Mögnuð ábreiða Maríu Ólafs á lagi Jessie J. Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2016 12:30 Rosalega vel gert hjá Maríu. vísir Söngkonan María Ólafsdóttir hefur nú sent frá sér nýtt myndband en það er við lagið, Who You Are eftir Íslandsvininn Jessie J. Myndbandið er tekið upp í hljóðverinu Hljóðverki, þar sem lagið er einnig tekið upp. „Við tókum upp lagið og myndbandið á sama tíma, mig langaði svo gera þetta „live“ og vera ekkert að flækja hlutina,“ segir María. Hún segist alltaf hafa verið mikill Jessie J aðdáandi og að hana hafi lengi langað til að gefa út ábreiðu af lagi úr hennar smiðju. „Þetta lag hefur alltaf verið uppáhalds lagið mitt með henni. Ég sá hana svo syngja þetta lag á tónleikunum hennar í Laugardalshöllinni og tengdi sérstaklega við það og fór þá að hugsa að það væri gaman að taka það upp,“ segir María. Það var þó ekki bara lagið sem heillaði hana, því María hreifst einnig af boðskapnum í textanum. „Ég man að eftir Eurovision, þegar maður var ekkert allt of hress og sáttur með að hafa dottið út og átti að fara gíra sig upp í viðtöl, þá sagði Valli Sport við mig: „Það er allt í lagi að segja ekki alltaf allt gott.“ Sem er alveg rétt, því fólk á ekki að þurfa þykjast og boðskapurinn í textanum er sá sami og er eitthvað svo fallegur.“ Myndbandið var tekið upp og unnið af Eiríki Þór Hafdal og sá Einar Vilberg í stúdíóinu Hljóðverki um upptökustjórn. Í laginu leikur Baldur Kristjánsson á bassa, Gunnar Leó Pálsson á cajon og Helgi Reynir Jónsson á gítar en hann hljóðblandar einnig lagið. Tengdar fréttir Tekur lítil skref í átt frá Eurovision-Maríu María Ólafsdóttir gefur út sitt fyrsta lag í dag. Söngkonan samdi textann við lagið Someday. 16. október 2015 08:30 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngkonan María Ólafsdóttir hefur nú sent frá sér nýtt myndband en það er við lagið, Who You Are eftir Íslandsvininn Jessie J. Myndbandið er tekið upp í hljóðverinu Hljóðverki, þar sem lagið er einnig tekið upp. „Við tókum upp lagið og myndbandið á sama tíma, mig langaði svo gera þetta „live“ og vera ekkert að flækja hlutina,“ segir María. Hún segist alltaf hafa verið mikill Jessie J aðdáandi og að hana hafi lengi langað til að gefa út ábreiðu af lagi úr hennar smiðju. „Þetta lag hefur alltaf verið uppáhalds lagið mitt með henni. Ég sá hana svo syngja þetta lag á tónleikunum hennar í Laugardalshöllinni og tengdi sérstaklega við það og fór þá að hugsa að það væri gaman að taka það upp,“ segir María. Það var þó ekki bara lagið sem heillaði hana, því María hreifst einnig af boðskapnum í textanum. „Ég man að eftir Eurovision, þegar maður var ekkert allt of hress og sáttur með að hafa dottið út og átti að fara gíra sig upp í viðtöl, þá sagði Valli Sport við mig: „Það er allt í lagi að segja ekki alltaf allt gott.“ Sem er alveg rétt, því fólk á ekki að þurfa þykjast og boðskapurinn í textanum er sá sami og er eitthvað svo fallegur.“ Myndbandið var tekið upp og unnið af Eiríki Þór Hafdal og sá Einar Vilberg í stúdíóinu Hljóðverki um upptökustjórn. Í laginu leikur Baldur Kristjánsson á bassa, Gunnar Leó Pálsson á cajon og Helgi Reynir Jónsson á gítar en hann hljóðblandar einnig lagið.
Tengdar fréttir Tekur lítil skref í átt frá Eurovision-Maríu María Ólafsdóttir gefur út sitt fyrsta lag í dag. Söngkonan samdi textann við lagið Someday. 16. október 2015 08:30 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tekur lítil skref í átt frá Eurovision-Maríu María Ólafsdóttir gefur út sitt fyrsta lag í dag. Söngkonan samdi textann við lagið Someday. 16. október 2015 08:30