Ótrúlegt ferðalag á fyrstu dögunum: „Aldrei séð aðra eins fagmennsku“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2016 20:15 Drengurinn litli hefur verið í öruggum höndum allt sitt líf. Hér er hann með foreldrum sínu, Jóhönnu og Sveini Gunnari. Vísir/Kristborg Bóel Austurfrétt Honum heilsast vel, litla drengnum þeirra Jóhönnu Sigfúsdóttur og Sveins Gunnars Guðmundssonar, sem fæddist á Neskaupstað á jóladag en hann upplifði meira á fyrstu dögum ævi sinnar en margir komast í gegnum á nokkrum árum. Tveggja daga gamall þurfti hann að komast undir læknishendur í Reykjavík sem reyndist mikil svaðilför enda mikill veðurofsi víðsvegar um land. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að sækja drenginn en aðstæður voru mjög erfiðar.Sjá einnig: Þyrla flutti nýbura á Landspítalann eftir langt og strangt flugJóhanna og Sveinn Gunnar ræddu atburðarrásina í viðtali við héraðsmiðilinn Austurfrétt en fljótlega eftir fæðinguna, sem gekk hratt og vel, kom í ljós að að koma þyrfti nýfædda drengnum undir læknishendur í Reykjavík. „Það er ekki óalgengt að nýburar séu latir að drekka og átti þetta því bara að ganga yfir,“ útskýrði Jóhanna í viðtalinu við Austurfrétt. „Þegar hann var tveggja daga gamall var ljóst að við þyrftum að fara með hann suður í nánara eftirlit.“ Við tók langt og strangt ferðalag en ekki var hægt að lenda sjúkraflugvél á Egilsstöðum og því var þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var við leit að manni við Ölfusá, kölluð út.Sjá má frétt Stöðvar 2 um björgunaraðgerðina hér fyrir neðan Telja má ljóst að þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar hafi unnið þrekvirki í hættulegum sviptivindum þegar þeir komu fjölskyldunni litlu til hjálpar en þeir ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um ferðalagið. Jóhanna fer fögrum orðum um starfsmenn Landhelgisgæslunnar.Sjá einnig: Afi litla drengsins tók þátt í björgunaraðgerðum„Við fundum ekki mikið fyrir veðrinu í þyrlunni, ég var búin að undirbúa mig fyrir mun verri ferð. Þeir hjá Landhelgisgæslunni eru algerir snillingar, buðu okkur bæði að borða og drekka, þetta var bara eins og á lúxushóteli,“ segir Jóhanna við Austurfrétt.Fóru í gegnum ókláruð jarðgöng Þyrlan gat ekki lent á Neskaupstað en náði að lokum að lenda á Breiðdalsvík um kvöldið. Ferðalagið frá Neskaupstað og að Breiðdalsvík tók um þrjá og hálfan tíma og kom pabbi Sveins Gunnars, Guðmundur H. Sigfússon slökkviliðsstjóri Fjarðarbyggðar, að ferðinni en þau fengu m.a. leyfi til að fara í gegnum hin nýju Norðfjarðargöng sem ekki eru fullkláruð. „Veðrið var gersamlega kolvitlaust og sjúkrabíllinn fékk fylgd björgunarsveitarinnar í Neskaupstað í Norðfirði og gegnum nýju göngin, sem eru illfær,“ sagði Sveinn Gunnar við Austurfrétt. „Pabbi (Guðmundur H. Sigfússon, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar) fylgdi okkur svo frá göngunum Eskifjarðarmegin og út að slökkvistöðinni á álverslóðinni.“Sjá einnig: Líðan nýburans stöðug Þar kom barnalæknir frá þyrlunni til móts við þau og þaðan fengu þau fylgd frá björgunarsveitarmönnum að þyrlunni. Við tók þriggja tíma flugferð til Reykjavíkur en þyrlan lagði af stað stað frá Breiðdalsvík klukkan 00.39 og lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 03.17.Aldrei séð aðra eins fagmennsku Vel var tekið á móti Jóhönnu, drengnum nýfædda og móður Jóhönnu en svo óheppilega vildi til að Sveinn Gunnar fékk svæsna magapest kvöldið eftir fæðinguna og var því ákveðið að hann myndi ekki fara með í þyrlunni. Rannsóknir leiddu í ljós að drengurinn var með bakflæði og er hann allur að braggast. „Niðurstaðan var bakflæði sem er mjög algengt hjá ungabörnum og sérstaklega strákum, en það er eitthvað sem mun eldast af honum,“ sagði Jóhanna við Austurfrétt sem er mjög ánægð með þá þjónustu sem fjölskyldan litla fékk frá því að ljóst var að koma þyrfti drengnum suður. „Ég hef aldrei séð aðra eins fagmennsku í einu og öllu og þar. Upplýsingaflæðið er ótrúlegt, þau vinna saman eins og vel smurð vél,“ sagði Jóhanna og undir þetta tók Sveinn Gunnar, „Við erum full þakklætis til allra þeirra sem að ferlinu komu á einn eða annan hátt. Það er alls ekki sjálfgefið að fá svo faglega og góða þjónustu í hverju horni,“ segir Sveinn að lokum.“Lesa má viðtal Austurfréttar við Jóhönnu og Sveinn Gunnar í heild sinni hér.Atburðarrás vegna þyrluflugs sunnudaginn 27.12. 2015:09:53 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir þyrlu til leitar að manni sem talinn er hafa fallið í Ölfusá. Vegna mikilla anna flugdeildar frá deginum og kvöldinu áður var sammælst um að kalla út áhöfn á þyrlu á hádegi.12:10 Áhöfn kölluð út vegna leitar við Ölfusá. 13:40 Flugtak á TF-SYN frá Reykjavík. 16:00 Beiðni um sjúkraflug í Neskaupstað kemur í gegnum Neyðarlínu i stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Ófært fyrir hefðbundna sjúkraflugvél. 16:00 Haft samband við TF-SYN. Beðnir að koma til Reykjavíkur og sækja sérhæfðan lækni og hjúkrunarfræðing og viðeigandi búnað vegna sjúkraflugs á Neskaupstað. 16:16 Lending TF-SYN í Reykjavík. Áhöfn fer í að undirbúa sjúkraflug á TF-GNÁ. 17:32 Flugtak TF-GNÁ frá Reykjavík. Vindhraði 12-15 m/s úr suð-austri og rigning. Flogið í 4000 feta hæð að Þorlákshöfn og þaðan ströndinni fylgt áleiðis til Hornafjarðar. 19:35 Lending á Hornafirði. Takið eldsneyti. 20:15 Flugtak Hornafirði. Haldið áleiðis úti fyrir ströndinni til Neskaupstaðar. Upplýsingar frá Neskaupstað gáfu til kynna að aðstæður væru erfiðar og óvíst með lendingarstað vegna hálku, hvassviðris og sviptivinda. 20:35 Úti fyrir Hvalnesi. Vindur 20 m/s úr suðri og úrkoma. 21:00 Flogið yfir Neskaupstað og flugvöllinn á Neskaupstað og athugað með mögulegan lendingarstað. Sviptivindar og allt að 35 m/s vindhraði. Ófært að lenda. 21:11 Haldið út Norðfjörð og þaðan suður um. Athuga með mögulega lendingu á Stöðvarfirði. Vegna lélegs skyggnis ekki hægt að lenda á Stöðvarfirði. 21:46 Lent inn í Bænum á Breiðdalsvík. Vindur stöðugur úr suð-austri. Haft samband við Neskaupstað og látið vita um að þyrlan væri lent. Athuga með hvort fært væri landleiðina til Breiðdalsvíkur. Læknir og hjúkrunarfræðingur halda til móts við sjúkling landleiðina. 00:39 Flugtak frá Breiðdalsvík. Suð-austan 10-15 m/s vindur og rigning. 01:14 Lending á Hornafirði. Eldsneytistaka framkvæmd án þess að slökkt væri á mótorum. 01:29 Flugtak frá Hornafirði. Flogið meðfram ströndinni að Þorlákshöfn. 03:00 Flug hækkað í 4000 fet við Þorlákshöfn. 03:17 Lending á Reykjavíkurflugvelli. Tengdar fréttir Afi litla drengsins tók þátt í björgunaraðgerðum Þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar unnu þrekvirki í hættulegum sviptivindum þegar þeir komu tveggja daga gömlum dreng undir læknishendur í Reykjavík í nótt. 28. desember 2015 19:05 Líðan nýburans stöðug Nýburinn, sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á Neskaupstað í nótt, er enn í rannsóknum. 28. desember 2015 10:12 Þyrla flutti nýbura á Landspítalann eftir langt og strangt flug Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í nótt eftir óvenju langt og erfitt björgunarflug frá Neskaupstað, með nýbura sem varð að komast undir læknishendur á Landsspítalanum hið bráðasta. 28. desember 2015 06:55 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Honum heilsast vel, litla drengnum þeirra Jóhönnu Sigfúsdóttur og Sveins Gunnars Guðmundssonar, sem fæddist á Neskaupstað á jóladag en hann upplifði meira á fyrstu dögum ævi sinnar en margir komast í gegnum á nokkrum árum. Tveggja daga gamall þurfti hann að komast undir læknishendur í Reykjavík sem reyndist mikil svaðilför enda mikill veðurofsi víðsvegar um land. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að sækja drenginn en aðstæður voru mjög erfiðar.Sjá einnig: Þyrla flutti nýbura á Landspítalann eftir langt og strangt flugJóhanna og Sveinn Gunnar ræddu atburðarrásina í viðtali við héraðsmiðilinn Austurfrétt en fljótlega eftir fæðinguna, sem gekk hratt og vel, kom í ljós að að koma þyrfti nýfædda drengnum undir læknishendur í Reykjavík. „Það er ekki óalgengt að nýburar séu latir að drekka og átti þetta því bara að ganga yfir,“ útskýrði Jóhanna í viðtalinu við Austurfrétt. „Þegar hann var tveggja daga gamall var ljóst að við þyrftum að fara með hann suður í nánara eftirlit.“ Við tók langt og strangt ferðalag en ekki var hægt að lenda sjúkraflugvél á Egilsstöðum og því var þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var við leit að manni við Ölfusá, kölluð út.Sjá má frétt Stöðvar 2 um björgunaraðgerðina hér fyrir neðan Telja má ljóst að þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar hafi unnið þrekvirki í hættulegum sviptivindum þegar þeir komu fjölskyldunni litlu til hjálpar en þeir ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um ferðalagið. Jóhanna fer fögrum orðum um starfsmenn Landhelgisgæslunnar.Sjá einnig: Afi litla drengsins tók þátt í björgunaraðgerðum„Við fundum ekki mikið fyrir veðrinu í þyrlunni, ég var búin að undirbúa mig fyrir mun verri ferð. Þeir hjá Landhelgisgæslunni eru algerir snillingar, buðu okkur bæði að borða og drekka, þetta var bara eins og á lúxushóteli,“ segir Jóhanna við Austurfrétt.Fóru í gegnum ókláruð jarðgöng Þyrlan gat ekki lent á Neskaupstað en náði að lokum að lenda á Breiðdalsvík um kvöldið. Ferðalagið frá Neskaupstað og að Breiðdalsvík tók um þrjá og hálfan tíma og kom pabbi Sveins Gunnars, Guðmundur H. Sigfússon slökkviliðsstjóri Fjarðarbyggðar, að ferðinni en þau fengu m.a. leyfi til að fara í gegnum hin nýju Norðfjarðargöng sem ekki eru fullkláruð. „Veðrið var gersamlega kolvitlaust og sjúkrabíllinn fékk fylgd björgunarsveitarinnar í Neskaupstað í Norðfirði og gegnum nýju göngin, sem eru illfær,“ sagði Sveinn Gunnar við Austurfrétt. „Pabbi (Guðmundur H. Sigfússon, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar) fylgdi okkur svo frá göngunum Eskifjarðarmegin og út að slökkvistöðinni á álverslóðinni.“Sjá einnig: Líðan nýburans stöðug Þar kom barnalæknir frá þyrlunni til móts við þau og þaðan fengu þau fylgd frá björgunarsveitarmönnum að þyrlunni. Við tók þriggja tíma flugferð til Reykjavíkur en þyrlan lagði af stað stað frá Breiðdalsvík klukkan 00.39 og lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 03.17.Aldrei séð aðra eins fagmennsku Vel var tekið á móti Jóhönnu, drengnum nýfædda og móður Jóhönnu en svo óheppilega vildi til að Sveinn Gunnar fékk svæsna magapest kvöldið eftir fæðinguna og var því ákveðið að hann myndi ekki fara með í þyrlunni. Rannsóknir leiddu í ljós að drengurinn var með bakflæði og er hann allur að braggast. „Niðurstaðan var bakflæði sem er mjög algengt hjá ungabörnum og sérstaklega strákum, en það er eitthvað sem mun eldast af honum,“ sagði Jóhanna við Austurfrétt sem er mjög ánægð með þá þjónustu sem fjölskyldan litla fékk frá því að ljóst var að koma þyrfti drengnum suður. „Ég hef aldrei séð aðra eins fagmennsku í einu og öllu og þar. Upplýsingaflæðið er ótrúlegt, þau vinna saman eins og vel smurð vél,“ sagði Jóhanna og undir þetta tók Sveinn Gunnar, „Við erum full þakklætis til allra þeirra sem að ferlinu komu á einn eða annan hátt. Það er alls ekki sjálfgefið að fá svo faglega og góða þjónustu í hverju horni,“ segir Sveinn að lokum.“Lesa má viðtal Austurfréttar við Jóhönnu og Sveinn Gunnar í heild sinni hér.Atburðarrás vegna þyrluflugs sunnudaginn 27.12. 2015:09:53 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir þyrlu til leitar að manni sem talinn er hafa fallið í Ölfusá. Vegna mikilla anna flugdeildar frá deginum og kvöldinu áður var sammælst um að kalla út áhöfn á þyrlu á hádegi.12:10 Áhöfn kölluð út vegna leitar við Ölfusá. 13:40 Flugtak á TF-SYN frá Reykjavík. 16:00 Beiðni um sjúkraflug í Neskaupstað kemur í gegnum Neyðarlínu i stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Ófært fyrir hefðbundna sjúkraflugvél. 16:00 Haft samband við TF-SYN. Beðnir að koma til Reykjavíkur og sækja sérhæfðan lækni og hjúkrunarfræðing og viðeigandi búnað vegna sjúkraflugs á Neskaupstað. 16:16 Lending TF-SYN í Reykjavík. Áhöfn fer í að undirbúa sjúkraflug á TF-GNÁ. 17:32 Flugtak TF-GNÁ frá Reykjavík. Vindhraði 12-15 m/s úr suð-austri og rigning. Flogið í 4000 feta hæð að Þorlákshöfn og þaðan ströndinni fylgt áleiðis til Hornafjarðar. 19:35 Lending á Hornafirði. Takið eldsneyti. 20:15 Flugtak Hornafirði. Haldið áleiðis úti fyrir ströndinni til Neskaupstaðar. Upplýsingar frá Neskaupstað gáfu til kynna að aðstæður væru erfiðar og óvíst með lendingarstað vegna hálku, hvassviðris og sviptivinda. 20:35 Úti fyrir Hvalnesi. Vindur 20 m/s úr suðri og úrkoma. 21:00 Flogið yfir Neskaupstað og flugvöllinn á Neskaupstað og athugað með mögulegan lendingarstað. Sviptivindar og allt að 35 m/s vindhraði. Ófært að lenda. 21:11 Haldið út Norðfjörð og þaðan suður um. Athuga með mögulega lendingu á Stöðvarfirði. Vegna lélegs skyggnis ekki hægt að lenda á Stöðvarfirði. 21:46 Lent inn í Bænum á Breiðdalsvík. Vindur stöðugur úr suð-austri. Haft samband við Neskaupstað og látið vita um að þyrlan væri lent. Athuga með hvort fært væri landleiðina til Breiðdalsvíkur. Læknir og hjúkrunarfræðingur halda til móts við sjúkling landleiðina. 00:39 Flugtak frá Breiðdalsvík. Suð-austan 10-15 m/s vindur og rigning. 01:14 Lending á Hornafirði. Eldsneytistaka framkvæmd án þess að slökkt væri á mótorum. 01:29 Flugtak frá Hornafirði. Flogið meðfram ströndinni að Þorlákshöfn. 03:00 Flug hækkað í 4000 fet við Þorlákshöfn. 03:17 Lending á Reykjavíkurflugvelli.
Tengdar fréttir Afi litla drengsins tók þátt í björgunaraðgerðum Þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar unnu þrekvirki í hættulegum sviptivindum þegar þeir komu tveggja daga gömlum dreng undir læknishendur í Reykjavík í nótt. 28. desember 2015 19:05 Líðan nýburans stöðug Nýburinn, sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á Neskaupstað í nótt, er enn í rannsóknum. 28. desember 2015 10:12 Þyrla flutti nýbura á Landspítalann eftir langt og strangt flug Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í nótt eftir óvenju langt og erfitt björgunarflug frá Neskaupstað, með nýbura sem varð að komast undir læknishendur á Landsspítalanum hið bráðasta. 28. desember 2015 06:55 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Afi litla drengsins tók þátt í björgunaraðgerðum Þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar unnu þrekvirki í hættulegum sviptivindum þegar þeir komu tveggja daga gömlum dreng undir læknishendur í Reykjavík í nótt. 28. desember 2015 19:05
Líðan nýburans stöðug Nýburinn, sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á Neskaupstað í nótt, er enn í rannsóknum. 28. desember 2015 10:12
Þyrla flutti nýbura á Landspítalann eftir langt og strangt flug Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í nótt eftir óvenju langt og erfitt björgunarflug frá Neskaupstað, með nýbura sem varð að komast undir læknishendur á Landsspítalanum hið bráðasta. 28. desember 2015 06:55