Innlent

Líðan nýburans stöðug

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/vilhelm
Nýburinn, sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á Neskaupstað í nótt, er enn í rannsóknum og líðan hans er stöðug. Óvíst er hvort hann þarf að fara í aðgerð eður ei.

Ekki var hægt að fljúga frá Norðfirði og var því gripið til þess ráðs að nota þyrlu gæslunnar en þyrluflugið tekur umtalsvert lengri tíma. Þyrlan lagði af stað austur á sjötta tímanum í gær og lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í nótt. Slæm veðurskilyrði voru fyrir austan og þurfti þyrlan að lenda í Breiðdalsvík og var nýburinn fluttur þangað landleiðina.

Oddskarðið var ófært þannig að sjúkraflutningamenn fengu leyfi að til að fara í gegnum nýju Norðfjarðargöngin svo barnið kæmist á leiðarenda.


Tengdar fréttir

Þyrla flutti nýbura á Landspítalann eftir langt og strangt flug

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í nótt eftir óvenju langt og erfitt björgunarflug frá Neskaupstað, með nýbura sem varð að komast undir læknishendur á Landsspítalanum hið bráðasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×