Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2016 11:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að öllum ætti að vera ljóst að stúlkan hefði ekki horfið sjálfviljug í 30 klukkustundir. Vísir/EPA Meint nauðgun hælisleitenda á 13 ára rússneskumælandi stúlku í Berlín hefur valdið miklum usla undanfarna daga. Fregnir af atvikinu hafa leitt til mótmæla gegna hælisleitendum meðal rússneskumælandi íbúa Þýskalands, sem eru nokkuð margir. Utanríkisráðherra Rússlands hefur sakað yfirvöld í Berlín um að hylma yfir nauðgunina. Þjóðverjar segja hins vegar að engin nauðgun hafi átt sér stað en rannsaka þó tvo menn fyrir barnaníð. Rússneskumælandi íbúar Þýskalands og hægri aðgerðarsinnar mótmæltu á götum borga í Þýskalandi um síðustu helgi. Þá hafði sjónvarpsfrétt um málið birst í Rússlandi sem dreift var víða á samfélagsmiðlum. Samkvæmt fréttinni var stúlkunni rænt úr skóla sínum af hælisleitendum. Henni var haldið í 30 tíma og nauðgað af þeim. Mótmælendur héldu á skiltum sem á stóð: „Við viljum öryggi“ og „Börnin okkar eru í hættu“. Hægri öfgamenn hafa notað málið til að kasta olíu á þann eld sem málefni hælisleitenda eru í Þýskalandi í dag. BBC bendir á að rússneskir fánar sjáist oft á mótmælum gegn múslimum í Þýskalandi, eins og þegar Pegida samtökin haldi slík mótmæli.Engin ummerki um nauðgun Stúlkan sem heitir Lisa hvarf þann 11. janúar síðastliðinn en kom aftur heim til sín degi seinna. Hún hélt því fram að henni hefði verið rænt og að henni hefði verið nauðgað. Rannsókn sýndi þó ekki fram á ummerki um nauðgun né nokkurra kynferðislegra athafna og breytti stúlkan sögu sinni. Lögreglan telur að hún hafi þó haft kynmök áður en hún hvarf og eru tveir menn nú undir rannsókn lögreglu. Þeir eru grunaðir um barnaníð.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði svo yfirvöld í Berlín og Þýskalandi um að hylma yfir málið í vikunni. Hann sagði að öllum ætti að vera ljóst að stúlkan hefði ekki horfið sjálfviljug í 30 klukkustundir. „Ég vona að þessum vandamálum verði ekki sópað undir teppi og að atvik eins og atvik Lisu okkar muni ekki endurtaka sig,“ sagði Lavrov.Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlína.Vísir/EPAÞjóðverjar svara fyrir sig Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínar, sagði á blaðamannafundi í gær að það kæmi honum mjög á óvart að yfirvöld í Moskvu væru að skipta sér af lögreglumáli í Þýskalandi. Hann sagði lögreglu sem og saksóknara í Þýskalandi fara eftir lögum. „Þær ásakanir að rannsakendur séu að hylma yfir eitthvað verða ekki réttar ef þær eru sagðar nógu oft.“ Samkvæmt BBC hafa aðrir stjórnmálamenn í Þýskalandi brugðist reiðir við ásökunum Rússa og saka yfirvöld þar um að kveikja undir hægri sinnuðum samsæriskenningum í Þýskalandi. Mikil spenna er þegar í Þýskalandi vegna málefna hælisleitenda og þá sérstaklega eftir árásirnar í Köln á nýársnótt.Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði ekkert tilefni vera til að beita áróðri sem þessum til að hafa áhrif á erfiða umræðu um málefni flóttamanna í Þýskalandi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að yfirvöld ættu að geta rannsakað málið án þrýstings frá stjórnvöldum annars ríkis. Hann sagði að ekki ætti að nota þetta mál í stjórnmálalegum tilgangi. Ríkisreknir fjölmiðlar í Rússlandi hafa áður verið sakaðir um að nota áróður til að ýta undir óróa með rússneskumælandi íbúa eystrasaltsríkjanna. BBC segir embættismenn óttast að sömu taktík gæti nú verið beitt í Þýskalandi, mögulega vegna viðskiptaþvingana ESB gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar. Tengdar fréttir Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53 NATO leitar leiða til að bregðast við „upplýsingavopni“ Rússa Huga að auknum samskiptum og birtingu leynilegra ganga í stað lyga. 27. janúar 2016 16:51 Fjörutíu innflytjendur handteknir í fjölmennum lögregluaðgerðum í Düsseldorf Um 300 lögreglumenn tóku þátt í aðgerð í Maghreb-hverfinu í þýsku borginni Düsseldorf. 17. janúar 2016 21:11 Sá fyrsti handtekinn vegna kynferðisárása í Köln 26 ára hælisleitandi frá Alsír var fyrstur grunaðra til að vera handtekinn fyrir kynferðisbrot. 18. janúar 2016 23:18 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Meint nauðgun hælisleitenda á 13 ára rússneskumælandi stúlku í Berlín hefur valdið miklum usla undanfarna daga. Fregnir af atvikinu hafa leitt til mótmæla gegna hælisleitendum meðal rússneskumælandi íbúa Þýskalands, sem eru nokkuð margir. Utanríkisráðherra Rússlands hefur sakað yfirvöld í Berlín um að hylma yfir nauðgunina. Þjóðverjar segja hins vegar að engin nauðgun hafi átt sér stað en rannsaka þó tvo menn fyrir barnaníð. Rússneskumælandi íbúar Þýskalands og hægri aðgerðarsinnar mótmæltu á götum borga í Þýskalandi um síðustu helgi. Þá hafði sjónvarpsfrétt um málið birst í Rússlandi sem dreift var víða á samfélagsmiðlum. Samkvæmt fréttinni var stúlkunni rænt úr skóla sínum af hælisleitendum. Henni var haldið í 30 tíma og nauðgað af þeim. Mótmælendur héldu á skiltum sem á stóð: „Við viljum öryggi“ og „Börnin okkar eru í hættu“. Hægri öfgamenn hafa notað málið til að kasta olíu á þann eld sem málefni hælisleitenda eru í Þýskalandi í dag. BBC bendir á að rússneskir fánar sjáist oft á mótmælum gegn múslimum í Þýskalandi, eins og þegar Pegida samtökin haldi slík mótmæli.Engin ummerki um nauðgun Stúlkan sem heitir Lisa hvarf þann 11. janúar síðastliðinn en kom aftur heim til sín degi seinna. Hún hélt því fram að henni hefði verið rænt og að henni hefði verið nauðgað. Rannsókn sýndi þó ekki fram á ummerki um nauðgun né nokkurra kynferðislegra athafna og breytti stúlkan sögu sinni. Lögreglan telur að hún hafi þó haft kynmök áður en hún hvarf og eru tveir menn nú undir rannsókn lögreglu. Þeir eru grunaðir um barnaníð.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði svo yfirvöld í Berlín og Þýskalandi um að hylma yfir málið í vikunni. Hann sagði að öllum ætti að vera ljóst að stúlkan hefði ekki horfið sjálfviljug í 30 klukkustundir. „Ég vona að þessum vandamálum verði ekki sópað undir teppi og að atvik eins og atvik Lisu okkar muni ekki endurtaka sig,“ sagði Lavrov.Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlína.Vísir/EPAÞjóðverjar svara fyrir sig Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínar, sagði á blaðamannafundi í gær að það kæmi honum mjög á óvart að yfirvöld í Moskvu væru að skipta sér af lögreglumáli í Þýskalandi. Hann sagði lögreglu sem og saksóknara í Þýskalandi fara eftir lögum. „Þær ásakanir að rannsakendur séu að hylma yfir eitthvað verða ekki réttar ef þær eru sagðar nógu oft.“ Samkvæmt BBC hafa aðrir stjórnmálamenn í Þýskalandi brugðist reiðir við ásökunum Rússa og saka yfirvöld þar um að kveikja undir hægri sinnuðum samsæriskenningum í Þýskalandi. Mikil spenna er þegar í Þýskalandi vegna málefna hælisleitenda og þá sérstaklega eftir árásirnar í Köln á nýársnótt.Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði ekkert tilefni vera til að beita áróðri sem þessum til að hafa áhrif á erfiða umræðu um málefni flóttamanna í Þýskalandi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að yfirvöld ættu að geta rannsakað málið án þrýstings frá stjórnvöldum annars ríkis. Hann sagði að ekki ætti að nota þetta mál í stjórnmálalegum tilgangi. Ríkisreknir fjölmiðlar í Rússlandi hafa áður verið sakaðir um að nota áróður til að ýta undir óróa með rússneskumælandi íbúa eystrasaltsríkjanna. BBC segir embættismenn óttast að sömu taktík gæti nú verið beitt í Þýskalandi, mögulega vegna viðskiptaþvingana ESB gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar.
Tengdar fréttir Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53 NATO leitar leiða til að bregðast við „upplýsingavopni“ Rússa Huga að auknum samskiptum og birtingu leynilegra ganga í stað lyga. 27. janúar 2016 16:51 Fjörutíu innflytjendur handteknir í fjölmennum lögregluaðgerðum í Düsseldorf Um 300 lögreglumenn tóku þátt í aðgerð í Maghreb-hverfinu í þýsku borginni Düsseldorf. 17. janúar 2016 21:11 Sá fyrsti handtekinn vegna kynferðisárása í Köln 26 ára hælisleitandi frá Alsír var fyrstur grunaðra til að vera handtekinn fyrir kynferðisbrot. 18. janúar 2016 23:18 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53
NATO leitar leiða til að bregðast við „upplýsingavopni“ Rússa Huga að auknum samskiptum og birtingu leynilegra ganga í stað lyga. 27. janúar 2016 16:51
Fjörutíu innflytjendur handteknir í fjölmennum lögregluaðgerðum í Düsseldorf Um 300 lögreglumenn tóku þátt í aðgerð í Maghreb-hverfinu í þýsku borginni Düsseldorf. 17. janúar 2016 21:11
Sá fyrsti handtekinn vegna kynferðisárása í Köln 26 ára hælisleitandi frá Alsír var fyrstur grunaðra til að vera handtekinn fyrir kynferðisbrot. 18. janúar 2016 23:18
„Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00