu með fjölskyldulægan Alzheimer.
Tengdar fréttir Gera þurfi betur í bólusetningum barna Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem 20. janúar 2016 13:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Gera þurfi betur í bólusetningum barna Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem 20. janúar 2016 13:00