Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 viðurkennir Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra að ólga ríki innan Framsóknarflokksins en að forsætisráðherra og formaður flokksins hafi báðir sterka stöðu innan flokksins. Hún telur að formaðurinn hafi gert hreint fyrir sínum dyrum vegna Panamaskjalanna.

Þá eru bændur langt í frá allir sáttir við umdeildan búvörusamning sem varð að lögum í gær en í dag tókust þingmenn á um nítján nýja virkjanakosti sem óvíst er að Alþingi nái að samþykkja  fyrir þinglok.

Og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands kemur í beina útsendingu í kvöldfréttum til að ræða Hringborð norðurslóða og framtíðaráform sín. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö, þangað til, verið þið sæl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×