„Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. janúar 2016 22:00 Hér til vinstri má sjá myndina af Elmu sem fylgir átakinu en til hægri sést hún fyrir fimm árum, skömmu áður en hún greindist. myndir/kraftur/elma lísa „Þetta var ógeðslega erfitt. Sérstaklega af því hversu langan tíma það tók að fá greiningu,“ segir Elma Lísa Kemp. Elma Lísa er ein fyrirsætanna sem er áberandi í #ShareYourScar herferð Krafts en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. #ShareYourScar hvetur þá sem eru með ör eftir krabbameinsmeðferð til að deila mynd af því og segja sína sögu á samfélagsmiðlum. Þeir sem ekki bera slíkt ör geta meðal annars deilt myndum af tíu einstaklingum sem fara fyrir herferðinni. Elma Lísa er átján ára gömul í dag en árið 2011, þegar hún var þrettán ára gömul, greindist hún með krabbamein í rifbeini og í hryggnum. Greiningarferlið tók um tvö ár. „Til að byrja með var þetta greint sem athyglissýki. Ég fór í endalausar myndatökur og lengi vel voru kírópraktorar það sem hélt mér gangandi.“Verst að vera alltaf afskrifuð Á þessum tíma æfði Elma bæði handbolta og djassballett en var hætt að geta beitt sér í áhugamálum sínum sökum verkja. Hún gat ekki hlaupið líkt og hún gat áður og það eitt að labba gat verið mikil raun. Greininguna fékk hún loksins eftir að hún hálf hné niður í göngutúr með móður sinni. „Það versta var eiginlega að vita að það væri eitthvað að en það var alltaf afskrifað og aldrei hlustað á mig. Mamma fór þarna með mig til læknis og hreinlega heimtaði að eitthvað yrði gert. Hún sagði að það gæti ekki verið athyglissýki sem væri að hrjá mig, það hreinlega gengi ekki upp. Í kjölfarið var ég send í segulómun og þá kom æxli í ljós í mænu hennar,“ segir Elma. Í sömu rannsókn kom einnig í ljós kúla undir vinstra brjóstinu sem var á stærð við epli. Læknarnir hér heima töldu að um væri að ræða brjóskmyndun sem hefði myndast vegna þess að hún hefði beitt sér á rangan hátt. Þeir vildu fjarlægja fyrirferðina með aðgerð hér heima en eftir það sem á undan hafði gengið leyst Elmu og fjölskyldu hennar ekki nógu vel á það. Það varð úr að hún fór til Kanada til að gangast undir aðgerð þar. „Þegar við komum út þá spurðu læknarnir hvað í ósköpunum þetta væri sem var undir brjóstinu mínu. Við sögðum þeim að þetta væri líklega brjóskmyndun en þeir sögðu að þetta væri alls ekki brjósk. Aðgerðinni var frestað um einn dag til að rannsaka þetta frekar og þá kom í ljós að um var að ræða illkynja beinkrabbamein,“ segir Elma.„Mikilvægast er að gefast aldrei upp,“ segir Elma. Þessi mynd var tekin skömmu eftir að meðferð lauk.Aldrei að gefast upp Elma var skorin upp á bakinu og æxlið var fjarlægt frá mænunni. Eftir það kom hún heim til Íslands og hóf lyfjameðferð í febrúar árið 2011. Hlé var gert á lyfjameðferðinni eftir þrjá mánuði til að fjarlægja þrjú og hálft rifbein úr henni. Lyfjameðferðin tók allt í allt um ár og hefur meinið ekki látið á sér kræla eftir hana. Strax eftir að lyfjameðferðinni lauk tók sjúkraþjálfun við. „Svona meðferð reynir gífurlega á mann. Ég hafði enga matarlyst og léttist um tólf kíló. Allir vöðvar rýrnuðu eins og gefur að skilja eftir níu mánaða spítalavist,“ segir Elma. Í dag er hún á þriðja ári í Menntaskólanum við Sund og vinnur með fram náminu í verslun Útilífs. Eftir að menntaskóla lýkur stefnir hún að því að ferðast og mögulega að flytja af landinu. „Það mikilvægasta, og það sem maður verður alltaf að hafa bak við eyrað, er að muna að gefast aldrei upp. Maður verður alltaf að halda áfram sama hvað. Bjartari tímar eru bara handan við hornið,“ segir Elma Lísa að lokum.Markmið #ShareYourScar er að opna á umræðu tengda krabbameini og stuðla að vitundarvakningu meðal fólks um að krabbamein sé ekki endilega banvænt. Kraftur stendur meðal annars, auk herferðarinnar, fyrir málfundi í Stúdentakjallaranum, 26. janúar næstkomandi, um krabbamein og ungt fólk. Þar verður til dæmis fjallað um það að lifa með krabbameini og hvort karlar og konur sem greinst hafa með krabbamein njóti jafnréttis. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Þetta var ógeðslega erfitt. Sérstaklega af því hversu langan tíma það tók að fá greiningu,“ segir Elma Lísa Kemp. Elma Lísa er ein fyrirsætanna sem er áberandi í #ShareYourScar herferð Krafts en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. #ShareYourScar hvetur þá sem eru með ör eftir krabbameinsmeðferð til að deila mynd af því og segja sína sögu á samfélagsmiðlum. Þeir sem ekki bera slíkt ör geta meðal annars deilt myndum af tíu einstaklingum sem fara fyrir herferðinni. Elma Lísa er átján ára gömul í dag en árið 2011, þegar hún var þrettán ára gömul, greindist hún með krabbamein í rifbeini og í hryggnum. Greiningarferlið tók um tvö ár. „Til að byrja með var þetta greint sem athyglissýki. Ég fór í endalausar myndatökur og lengi vel voru kírópraktorar það sem hélt mér gangandi.“Verst að vera alltaf afskrifuð Á þessum tíma æfði Elma bæði handbolta og djassballett en var hætt að geta beitt sér í áhugamálum sínum sökum verkja. Hún gat ekki hlaupið líkt og hún gat áður og það eitt að labba gat verið mikil raun. Greininguna fékk hún loksins eftir að hún hálf hné niður í göngutúr með móður sinni. „Það versta var eiginlega að vita að það væri eitthvað að en það var alltaf afskrifað og aldrei hlustað á mig. Mamma fór þarna með mig til læknis og hreinlega heimtaði að eitthvað yrði gert. Hún sagði að það gæti ekki verið athyglissýki sem væri að hrjá mig, það hreinlega gengi ekki upp. Í kjölfarið var ég send í segulómun og þá kom æxli í ljós í mænu hennar,“ segir Elma. Í sömu rannsókn kom einnig í ljós kúla undir vinstra brjóstinu sem var á stærð við epli. Læknarnir hér heima töldu að um væri að ræða brjóskmyndun sem hefði myndast vegna þess að hún hefði beitt sér á rangan hátt. Þeir vildu fjarlægja fyrirferðina með aðgerð hér heima en eftir það sem á undan hafði gengið leyst Elmu og fjölskyldu hennar ekki nógu vel á það. Það varð úr að hún fór til Kanada til að gangast undir aðgerð þar. „Þegar við komum út þá spurðu læknarnir hvað í ósköpunum þetta væri sem var undir brjóstinu mínu. Við sögðum þeim að þetta væri líklega brjóskmyndun en þeir sögðu að þetta væri alls ekki brjósk. Aðgerðinni var frestað um einn dag til að rannsaka þetta frekar og þá kom í ljós að um var að ræða illkynja beinkrabbamein,“ segir Elma.„Mikilvægast er að gefast aldrei upp,“ segir Elma. Þessi mynd var tekin skömmu eftir að meðferð lauk.Aldrei að gefast upp Elma var skorin upp á bakinu og æxlið var fjarlægt frá mænunni. Eftir það kom hún heim til Íslands og hóf lyfjameðferð í febrúar árið 2011. Hlé var gert á lyfjameðferðinni eftir þrjá mánuði til að fjarlægja þrjú og hálft rifbein úr henni. Lyfjameðferðin tók allt í allt um ár og hefur meinið ekki látið á sér kræla eftir hana. Strax eftir að lyfjameðferðinni lauk tók sjúkraþjálfun við. „Svona meðferð reynir gífurlega á mann. Ég hafði enga matarlyst og léttist um tólf kíló. Allir vöðvar rýrnuðu eins og gefur að skilja eftir níu mánaða spítalavist,“ segir Elma. Í dag er hún á þriðja ári í Menntaskólanum við Sund og vinnur með fram náminu í verslun Útilífs. Eftir að menntaskóla lýkur stefnir hún að því að ferðast og mögulega að flytja af landinu. „Það mikilvægasta, og það sem maður verður alltaf að hafa bak við eyrað, er að muna að gefast aldrei upp. Maður verður alltaf að halda áfram sama hvað. Bjartari tímar eru bara handan við hornið,“ segir Elma Lísa að lokum.Markmið #ShareYourScar er að opna á umræðu tengda krabbameini og stuðla að vitundarvakningu meðal fólks um að krabbamein sé ekki endilega banvænt. Kraftur stendur meðal annars, auk herferðarinnar, fyrir málfundi í Stúdentakjallaranum, 26. janúar næstkomandi, um krabbamein og ungt fólk. Þar verður til dæmis fjallað um það að lifa með krabbameini og hvort karlar og konur sem greinst hafa með krabbamein njóti jafnréttis.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira