Svört skýrsla sýnir að rússnesk stjórnvöld stóðu á bak við lyfjasvindlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2016 16:53 Frá keppni á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014. Vísir/Getty Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Sjá meira
Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Sjá meira