Líkamsárás á Loftinu: Deilt um hvort Bent hafi nefbrotið Friðrik Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 14:00 Bent játað að hafa slegið Friðrik ítrekað í andlitið á Loftinu. Vísir Aðalmeðferð í sakamáli gegn tónlistarmanninum og leikstjóranum Ágústi Bent Sigbertssyni fyrir líkamsárás gegn Friðriki Larsen, stjórnarformanni ÍMARK, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bent hefur játað brotið en í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 14. mars í fyrra á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. Margir voru vitni að árásinni, líkt og Vísir greindi frá. Bent er gefið að sök að hafa slegið Friðrik ítrekað í andlitið þannig að hann brotnaði á vinstra nefbeini, hlaut bólgur og mar og sprungna vör. Friðrik hefur sagt árásina „fólskulega.“ Fyrir dómi benti verjandi Bents á að hann hefur játað brotið og sýnt iðrun. Rottweiler-hundurinn fyrrverandi kom meðal annars fram í útvarpsþættinum FM95BLÖ stuttu eftir árásina og sagðist þar hafa komið afsökunarbeiðni til Friðriks. Hann sagðist búast við því að hljóta dóm vegna árásarinnar.Viðtalið við Bent má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst þegar ein klukkustund og 38 mínútur eru liðnar af þættinum.Verjandi telur nefbrot ekki fullsannað Meint brot Bents varðar við 1. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga og getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þá gerir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Friðriks, kröfu um rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd umbjóðanda síns. Árni Helgason, verjandi Bents, færði þó rök fyrir því fyrir dómi að heimfæra ætti brot Bents undir 217. grein sömu laga þar sem ekki væri fullsannað að Friðrik hefði nefbrotnað við árásina. Minniháttar líkamsárásir heyra undir 217. grein en í dómaframkvæmd hefur munurinn á 217. og 218. grein verið afmarkaður við beinbrot brotaþola.Í héraðsdómi Reykjavíkur í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut.Vísir/ValliÍ héraðsdómi í dag var rætt símleiðis við tvo lækna sem skrifuðu upp á vottorð vegna áverka Friðriks í fyrra. Sögðu þeir báðir að áverkarnir samræmdust frásögn hans vel. Læknir á bráðamóttöku gat ekki fullyrt að Friðrik hefði nefbrotnað en röntgenlæknir á Domus Medica, þangað sem Friðrik leitaði nokkru síðar, sagði að „ótilfært nefbrot“ hefði komið í ljós, þ.e. sprunga í nefbeini sem ekki er hægt að fullyrða að nái í gegnum allt beinið þar sem nefið er ekki skakkt. Sem fyrr segir, fer lögmaður Friðriks Larsens fram á rúmlega fjögurra milljóna króna skaðabætur. Segir hann Friðrik enn ekki hafa náð sér, hann sé enn að hitta sálfræðing vegna hennar og hafi sýnt einkenni áfallastreituröskunar við læknisskoðun. Þá hafi hann farið til Lundúna beint í kjölfar árásarinnar þar sem hann vildi ekki sýna illa útleikið andlit sitt vinum og samstarfsfélögum. Bent var ákærður fyrir líkamsárás árið 2010 fyrir árás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt. Tengdar fréttir Bent játar líkamsárás en neitar afleiðingunum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært leikstjórann og tónlistarmanninn Ágúst Bent Sigbertsson fyrir líkamsárás á Loftinu í mars fyrra. 20. janúar 2016 13:19 Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Ágúst Bent Sigbertsson sér eftir atvikinu á Loftinu og segist ætlar læra af því. 10. apríl 2015 19:29 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Aðalmeðferð í sakamáli gegn tónlistarmanninum og leikstjóranum Ágústi Bent Sigbertssyni fyrir líkamsárás gegn Friðriki Larsen, stjórnarformanni ÍMARK, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bent hefur játað brotið en í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 14. mars í fyrra á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. Margir voru vitni að árásinni, líkt og Vísir greindi frá. Bent er gefið að sök að hafa slegið Friðrik ítrekað í andlitið þannig að hann brotnaði á vinstra nefbeini, hlaut bólgur og mar og sprungna vör. Friðrik hefur sagt árásina „fólskulega.“ Fyrir dómi benti verjandi Bents á að hann hefur játað brotið og sýnt iðrun. Rottweiler-hundurinn fyrrverandi kom meðal annars fram í útvarpsþættinum FM95BLÖ stuttu eftir árásina og sagðist þar hafa komið afsökunarbeiðni til Friðriks. Hann sagðist búast við því að hljóta dóm vegna árásarinnar.Viðtalið við Bent má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst þegar ein klukkustund og 38 mínútur eru liðnar af þættinum.Verjandi telur nefbrot ekki fullsannað Meint brot Bents varðar við 1. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga og getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þá gerir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Friðriks, kröfu um rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd umbjóðanda síns. Árni Helgason, verjandi Bents, færði þó rök fyrir því fyrir dómi að heimfæra ætti brot Bents undir 217. grein sömu laga þar sem ekki væri fullsannað að Friðrik hefði nefbrotnað við árásina. Minniháttar líkamsárásir heyra undir 217. grein en í dómaframkvæmd hefur munurinn á 217. og 218. grein verið afmarkaður við beinbrot brotaþola.Í héraðsdómi Reykjavíkur í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut.Vísir/ValliÍ héraðsdómi í dag var rætt símleiðis við tvo lækna sem skrifuðu upp á vottorð vegna áverka Friðriks í fyrra. Sögðu þeir báðir að áverkarnir samræmdust frásögn hans vel. Læknir á bráðamóttöku gat ekki fullyrt að Friðrik hefði nefbrotnað en röntgenlæknir á Domus Medica, þangað sem Friðrik leitaði nokkru síðar, sagði að „ótilfært nefbrot“ hefði komið í ljós, þ.e. sprunga í nefbeini sem ekki er hægt að fullyrða að nái í gegnum allt beinið þar sem nefið er ekki skakkt. Sem fyrr segir, fer lögmaður Friðriks Larsens fram á rúmlega fjögurra milljóna króna skaðabætur. Segir hann Friðrik enn ekki hafa náð sér, hann sé enn að hitta sálfræðing vegna hennar og hafi sýnt einkenni áfallastreituröskunar við læknisskoðun. Þá hafi hann farið til Lundúna beint í kjölfar árásarinnar þar sem hann vildi ekki sýna illa útleikið andlit sitt vinum og samstarfsfélögum. Bent var ákærður fyrir líkamsárás árið 2010 fyrir árás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt.
Tengdar fréttir Bent játar líkamsárás en neitar afleiðingunum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært leikstjórann og tónlistarmanninn Ágúst Bent Sigbertsson fyrir líkamsárás á Loftinu í mars fyrra. 20. janúar 2016 13:19 Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Ágúst Bent Sigbertsson sér eftir atvikinu á Loftinu og segist ætlar læra af því. 10. apríl 2015 19:29 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Bent játar líkamsárás en neitar afleiðingunum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært leikstjórann og tónlistarmanninn Ágúst Bent Sigbertsson fyrir líkamsárás á Loftinu í mars fyrra. 20. janúar 2016 13:19
Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28
Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Ágúst Bent Sigbertsson sér eftir atvikinu á Loftinu og segist ætlar læra af því. 10. apríl 2015 19:29
Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24