Hættir rekstri Litlu kaffistofunnar en vonar að fótboltasafnið verði áfram Bjarki Ármannsson skrifar 9. janúar 2016 11:15 Stefán Þormar Guðmundsson lætur brátt af störfum en hann hefur rekið einn þekktasta áningarstað landsins í 24 ár. Vísir/AFP Stefán Þormar Guðmundsson, sem rekið hefur Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi í nærri aldarfjórðung, lætur brátt af störfum. Auglýst er eftir rekstraraðila á kaffistofunni í Fréttablaði dagsins í dag. „Ég verð sjötugur á þessu ári og þá fer maður að verða vígmóður,“ segir Stefán. „Ég er búinn að vera þarna síðan 1992, svo það er dágóður tími. Maður verður að fara að leggja árar í bát.“ Litla kaffistofan er, líkt og segir í auglýsingunni í Fréttablaðinu, einn þekktasti áningarstaðurinn við þjóðveg eitt og hefur verið rekin frá því í júní 1960. Stefán kveðst ánægður með reksturinn undanfarin ár og segir að staðurinn eigi gott gengi framundan ef rétt er haldið á spilunum.Stefán Þormar hefur staðið vaktina á Litlu kaffistofunni frá árinu 1992.Vísir/Anton„Þetta hefur ótrúlega drjúgt, það er auðvitað fyrst og fremst viðskiptavinunum að þakka sem stoppa hér,“ segir hann. „Ég held að það sé ekkert karlagrobb í okkur að segja að þetta er orðin vel þekkt kaffistofa. Góður áningastaður og hefur oft verið björgunarskýli, þó að björgunarsveitirnar séu búnar að taka það af okkur núna.“ Allir sem litið hafa við á Litlu kaffistofunni undanfarin ár kannast við stórskemmtilega knattspyrnumyndasafnið sem Stefán hefur komið þar upp. Blaðamaður getur hreinlega ekki annað en spurt Stefán, hvað verður um það þegar hann hættir? „Já, það er gott að þú komst inn á þetta,“ segir Stefán. „Það eru mínar mestu áhyggjur.“Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður heimsótti Litlu kaffistofuna árið 2014 og fékk að skoða safnið. Innslag hans má sjá hér fyrir neðan.Stefán hefur klippt knattspyrnumyndir úr dagblöðum frá því að hann var tíu ára en síðan hefur bæst vel í safnið úr öllum áttum. Hann er á þeirri skoðun að safnið eigi að fá að vera áfram uppi á vegg. „Ég get nú ekki farið með þetta í gröfina með mér. Ég bara trúi ekki öðru en að hér komi aðilar sem sýni því skilning að þetta á að vera hér uppi á vegg, þó ég ætli ekki að hafa neina skoðun á því. Þetta á ekki að fara inn á KSÍ eða skrifstofur einhversstaðar þar sem fáir sjá því þetta er alveg ótrúlegt aðdráttarafl sem við höfum notið góðs af. Þannig ég vona að það líði ekki undir lok.“ Tengdar fréttir Vertinn á Litlu kaffistofunni fjúkandi illur út í veðurfræðinga Stefán Þormar Guðmundsson er ósáttur við að veðurfræðingar séu að segja fólki hvort fært sé yfir Hellisheiðina eða ekki. 6. janúar 2015 18:26 Byrjaði að safna íþróttamyndum 10 ára gamall Í júní voru liðin 55 ár frá því að Litla kaffistofan var opnuð við Suðurlandsveg. Úrklippusýning vekur athygli á meðal gestanna. 16. júlí 2015 07:00 Óskemmtileg lífsreynsla, segir eigandi Litlu Kaffistofunnar "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óskemmtileg lífsreynsla," segir Stefán Þormar Guðmundsson eigandi Litlu kaffistofunnar. Par vopnað hnífi og hafnarboltakylfu reyndi að ræna staðinn í morgun. 22. desember 2007 10:32 Fólk hljóp á dyr í Litlu Kaffistofunni Skálftinn sem reið yfir á tólfta tímanum í dag fannst greinilega við Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi. Stefán Þormar Guðmundsson, staðahaldari, segir að gestum og starfsfólki hafi verið brugðið og að nokkrir hafi hlaupið á dyr. 30. ágúst 2012 12:14 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Stefán Þormar Guðmundsson, sem rekið hefur Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi í nærri aldarfjórðung, lætur brátt af störfum. Auglýst er eftir rekstraraðila á kaffistofunni í Fréttablaði dagsins í dag. „Ég verð sjötugur á þessu ári og þá fer maður að verða vígmóður,“ segir Stefán. „Ég er búinn að vera þarna síðan 1992, svo það er dágóður tími. Maður verður að fara að leggja árar í bát.“ Litla kaffistofan er, líkt og segir í auglýsingunni í Fréttablaðinu, einn þekktasti áningarstaðurinn við þjóðveg eitt og hefur verið rekin frá því í júní 1960. Stefán kveðst ánægður með reksturinn undanfarin ár og segir að staðurinn eigi gott gengi framundan ef rétt er haldið á spilunum.Stefán Þormar hefur staðið vaktina á Litlu kaffistofunni frá árinu 1992.Vísir/Anton„Þetta hefur ótrúlega drjúgt, það er auðvitað fyrst og fremst viðskiptavinunum að þakka sem stoppa hér,“ segir hann. „Ég held að það sé ekkert karlagrobb í okkur að segja að þetta er orðin vel þekkt kaffistofa. Góður áningastaður og hefur oft verið björgunarskýli, þó að björgunarsveitirnar séu búnar að taka það af okkur núna.“ Allir sem litið hafa við á Litlu kaffistofunni undanfarin ár kannast við stórskemmtilega knattspyrnumyndasafnið sem Stefán hefur komið þar upp. Blaðamaður getur hreinlega ekki annað en spurt Stefán, hvað verður um það þegar hann hættir? „Já, það er gott að þú komst inn á þetta,“ segir Stefán. „Það eru mínar mestu áhyggjur.“Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður heimsótti Litlu kaffistofuna árið 2014 og fékk að skoða safnið. Innslag hans má sjá hér fyrir neðan.Stefán hefur klippt knattspyrnumyndir úr dagblöðum frá því að hann var tíu ára en síðan hefur bæst vel í safnið úr öllum áttum. Hann er á þeirri skoðun að safnið eigi að fá að vera áfram uppi á vegg. „Ég get nú ekki farið með þetta í gröfina með mér. Ég bara trúi ekki öðru en að hér komi aðilar sem sýni því skilning að þetta á að vera hér uppi á vegg, þó ég ætli ekki að hafa neina skoðun á því. Þetta á ekki að fara inn á KSÍ eða skrifstofur einhversstaðar þar sem fáir sjá því þetta er alveg ótrúlegt aðdráttarafl sem við höfum notið góðs af. Þannig ég vona að það líði ekki undir lok.“
Tengdar fréttir Vertinn á Litlu kaffistofunni fjúkandi illur út í veðurfræðinga Stefán Þormar Guðmundsson er ósáttur við að veðurfræðingar séu að segja fólki hvort fært sé yfir Hellisheiðina eða ekki. 6. janúar 2015 18:26 Byrjaði að safna íþróttamyndum 10 ára gamall Í júní voru liðin 55 ár frá því að Litla kaffistofan var opnuð við Suðurlandsveg. Úrklippusýning vekur athygli á meðal gestanna. 16. júlí 2015 07:00 Óskemmtileg lífsreynsla, segir eigandi Litlu Kaffistofunnar "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óskemmtileg lífsreynsla," segir Stefán Þormar Guðmundsson eigandi Litlu kaffistofunnar. Par vopnað hnífi og hafnarboltakylfu reyndi að ræna staðinn í morgun. 22. desember 2007 10:32 Fólk hljóp á dyr í Litlu Kaffistofunni Skálftinn sem reið yfir á tólfta tímanum í dag fannst greinilega við Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi. Stefán Þormar Guðmundsson, staðahaldari, segir að gestum og starfsfólki hafi verið brugðið og að nokkrir hafi hlaupið á dyr. 30. ágúst 2012 12:14 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Vertinn á Litlu kaffistofunni fjúkandi illur út í veðurfræðinga Stefán Þormar Guðmundsson er ósáttur við að veðurfræðingar séu að segja fólki hvort fært sé yfir Hellisheiðina eða ekki. 6. janúar 2015 18:26
Byrjaði að safna íþróttamyndum 10 ára gamall Í júní voru liðin 55 ár frá því að Litla kaffistofan var opnuð við Suðurlandsveg. Úrklippusýning vekur athygli á meðal gestanna. 16. júlí 2015 07:00
Óskemmtileg lífsreynsla, segir eigandi Litlu Kaffistofunnar "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óskemmtileg lífsreynsla," segir Stefán Þormar Guðmundsson eigandi Litlu kaffistofunnar. Par vopnað hnífi og hafnarboltakylfu reyndi að ræna staðinn í morgun. 22. desember 2007 10:32
Fólk hljóp á dyr í Litlu Kaffistofunni Skálftinn sem reið yfir á tólfta tímanum í dag fannst greinilega við Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi. Stefán Þormar Guðmundsson, staðahaldari, segir að gestum og starfsfólki hafi verið brugðið og að nokkrir hafi hlaupið á dyr. 30. ágúst 2012 12:14