Innlent

Telja afnám hagsmunaaðildar að Samtökunum ´78 vinna gegn samstöðu innan hinsegin samfélagsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í yfirlýsingu Trans Ísland, Intersex og Q félags hinsegin stúdenta segir að öll þessi félög hafi átt gott samstarf við Samtökin ´78 "sem hafa staðið þétt við bakið á félögunum í baráttunni fyrir auknum rétti trans og intersex fólks, bæði þegar kemur lagalegum réttindum og félagslegum.“
Í yfirlýsingu Trans Ísland, Intersex og Q félags hinsegin stúdenta segir að öll þessi félög hafi átt gott samstarf við Samtökin ´78 "sem hafa staðið þétt við bakið á félögunum í baráttunni fyrir auknum rétti trans og intersex fólks, bæði þegar kemur lagalegum réttindum og félagslegum.“ mynd/trans ísland
Félögin Trans Ísland, Intersex Ísland og Q félag hinsegin stúdenta hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir vonbrigðum og áhyggjum af því að nokkrir frambjóðendur til stjórnar Samtakanna ´78 vilja afnema hagsmunaaðild innan samtakanna og einblína frekar á einstaklinga heldur en félög. Er það mat félaganna sem standa að yfirlýsingunni að slíkt sé ekki vænlegt til árangurs og muni stuðla enn frekar að sundrung innan hinsegin samfélagsins.

Aðalfundur Samtakanna ´78 fer fram þann 11. september næstkomandi. Í Fréttablaðinu í liðinni viku kom fram að klofningur innan samtakanna sé óhjákvæmilegur en málið má rekja til þess þegar BDSM á Íslandi sótti um hagsmunaaðild að samtökunum.

Í yfirlýsingu Trans Ísland, Intersex og Q félags hinsegin stúdenta segir að öll þessi félög hafi átt gott samstarf við Samtökin ´78 „sem hafa staðið þétt við bakið á félögunum í baráttunni fyrir auknum rétti trans og intersex fólks, bæði þegar kemur lagalegum réttindum og félagslegum,“ eins og segir orðrétt í yfirlýsingunni.

 

„Öll félögin eiga fulltrúa í nefnd Velferðaráðherra um málefni hinsegin fólks og öll félögin eiga fulltrúa í nefnd er vinnur að lagafrumvarpi er snýr að bættri réttarstöðu fyrir trans fólk og intersex fólk. Stjórnum Trans Íslands, Intersex Íslands og Q félagsins finnst það því skjóta skökku við að vilja afnema hagsmunaaðild, en hagsmunaaðild hefur einmitt gert félögunum kleift að vinna með Samtökunum  ‘78 í gegnum trúnaðarráð, samstarfsfundi og sameiginlega nýtingu á húsnæði. Forsenda þess samstarfs sem hefur átt sér stað hefur því að miklu leyti verið vegna hagsmunaaðildar félaganna og lýsum við því yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum að frambjóðendur vilji afnema hagsmunaaðild með öllu.

Við teljum slíkt ekki vera vænlegt til árangurs og muni stuðla enn frekar að sundrung innan hinsegin samfélagsins, þar sem hópar munu færast enn frekar í sundur en saman. Aldrei áður hefur samstaða milli hinsegin samfélagsins verið jafn mikilvæg og teljum við afnám hagsmunaaðildar gagngert vinna gegn því markmiði. Klofningur hefur þegar átt sér stað innan Samtakanna ‘78 og munu slíkar aðgerðir ekki leiða til sátta né samstöðu. Sér í lagi á þetta við þar sem ekkert samráð hefur verið haft við aðildarfélög til margra ára áður en þessi stefna var mótuð,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.

Félögin vonast til þess að frambjóðendurnir íhugi afstöðu sína til hagsmunaaðildarinnar. Þá kalla þau jafnframt eftir virku samtali og samráði við sig en yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Nú líður að aðalfundi Samtakanna ‘78 sem hefur verið boðaður 11. september næstkomandi eftir mikil átök meðal félagsfólks. Stjórnir Trans Íslands, Intersex Íslands og Q félags hinsegin stúdenta hafa ákveðið að gefa út sameiginlega yfirlýsingu varðandi stöðu mála og stefnu sumra frambjóðenda til stjórnar Samtakanna ‘78.

Eins og áður hefur komið fram í yfirlýsingu frá Trans Íslandi þá hefur margt trans fólk upplifað umræðuna undanfarna mánuði útilokandi fyrir trans fólk og aðra hópa innan hinsegin samfélagsins. Einblínt hefur verið á homma og lesbíur í málflutningi margra og virtist oft vera sem að ákveðnir aðilar líti aðallega  á Samtökin ‘78 sem félag homma og lesbía. Slíkur málflutningur er bæði særandi og útilokandi og bað Trans Ísland því fólk að huga að sínum málflutningi er þetta mál varðar. Formaður Intersex Íslands benti einnig á að orðræða á þann veg að nú væri verið opna aðgang fyrir gagnkynhneigða inn í samtökin tæki ekki tillit til þess að sumt trans og intersex fólk er gagnkynhneigt og nú þegar félagar í Samtökunum 78.

Nú hafa verið birtar framboðslýsingar til stjórnar Samtakanna ‘78 og eru þar frambjóðendur sem lýsa yfir að þau hyggist afnema hagsmunaaðild innan Samtakanna ‘78 til þess að einblína á einstaklinga frekar en félög og vonast eftir samstarfi við önnur félög þrátt fyrir að vilja fjarlægja þau með lagalegum hætti úr starfi Samtakanna ‘78.

Stjórnir Trans Íslands, Intersex Íslands og Q félagsins lýsa yfir gríðarlegum áhyggjum og vonbrigðum með slíkar yfirlýsingar þar sem hvorki var haft samráð né samband við hagsmunafélögin sem um ræðir um slík áform með neinum hætti. Félögin hafa átt afar gott samstarf við Samtökin ‘78 sem hafa staðið þétt við bakið á félögunum í baráttunni fyrir auknum rétti trans og intersex fólks, bæði þegar kemur að lagalegum réttindum og félagslegum. Trans Ísland og Samtökin 78 hafa unnið saman að gerð fræðsluefnis á vegum félaganna og Samtökin ‘78 halda úti stuðningshóp fyrir trans ungmenni. Intersex Ísland og Samtökin ‘78 hafa hannað fyrsta fræðslu efnið á íslensku um intersex málefni og hefur þetta góða samband við félagið flýtt verulega fyrir að upplýsingar um intersex málefni kæmust inn í fræðslu efni Samtakanna. Q félagið hefur veitt mikilvæga tengingu við fólk á háskólaaldri með því að búa til rými fyrir hinsegin fólk sem er vaxið upp úr ungliðahreyfingunni og á mögulega erfitt með að fóta sig á öðrum vettvöngum samtakanna.

Öll félögin eiga fulltrúa í nefnd Velferðaráðherra um málefni hinsegin fólks og öll félögin eiga fulltrúa í nefnd er vinnur að lagafrumvarpi er snýr að bættri réttarstöðu fyrir trans fólk og intersex fólk. Stjórnum Trans Íslands, Intersex Íslands og Q félagsins finnst það því skjóta skökku við að vilja afnema hagsmunaaðild, en hagsmunaaðild hefur einmitt gert félögunum kleift að vinna með Samtökunum  ‘78 í gegnum trúnaðarráð, samstarfsfundi og sameiginlega nýtingu á húsnæði. Forsenda þess samstarfs sem hefur átt sér stað hefur því að miklu leyti verið vegna hagsmunaaðildar félaganna og lýsum við því yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum að frambjóðendur vilji afnema hagsmunaaðild með öllu.

Við teljum slíkt ekki vera vænlegt til árangurs og muni stuðla enn frekar að sundrung innan hinsegin samfélagsins, þar sem hópar munu færast enn frekar í sundur en saman. Aldrei áður hefur samstaða milli hinsegin samfélagsins verið jafn mikilvæg og teljum við afnám hagsmunaaðildar gagngert vinna gegn því markmiði. Klofningur hefur þegar átt sér stað innan Samtakanna ‘78 og munu slíkar aðgerðir ekki leiða til sátta né samstöðu. Sér í lagi á þetta við þar sem ekkert samráð hefur verið haft við aðildarfélög til margra ára áður en þessi stefna var mótuð.

Sömuleiðis lýsum við yfir miklum vonbrigðum og áhyggjum yfir því að manneskja í framboði til formanns félagsins, Kristín Sævarsdóttir, deili opinberlega grein Veturliða Guðnasonar sem að gerir lítið úr pankynhneigðu fólki og þeirra kynhneigð auk þess að gera lítið úr tilvist trans fólks og intersex fólks með yfirlýsingum um að eingöngu séu til tvö kyn. Slíkt er einfaldlega ekki við hæfi ef viðkomandi segist ætla að beita sér fyrir réttindum og tilvist hinsegin fólks og gengur þvert gegn markmiðum og baráttumálum Samtakanna ‘78, Trans Íslands, Intersex Íslands og Q félagsins.  

Við vonum því að frambjóðendur endurhugsi stefnu sína, enda er hún ekki eitthvað sem að stjórnir Trans Íslands, Intersex Íslands eða Q félagsins geta verið sáttar við. Þá köllum við einnig eftir virku samtali og samráði við Trans Ísland, Intersex Ísland og Q félagið um stefnumótun Samtakanna ‘78 sem eru jú einnig hagsmunafélag okkar, trans og intersex fólks og ungs hinsegin fólks.

Virðingarfyllst,

F. hönd Trans Íslands,

Alexander Björn Gunnarsson, formaður

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, varaformaður og fjölmiðlafulltrúi

Steina Dögg Vigfúsdóttir, gjaldkeri

Alda Villiljós, ritari

Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir, meðstjórnandi

Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir, fulltrúi í trúnaðarráði

F. hönd Intersex Íslands

Kitty Anderson, formaður

Bríet Finnsdóttir, varaformaður

Kristín María Björnsdóttir, ritari

Hrefna Björnsdóttir, meðstjórnandi

F. hönd Q félags hinsegin stúdenta

Sigurður Ýmir Sigurjónsson, formaður

Kristín Lovísa Lárusdóttir, varaformaður

Anna R. Jörundardóttir, gjaldkeri

Heiðrún Fivelstad, ritari

Helga Haraldsdóttir, meðstjórnandi

Embla Orradóttir Dofradóttir, meðstjórnandi

Bergþóra Sveinsdóttir, meðstjórnandi


Tengdar fréttir

Finnst Samtökin ´78 hafa gleymt þeim

Allt stefnir í klofning innan Samtakanna '78. Virðist sem hópur samkynhneigðra í samtökunum upplifi að hann hafi gleymst í baráttunni.

„Þurfum að rækta kynvillinginn í okkur“

Eva María Þórarinsdóttir Lange er formaður Hinsegin daga. Hún segir trans- og intersex-fólk eiga á brattann að sækja. Þá sé mikilvægt að líta út fyrir landsteinana, þar sem mannréttindi eru ekki jafn sjálfsögð og hér á landi.

Vinna að sátt eftir átök

Innganga BDSM á Íslandi í Samtökin '78 hefur leitt af sér margra mánaða erjur innan samtakanna. Fundir samtakanna hafa í tvígang samþykkt aðildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×