Útlendingastofnun tekur upp nýtt verklag vegna fjölda hælisumsókna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2016 20:00 Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira