Innlent

Túrtappar og dömubindi á öll salerni í Verzló í næstu viku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á Twitter-reikningi NFVÍ kemur fram að túrtapparnir og dömubindin verði komin í næstu viku en eins og kunnugt er hafa allar kynjamerkingar á salernum skólans verið fjarlægðar.
Á Twitter-reikningi NFVÍ kemur fram að túrtapparnir og dömubindin verði komin í næstu viku en eins og kunnugt er hafa allar kynjamerkingar á salernum skólans verið fjarlægðar. Vísir/Vilhelm
Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands, NFVÍ, og Femínistafélag VÍ skrifuðu í dag undir samning við Natracare um að fá túrtappa og dömubindi inn á salerni skólans. Vísir greindi frá því fyrir stuttu að það væri einmitt næsta verkefni Femínistafélagsins að fá dömubindi og túrtappa á salernin.

Á Twitter-reikningi NFVÍ kemur fram að túrtapparnir og dömubindin verði komin í næstu viku en eins og kunnugt er hafa allar kynjamerkingar á salernum skólans verið fjarlægðar. Eru þau nú öll merkt á sama hátt, WC, en ráðist var í það að breyta merkingunum að frumkvæði Femínistafélags skólans.


Tengdar fréttir

Næsta skref að fá túrtappa og dömubindi á öll salerni í Verzló

Næsta baráttumál Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands er að fá túrtappa og dömubindi á öll salerni skólans. Þetta kom fram í viðtali við formenn félagsins þær Eddu Marín Ólafsdóttur og Helenu Björk Bjarkadóttur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×