Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2015 19:29 Árásin átti sér stað aðfaranótt 14. mars síðastliðinn. „Ég var á lögreglustöðinni í hádeginu,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson sem var gestur í útvarpsþættinum FM95BLÖ í dag, en Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að leikstjórinn og tónlistarmaðurinn hafi ráðist á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. „Ég get kannski ekki sagt ítarlega frá því hvað gerðist en ég skeit í raun bara á mig. Ég gerði mistök og missti mig í fimm sekúndur og það mun draga dilk á eftir sér í töluvert lengri tíma en það.“Sjá einnig: Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Fjölmargir aðilar úr auglýsingabransanum voru saman komnir á Loftinu að lokinni ÍMARK-hátíðinni sem haldin var í Háskólabíói föstudagskvöldið 13. mars. Bent mun hafa látið nokkur þung högg dynja á andliti Friðriks en fjölmenni var á staðnum og urðu margir vitni að árásinni. „Fyrir þá ungu hlustendur sem eru að spá í því að kýla einhvern, ekki gera það. Það gefur lítið af sér og fokkar þér upp lengi. Verið meira eins og Jón Jónsson og minna eins og ég,“ segir Bent. Friðrik, sem meðal annars hlaut áverka á andliti, hringdi sjálfur í lögreglu sem mætti á svæðið og fylgdi honum á slysadeild. Bent flúði af vettvangi en Friðrik hefur kært líkamsárásina til lögreglu.Sjá einnig: Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“„Ég er búinn að koma til hans [Friðriks] einhverjum afsökunarbeiðnum en hef ekkert hitt hann eftir atvikið. Ég mun alltaf taka út einhverja refsingu fyrir þetta, fyrir utan það mannorðsmorð sem nú þegar hefur átt sér stað, og réttilega. Ég mun fá dóm og þarf að borga peninga. Ég verð bara að læra af þessu.“ Viðtalið við Bent hefst þegar 1:38:20 er liðið af þættinum hér að neðan. Fyrr í dag gáfu XXX Rottweilerhundar út nýtt lag en Bent leikstýrir myndbandinu sjálfur sem sjá má hér. Tengdar fréttir Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
„Ég var á lögreglustöðinni í hádeginu,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson sem var gestur í útvarpsþættinum FM95BLÖ í dag, en Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að leikstjórinn og tónlistarmaðurinn hafi ráðist á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. „Ég get kannski ekki sagt ítarlega frá því hvað gerðist en ég skeit í raun bara á mig. Ég gerði mistök og missti mig í fimm sekúndur og það mun draga dilk á eftir sér í töluvert lengri tíma en það.“Sjá einnig: Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Fjölmargir aðilar úr auglýsingabransanum voru saman komnir á Loftinu að lokinni ÍMARK-hátíðinni sem haldin var í Háskólabíói föstudagskvöldið 13. mars. Bent mun hafa látið nokkur þung högg dynja á andliti Friðriks en fjölmenni var á staðnum og urðu margir vitni að árásinni. „Fyrir þá ungu hlustendur sem eru að spá í því að kýla einhvern, ekki gera það. Það gefur lítið af sér og fokkar þér upp lengi. Verið meira eins og Jón Jónsson og minna eins og ég,“ segir Bent. Friðrik, sem meðal annars hlaut áverka á andliti, hringdi sjálfur í lögreglu sem mætti á svæðið og fylgdi honum á slysadeild. Bent flúði af vettvangi en Friðrik hefur kært líkamsárásina til lögreglu.Sjá einnig: Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“„Ég er búinn að koma til hans [Friðriks] einhverjum afsökunarbeiðnum en hef ekkert hitt hann eftir atvikið. Ég mun alltaf taka út einhverja refsingu fyrir þetta, fyrir utan það mannorðsmorð sem nú þegar hefur átt sér stað, og réttilega. Ég mun fá dóm og þarf að borga peninga. Ég verð bara að læra af þessu.“ Viðtalið við Bent hefst þegar 1:38:20 er liðið af þættinum hér að neðan. Fyrr í dag gáfu XXX Rottweilerhundar út nýtt lag en Bent leikstýrir myndbandinu sjálfur sem sjá má hér.
Tengdar fréttir Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28
Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24